Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Sts ch. 10

Sturlu saga 10 — ed. Guðrún Nordal

Not published: do not cite (Sts ch. 10)

Anonymous SturlungaSturlu saga
91011

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):

Nú sátu hvorirtveggju í sekt þau misseri. En að sumri búast þeir báðir til þingreiðar Sturla Langavatnsdal en Einar Brattabrekku. Og er hann kemur suður í Karlsdal skipti hann liði sínu og mælti: Nú er að þann veg að vér munum breyta ráðum um ferðir vorar og snúa aftur til héraðs en Álfur son Þórodds jarls skal taka við goðorði mínu. Mörgum mönnum kom þetta á óvart og þóttust skilja að nokkuð stórt mundi undir búa. Einar snöri þá aftur við hálfan þriðja tug manna. Þar var við honum Gunnsteinn Þórisson og Eyjólfur, Oddur Bersason, Viðar Þorgeirsson. Þeir átu náttverð að Sauðafelli og riðu of nóttina inn í Hvamm. Þá mælti Einar áður þeir riðu að bænum: Nú væri eg á það viljaður að vér eldum þeim ósparlega í Hvammi í nótt og mættu þeir reka minni til komu vorrar. Þeir voru og flestir með honum að eigi löttu þessa mjög. Og er þeir komu í Hvamm þá færðu þeir menn alla í kirkju en rændu fé öllu og brenndu bæinn og færðu allt vestur til Saurbæjar og sögðust að sínu ganga. Einar reið þá til þings við níunda mann. Og er menn komu á fund Sturlu og sögðu honum tíðindi, hann kvað Einar mundu elt hafa frýjulaust eina nátt. Síðan var leitað um sættir af vinum beggja þeirra og stefnur til lagðar og þótti mönnum til vandræða búast. Síðan var að sóttur Klængur biskup, að hann mundi gera um málið. Einar játaði því og svo Sturla. Og áður þingi var sett var sæst á öll mál að þessu. En áður lykt féll á málin kveðst Sturla vilja að biskup ynni fimmtardómseið að hann gerði jafnsætti. Síðan var fundur í bóndakirkjugarði allfjölmennur. Þá mælti biskup: Eg geri fyrir brennu og bæjarskaða sex tigu hundraða en fyrir sakir við Einar fimm tigi hundraða. Rán skulu gjaldast aftur. Eftir það vann biskup fimmtardómseið. Þá mælti Sturla: Svo virði eg eið biskups sem páskamessu en sómi er oss það. En flestir munu kalla gjöldin eigi mikil og gerðir eigi fésamar. Síðan fóru menn heim af þinginu og voru sáttir að kalla. Réttust rán flest og eigi gersamlega. Sturla lét húsa bæ sinn um sumarið og var húsað fyrir veturnætur eigi verr en áður. Þau Sturla og Ingibjörg áttu tvær dætur, Þórdísi og Steinunni. Ingibjörg tók sótt og andaðist áður málalok urðu. Síðan átti Jón Brandsson Steinunni Sturludóttur og bjuggu þau á Reykjahólum. Þeirra synir voru þeir Bergþór og Brandur, Ívar og Ingimundur. En Þórdísi átti Bárður Snorrason, son Bárðar hins svarta úr Selárdal, og voru þeirra synir Snorri, Pétur og Sturla. Nokkuru síðar átti Sturla son við Guðfinnu Sveinsdóttur, þann er Björn hét. Og litlu síðar fékk hann Guðnýjar Böðvarsdóttur og var það brúðkaup í Hvammi, og átti hana til elli.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.