Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Sts ch. 19

Sturlu saga 19 — ed. Guðrún Nordal

Not published: do not cite (Sts ch. 19)

Anonymous SturlungaSturlu saga
181920

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):

Síðan gerðist óþykkt mikil milli manna og liðsdráttur. Klængur biskup var með Einari frænda sínum, Gissur Hallsson, Þorleifur beiskaldi, Snorri Kálfsson og margir aðrir. En Brandur biskup veitti Sturlu frænda sínum. Sæmundur faðir biskups var föðurbróðir Vigdísar móður Sturlu. Böðvar Þórðarson veitti Sturlu mági sínum, Þorvarður Þorgeirsson og margir aðrir. En sumir leituðu um sættir og varð ekki af því og fóru málin í dóm og gerðu hvorir aðra sekja. En er leið að þinglausnum þótti mönnum ófriðlegt ef svo búin færu mál til héraðs og áttu menn þá hlut að og varð þá sæst á málin og skyldi Klængur biskup gera og Böðvar Þórðarson og var þá þegar upp lokið og þótti Sturlu verða gerðir skakkar og óhagar. Voru þá fram færðar sýknur manna. Sturla reið fyrr af þingi en Einar og er hann kom heim þá var Einar Ingibjargarson kominn þar og Helgi prestur með honum. Og litlu síðar kom Oddur Jósepsson að hitta Sturlu en Sturla kvað eigi mundu annað vænna en þeir gerðu félagsbú. Oddur kveðst þess búinn og var það ráðið að Oddur skyldi eiga í búi í Hvammi. Síðan settist Sturla fyrir mál þeirra öll. Einar Ingibjargarson og Oddur og aðrir Búðdælir voru í Hvammi þau misseri og voru þar átján menn sekir um veturinn. Einar Þorgilsson hafði og mart setumanna um veturinn. Þar var Hallur Gilsson frændi hans og Ásbjörn Hefla-Bjarnarson, Árni Bassason, Þorgils Sighvatsson, Hallur Þórðarson, Þorgrímur Kolbeinsson. Þeir voru allir fylgdarmenn Einars Þorgilssonar og þóttust öruggir fyrir jafnmörgum og eigi þótti þeim sitt óvænna þótt þeir hittu hálfu fleiri Búðdæli. Margur fór orðasveimur en ekki varð af fundum. Sturla lét og engi gjöld of sumarið því að hætt var kallað milli þeirra. Hann hafði látið gera virki um húsin í Hvammi. Einar Ingibjargarson fór oftlega of veturinn til laugar með fimmta mann eða sjötta. Einar Þorgilsson hélt njósnum til um ferðir hans. Hann frétti þá að Einar Ingibjargarson ætlaði annan dag til laugar. Hann fór þá vestan við þrjá tigu manna. Þann sama dag bjóst Einar Ingibjargarson til laugar við fimmta mann. Sturla latti hann og þykja mér illar hleypifarar slíkar. Einar kveðst fara vilja jafnt sem áður. Síðan bjóst Sturla til ferðar og voru þeir á þriðja tigi og alvopnaðir. Gils Styrmisson bjó þá að Laugum. En er hann varð var við að Einar Þorgilsson sat við laugina fjölmennur þá leysti hann út kýr sínar og rak ofan í hóla því að hann vissi að Hvammsmenn ætluðu til laugar. Hann kallar að þeir Sturla skyldu aftur ríða en annað skeið æpti hann á nautin til ólíkinda. Þeir Sturla fóru um fjall og komu til laugarinnar og voru þeir Einar Þorgilsson þar fyrir og réðu hvorigir á aðra. Og nú fór Einar Þorgilsson heim en Sturla litlu síðar. Sturla lést ætla að Einar Ingibjargarson mundi eigi þykjast of fjölmennur verið hafa ef hann hefði farið með fimmta mann sem hann ætlaði. Hann svarar: Oft ertu mágur vitrari en eg. Síðan voru þeir varari um laugarfarar en áður. Þennan kölluðu Hvammsmenn Búðdælavetur.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.