Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Sts ch. 23

Sturlu saga 23 — ed. Guðrún Nordal

Not published: do not cite (Sts ch. 23)

Anonymous SturlungaSturlu saga
222324

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):

Tanni hét maður er bjó í Galtardalstungu. Hann átti Gunnhildi Brúsadóttur, systur Þórðar. Þórdís hét önnur Brúsa dóttir. Hún fylgdi að lagi þeim manni er Þorgeir hét. Hann var kenndur við móður sína og kallaður Arnóruson. Böðvar hét faðir hans. Þórdís var óskapvær. Hún fór eitt sinn á kynnisleitun í Tungu til systur sinnar. En er Þorgeiri þótti hún sein heim fór hann eftir henni en hún var trauð heimfarar. Þá lagði Tanni bóndi til, að hann kveðst eigi vilja að hún færi nauðig úr hans híbýlum. Þorgeir segir að hann mundi ekki því ráða og greindi þá á þar til er Þorgeir hjó til Tanna og varð það banasár. Eftir þetta fór Þorgeir á fund Sturlu og bað hann ásjá en Sturla kvað illverk vera en lést eigi kunna við þingmenn sína að reka þá frá sér. En Tanni hafði verið þingmaður Þorleifs beiskalda og frændi. Þorleifur tók við máli eftir Tanna og sótti Þorgeir til sektar fullrar á alþingi og sýndist Sturlu eigi að verja það mál og varð Þorgeir sekur skógarmaður. En Sturla kom honum utan of sumarið norður í Eyjafirði. Ófeigur hét maður Salgerðarson en Bergur hét faðir hans. Hann var vin Sturlu og heimamaður. Hann fór norður með Þorgeiri og fór utan. Annað sumar eftir kom Ófeigur út og fór þá til Sturlu og var þar um veturinn. Þorleifur varð þessa vís og kvað mikla ósæmd í slíku sýnast af Sturlu er hann vildi sitja fyrir sæmd höfðingja. Þorleifur gerir um vorið liðsafnað og fer í Dali og gisti í Ásgarði að Bjarna Steinssonar. Þar kom Einar Þorgilsson til liðs við hann og höfðu þá þrjú hundruð manna og fóru stefnuför í Hvamm. En er Sturla spurði liðsdrátt þeirra þá safnaði hann að sér liði og hafði þó miklu minna fjölmenni. Síðan stefnir Þorleifur Ófeigi of það er hann hafði verið í förum við Þorgeiri. Sturla kvað Þorleif hafa jafnan stórræði fyrir hendi þótt ekki mætti við það jafnast er hann brenndi inni Magnús biskup í Hítardal en var sjálfur dreginn grátandi úr eldinum. Þorleifur svarar: Öngum munu þau tíðindi verri þykja en mér. En eigi erum við enn þaðan komnir að það sé víst að sá hafi betur er engis þykir um þau tíðindi vert. En ekki gjörla manst þú það nú að þú mundir drepinn hjá garði þínum sem melrakki hjá greni ef eg stæði eigi fyrir. En þess vilnast eg að færri gangi höfuðlausir fyrir mig á dómsdegi en fyrir þig er þú hlærð nú að glæpum þínum. Síðan riðu þeir Þorleifur í braut og í Ásgarð um kveldið og gistu þar aðra nótt með flokk sinn allan. En að morgni skildust þeir Einar þar og fóru hvorirtveggju heimleiðis. Og litlu síðar reið Sturla við sétta mann í Ásgarð og var Bjarni bóndi í smiðju. Sturla kvaddi hann út og mælti: Það ætla eg, segir hann, að við munum skilja verða nábúðina og kveðst eigi vilja að oftar ættu óvinir hans heimilan gistingarstað í Ásgarði þá er þeir færu slíkar óspektarferðir og kvað annanhvorn þeirra færa mundu verða bústaðinn. Síðan reið Sturla heim. En Bjarni seldi landið Erlendi presti Hallasyni. Síðan reið Þorleifur beiskaldi til þings og hafði fram málið um sumarið og gengu menn á meðal og sættu þá og tóku sinn mann hvorir til gerðar. Sturla tók til Böðvar Þórðarson en Þorleifur Einar Þorgilsson og urðu þeir ekki sáttir á gerðina. Þá mælti Böðvar: Það þykir mér ráð að við hlutum um hvor okkar gera skal. Og því játti Einar. Síðan hlutuðu þeir og hlaut Böðvar að gera. Hann gerði lítil fégjöld á hendur Sturlu.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.