Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Sts ch. 18

Sturlu saga 18 — ed. Guðrún Nordal

Not published: do not cite (Sts ch. 18)

Anonymous SturlungaSturlu saga
171819

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):

Einar Ingibjargarson fór eitthvert sinn við nokkura menn í Tjaldanes og kveðst vilja gera Saurbæingum nokkuð illt. Og er þeir komu í Tjaldanes og hjuggu skip Einars þrjú og kváðu þá jafnast með þeim. Þeir fóru aftur hið neðra um fjöru. Þá fóru þeir Már Gilsson og Bjarni Kálfsson utan í mót þeim hið efra um mýrar og fundu þeir Einar eigi fyrr en þeir komu um fram og sneru þegar eftir þeim og eltu langt en þá dró undan og skildu að því. En er Einar Þorgilsson varð þessa var kveðst hann vilja hitta Búðdæli og svo var gert. En er bændur urðu þessa varir þá söfnuðust þeir saman og gengu í milli og var hvorigum kostur að gera öðrum mein. Einar stefndi síðan um skipahöggið og fór heim eftir það. Einar reið síðan til þings. Og þriðju nótt hina næstu fyrir þingið fóru þeir Einar Ingibjargarson yfir fjall hið efra og ofan Traðardal upp frá Staðarhóli en þeir gerðu tvo menn hið efra um Melárdal en ofan Ásólfsgötu á njósn að vita um naut þau er komin voru úr Búðardal. Þeir komu í mót þeim Einari í Þverárdal og sögðu að nautin voru nær túni á Staðarhóli. Síðan fóru þeir til nautanna og kenndi Oddur þar með griðung þann er kominn var úr Búðardal og fyrir því hugðu þeir að þau mundu vera nautin en það voru þó heimanaut af Staðarhóli. Þeir ráku nautin fyrir sér og stefndu til Tjaldaness. En þá er Einar reið til þings setti hann eftir Má Gilsson og Vilmund. Sturla reið og til þings. Vilmundur og þeir félagar voru gengnir til borða en Már fastaði um daginn. Þá kom Már inn í stofuna og sagði að þá væri til önnur sýsla en matast allengi, kvað naut Einars í braut rekin og kvað Búðdæli komna mundu. Þeir Vilmundur hljópu þegar til vopna og fóru eftir þeim og nokkurir menn af næstum bæjum er sáu för hvorratveggju. Þeir fundust fyrir utan ána upp frá Hleypilæk og voru Búðdælir sextán saman en þeir Vilmundur fjórtán. En er þeir fundust slær þar í bardaga. Og snemma dagsins hjó Ívar prestur um þverar herðar Einar Ingibjargarson og varð það mikið sár en Oddur hjó Ívar prest banahögg. Oddur Jósepsson vó Leif húskarl Einars Þorgilssonar. Síðan hjó Oddur til Ásbjarnar Ljótssonar á öxlina og klauf niður í síðuna svo að sá inn í búkinn. Þá hjó hann til Þorsteins Ólafssonar og klauf andlitið og féll hann þar. Ásbjörn Finnsson lagði spjóti til Gríms og féll hann eigi og gekk upp á lagið svo að oddurinn nam staðar í hrygginum. Hann snaraðist við og hljóp spjótið út milli rifjanna og gekk hann þá upp á lagið og hjó með handöxi á hönd Ásbjarnar og varð það mikið sár. Þar féll Grímur og Auðun Tóstason. Steinólfur af Kverngrjóti og Einar Sigurðarson af Bjarnastöðum höfðu hlaupið til úr torfskurði. Bjarni Finnsson fékk og mikið sár á síðu. Sigurður Ingimundarson fékk mikið sár. Vilmundur Snorrason varð og nauðuglega staddur og hörfaði fram að ánni og stakk spjótskaftinu aftur á bak sér yfir ána og komst svo hlaupi undan. En er sleit bardaganum og þeir voru skildir urðu Búðdælir þess varir að Einar Ingibjargarson var sár orðinn og vildu þá sumir fara eftir þeim og drepa þá en hitt var ráðs tekið að þeir sneru yfir til Hvols til Helga prests og sögðu honum tíðindi. Síðan fór hann í mót þeim og batt um sár Einars og flutti hann heim til hans. En það er mitt ráð, segir prestur, að nakkverjir fari á Staðarhól því að miklu er nú um meira að tala, alls þó hefir mistekist til nautanna. Og það vildi Oddur. Voru þá nautin rekin á Staðarhól. Síðan fóru þeir Oddur í Búðardal og sendu þegar mann til þings og var þá hestur búinn og reið Ólafur Þorgeirsson hesti þeim í Lækjarskóg, þá var tekinn annar og reið hann þeim á Glýstaði, þá hinn þriðji og reið hann þeim til búðar Sturlu og sagði honum tíðindin. Þá heimti Sturla að sér vini sína og sagði hvað að hafði orðið. Og litlu síðar kom Sigmundur og hafði Herdís hann sendan af Staðarhóli að segja Einari Þorgilssyni tíðindi.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.