Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Sts ch. 25

Sturlu saga 25 — ed. Guðrún Nordal

Not published: do not cite (Sts ch. 25)

Anonymous SturlungaSturlu saga
242526

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):

Maður hét Bjarni og var Þorsteinsson. Hann átti Helgu Gellisdóttur. Þeirra son hét Þorsteinn drettingur. Þórhallur hét bóndi. Hann var Svartsson. Hann bjó að Hólmlátri á Skógarströnd. Hann átti Æsu Þorkelsdóttur. Hann var auðmaður mikill og sterkur og ódæll. Hann var þingmaður Þorleifs beiskalda og gjafvin. Þau áttu þrjár dætur, hétu Þórdís, Þórný og Helga. Þórnýjar fékk Þorsteinn drettingur. Hann hafði þá góðan fjárhlut og réðst hann til Hólmláturs með fé sitt. Þá kom það upp að Þórný hefði verið ólétt gefin og átti sá maður barn við henni er Þórður hét og var allskillítill. Þorsteinn drettingur átti og barn í vonum og var því leynt. Guðrún Ásbjarnardóttir sagði og þá að Þorsteinn var faðir að barni hennar því er þá var nokkurra vetra gamalt. En er það kom upp allt saman þá lét Þórhallur kenna mannamunar og dró fé Þorsteins allt undir sig en hann var sjálfur lagður í vinnu. En ef hann lagði til þá var hann hraktur í orðum eða barður. Ekki var Þorsteinn vinsæll maður. Þorvarður hét maður er bjó út í Eskigrasey, gildur bóndi. Það var eitt sinn að veturnóttum að Sveinn Sturluson fór út þangað og keypti mjöl að honum til handa Sturlu. En er mjölin komu heim reyndust þau verr en ætlað var. Nú líkar Sturlu illa og þótti Þorvarður hafa falsað sig. Sturla fór stundu síðar og hitti Þorvarð og segir honum svo: Tveir eru kostir til af minni hendi. Sá annar að eg mun stefna þér eða þú takir við syni mínum er Halldór heitir. Þorvarður kveðst það mundu kjósa að sitja eigi fyrir ágangi þeirra feðga og fór Halldór þangað. Þorvarður var aldavin Þórhalls að Hólmlátri og er hann spurði þetta þá fór hann þangað og færði í brott sveininn á hendur móðurfrændum þar sem áður hafði verið og kveðst eigi vilja slíkan ágang. Þorvarður kvað hann sýna vináttu við sig en mér þykir þó betra að sýna lítilmennsku hér um en koma sjálfum mér í vandræði. Þórhallur kvað svo búið vera skyldu. En er Sveinn spurði þetta þá mælti hann: Vera kann að Þórhallur vilji sitja yfir vorum hlut en kostgæfur mun eg vera að leggja hér slíkt í móti. Sturla kvað það auðsætt vera að slíkir menn vildu illt við þá eiga en Guðný bað þá vera láta kyrrt því að vel var með þeim Þórhalli. Síðan var það af ráðið að menn voru sendir til Hólmláturs að fala þrjár vættir matar að honum og voru borin til orð Guðnýjar. En Þórhallur kveðst engan mat mundu selja Hvammverjum. Æsa fýsti að selja en Þórhallur vildi eigi selja og réð hann. Sendimenn komu heim í Hvamm og segja Sturlu orð hans. Sturla bað Guðnýju reyna enn vini sína. Litlu síðar hittust þeir Sveinn Sturluson og Þorsteinn drettingur á Kambsnesi og sátu á tali um stund og var það í hjali með þeim að Sveinn skyldi ráða af Þórhall en Þorsteinn skyldi gefa honum til sex tigu hundraða og skyldi það kaup á laun fara. Og um vorið eftir páska fór Sveinn út á Hólmlátur með tíunda mann og fóru á skipi og lentu út hjá stekkum Þórhalls. Síðan mælti Sveinn við menn sína: Vita skuluð þér nú erindi mitt, að vér munum stefna Þórhalli. Síðan ganga þeir til húss. Hafþór Naddsson var húskarl Þórhalls en vinur Sveins og ætluðu þeir að kalla hann út að heyra stefnuna. Þeir gengu fyrst til dura Þóroddur og Þórður Brúsason og drápu á dyr en Þórhallur gekk sjálfur til dura og lauk upp dyrin og stóð fyrir innan. Þá gengu þeir Sveinn að durunum og nefndi hann sér votta og stefndi Þórhalli um það að hann hefði leynt fjórðungi fjár síns og gert eigi tíund af. Stefndi hann annarri stefnu of það að hann hefði tvo pundara og hefði á hinn meira keypt en á hinn minna selt og væri hvortveggi rangur og lét varða fjörbaugsgarð. Hann stefndi enn um það að hann hefði alnar rangar og lét varða fjörbaugsgarð og jafnan sex merkur. Því næst stefndi honum Þorleifur Þormóðarson fjórum stefnum, sinni um hvern fjórðung tíundar og lét jafnan varða sex merkur. Þá mælti Þórhallur við Svein: Kaupa muntu vilja fé mitt svo sem þú hefir virt til tíundar. Sveinn svarar og kvað hann eigi mundu vilja selja honum þrjú hundruð hundraða á frest ef hann vildi eigi eiga að honum verð þriggja vætta matar. Síðan fór Sveinn brott en Þórhallur fór á fund Þorleifs beiskalda og sótti hann að ráðum. Þorleifur segir að tveir væru kostir til, sá annar að selja land sitt og ráðast á brott vestan þaðan eða sættast við Hvammverja og selja þeim sjálfdæmi. Þórhallur mælti: Viltu þá fá mér land suður hér? Þorleifur lést ætla að honum mundi það eigi fullgera og eggjaði að hann réðist lengra brott. Þórhallur fór heim og inn í Hvamm og hitti Sturlu og seldi honum sjálfdæmi og kveðst ætla að honum mundi það betur gegna og kveðst þetta mál ekki vilja til þrautar leggja. Sturla kveðst ætla að honum mundi það best gegna. Síðan frétti Sturla Svein son sinn eftir hvað gera skyldi en Sveinn kveðst vilja að eigi væri minna gert en hundrað hundraða og kvað hann þess maklegan. Nei, segir Sturla, tíu hundruð skal gera lengur, þó hefir hann undir mig lagt málið. Og þessa gerð sagði Sturla upp en Þórhalli læst vel líka og svo konu hans, galt fé þegar, land í Langeyjarnesi og þrjú hundruð í slátrum. Maður hét Þorsteinn. Hann var Þorleifsson. Hann hafði verið heimamaður Sturlu. Hann var þá á vist með Þórhalli og fór með þeim heldur illa og Þórhallur stefndi honum um hrossreið. Síðan fór hann á fund Sturlu og bað hann ásjá. En Þórhallur sótti hann á þingi til fullrar sektar en Sturla gekk við heimilisfangi hans og réð því Þórhallur eigi til að féránsdómur væri háður. Síðan sendi Sturla hann norður um land og varðaði eigi um bjargir hans. Nú líkaði hvorumtveggjum verr en áður. Sturlu þótti Þórhallur það engis virða er hann hafði honum á hendi verið en Þórhalli þótti enn hafður ójafnaður við sig. Nú er Þórhallur þóttist spyrja kaup þeirra Sveins og Þorsteins þá hitti hann þá Þorleif beiskalda og Einar Þorgilsson eitt sumar á þingi og segir þeim svo að hann þóttist við mikil vandræði kominn vera. Einar mælti: Þætti þér eigi það til liggja að við Þorleifur ráðum Sturlu af en þú haldir upp fébótum? Hann kveðst vilja það gjarna. En Helgi prestur Skeljungsson var var við þessa ráðagerð og segir þeim feðgum. Kálfur hét maður er bjó á Gunnarsstöðum inn frá Hólmlátri hið næsta. Hann átti þrjá sonu og hét yngsti Börkur. En er Kálfur faðir þeirra andaðist þá seldu þeir landið hinir eldri Þórhalli. En er Börkur var nakkvað á legg kominn þá kallar hann í hendur Þórhalli til landsins á Gunnarsstöðum en Þórhallur kveðst eigi mundu laust láta landið fyrir honum og svarar heldur stutt. Börkur var eigi vel orðstilltur. Hann var þingmaður Sturlu.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.