Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Sts ch. 11

Sturlu saga 11 — ed. Guðrún Nordal

Not published: do not cite (Sts ch. 11)

Anonymous SturlungaSturlu saga
101112

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):

Þá var Einar Helgason stjúpson Sturlu í Hvammi. Hann gerðist roskinn maður. Þá galt Sturla út fé hans. Það var land í Sælingsdalstungu og þar búið með. Hann settist þá í bú og kvongaðist og fékk Guðnýjar Brandsdóttur, systur Jóns Brandssonar, með tilstilli Sturlu. Henni fylgdi heiman land í Króksfjarðarnesi og Króksfjarðareyjar. En það hafði verið nokkura hríð að Brandur hafði léð Einari Þorgilssyni að færa í ær um haustum til skurðar en þá var svo komið að Einar Þorgilsson þóttist eiga mála á að hafa meðan hann bjó á Staðarhóli. Síðan lét Einar Ingibjargarson færa út ær sínar um haustum og kveðst ætla að hann skyldi eigi vera ræningi fyrir Einari Þorgilssyni. En er þetta fregn Einar kvað hann það líkara að hann mundi halda réttu fyrir nafna sínum og kvað þeim enn eigi leiðast að leita á sig. Hann sendi síðan Ljúfina prest að færa út sínar ær en hinar utan. Og er þeir komu í Króksfjarðarnes til Eyjólfs Hallgrímssonar, hann var gamall maður og góður bóndi, þeir báðu hann skips. Hann kvaðst eigi ljá mundu. Þá mælti prestur: Firn mikil tekur þú til og laust hann með öxarhamri og varð það sýnn áverki. Þeir tóku skipið og færðu út ærnar en hinar utan og fóru heim eftir það. En er þetta spurði Einar Ingibjargarson kvað hann Einar Þorgilsson enn sýna ranglæti og fylgja að vondum málaefnum sem fyrr. Hann lét fara eftir ám sínum og reka heim. Síðan finnur hann Sturlu og sagði sér illa líka við nafna sinn. Sturla svarar: Það munu flestir ætla að eg muni láta af málaferlum við Einar en eigi vil eg sitja honum óhæfuhlut við mig eða vini mína. Litlu síðar fóru þeir Sturla og Einar við tólfta mann vestur í Gufudal til heimboðs. Og er þeir fóru vestan fóru þeir út í Króksfjarðareyjar og hjuggu allar ær Einars Þorgilssonar og báru saman í einn köst. Eftir það fóru þeir heim. Einar Þorgilsson sat að brúðkaupi á Reykjahólum er Böðvar Barkarson gifti Valgerði dóttur sína Þórhalli Brandssyni. Þá frétti Einar áhöggið. Hann svarar svo: Eigi leiðist þeim að vér eigumst við glettni. En um veturinn eftir jól fór Einar Ingibjargarson norður til Eyjafjarðar. Og er Einar Þorgilsson frétti það þá fór hann við átta mann suður í Tungu. Hann kvaddi til sín Þorgeir Grímsson og kveðst vilja að hann ynni á Lofti fóstra Guðnýjar Brandsdóttur og lést vilja gera þeim nokkura ákenning sinna verka. Þá er þeir komu í Tungu gengu þeir í stofu og var þeim heilsað og spurðir tíðinda. Þeir settust niður. En er Einar sá að ekki varð tilræði Þorgeirs þá stóð hann upp og gekk utar á gólfið. Hann var nærsýnn og þekkti eigi hvar Loftur sat. Hann sneri að þeim manni er Þórólfur hét og lagði spjóti í lær honum svo að út skar úr og varð það svöðusár. Þá hlaupa upp allir menn, þeir inni voru, og hélt hver á öðrum. Þar var Guðfinna Sveinsdóttir og hélt hún Einari. Þau sendu konu eina út í Hvamm að segja Sturlu en konur og karlar héldu þeim, þeir er þar voru, og mundu þeir eigi á braut komast ef Svertingur Starrason veitti þeim eigi. Hann lét þá lausa og kvað eigi hæfa að þar yrðu meiri vandræði og kom hann þeim í braut. Hann var þar heimamaður. Þeir Einar fóru þegar á braut og gengu upp á Múla og svo norður eftir fjalli þar til er þeir komu heim. En er þeir Sturla komu í Tungu lét hann lýsa áverkum. Hann gekk að Svertingi og reiddi öxarhamar að höfði honum, kvað hann þess verðari að hann væri drepinn og var við sjálft að það færi fram en það barg honum að hann var heimamaður Einars Ingibjargarsonar. Nú þóttist Einar Þorgilsson hafa hefnt áhöggsins.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.