Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Sts ch. 5

Sturlu saga 5 — ed. Guðrún Nordal

Not published: do not cite (Sts ch. 5)

Anonymous SturlungaSturlu saga
456

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):

En annan vetur eftir jól var skinnleikur undir Fjalli. Þar var kominn norðlenskur maður. Hann mælti og kvað það á máli haft norður þar um Öxarfjörð að vestur hér mundu vera góðir leikmenn því að þar var kominn sá er forgangsmaður var leikanna og fór um vorið austur í fjörðu. Sturla frétti hvert nafn hans væri. Gesturinn kvað hann undarlega heita og svo föður hans. Þá nefndi Sturla Aðalrík Gunnvarðsson. Gesturinn kvað hann svo nefnst hafa og kvað Brand prest Úlfhéðinsson hafa sent sig austur í fjörðu til Þórhalls Finnssonar. Sturla kvað nú hægra um að leitast. Og um vorið eftir páska fór Sturla norður til Öxarfjarðar að fjárreiðum sínum. En er hann var í Skagafirði að Vallalaug kom þar Brandur prestur Úlfhéðinsson og heimti Sturla hann á mál og spurði ef hann væri sannur að björg við manninn: Viljum vér leita eftir með stillingu við þig. Hann kvað það satt vera en nú er svo komið að eg vil að þú vitir allt of ferðir hans en eg vil að þú gerir einn of málið með okkur. Sturla segir: Eg skil gjörla hvað þig hefir til rekið og mun verið hafa í ráði Oddi Þorgilsson og margir aðrir þótt eg nefni eigi. Hann þóttist nú glöggt vita hverjir í ráðum eða björgum höfðu verið með Aðalríki og nú tóku að rísa úfar á vinfengi þeirra Odda. En þó var þetta mál í deild lagt á þingi um sumarið og varð Aðalríkur sekur og stóðu menn því ekki í mót. En honum varð utan komið austur í fjörðum. Síðan var eftir leitað hvað menn vildu bjóða fyrir bjargir eða fjörráð en þar kom við umtölur góðra manna að goldið var fyrir bjargir eða fjörráð þrír tigir hundraða. Það sama sumar létu þeir Þorsteinn Ásbjarnarson og Eiríkur son hans sekja Gils Þormóðsson og Guðrúnar Gilsdóttur, systur Þórðar Gilssonar, um það er hann átti börn við Ásnýju knarrarbringu, systur Þorsteins tittlings. Hámundur og Sigurður voru synir Gils og Ásnýjar. Sturla beiddi að fé væri tekið fyrir frænda hans en því var eigi játað og fóru sakir í dóm. Þá bað Sturla sér liðs og kvað nauðsyn á að frændur hans yrðu eigi vanhaldnir og hétu menn honum liði. Eftir það gekk hann að dómi og gekk upp dómurinn. Síðan mælti hann: Nú eru enn söm boð, að fé mun fram lagt fyrir frænda vorn til sæmdar því að hér viljum vér eigi sýna ójafnað. Þá var því játað en dómur var eigi settur fyrr en sæst var á málið og tekið fé sektalaust. Þessi voru af Sturlu upphöf fyrst er hann átti málum að skipta við menn.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.