Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Hkr Yng 5cII

Ynglinga saga 5c — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Hkr Yng 5cII)

HeimskringlaYnglinga saga
45c6

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):

Fjallgarður mikill gengur af landnorðri til útsuðurs. Sá skilur Svíþjóð hina miklu og önnur ríki. Fyrir sunnan fjallið er eigi langt til Tyrklands. Þar átti Óðinn eignir stórar. Í þann tíma fóru Rúmverjahöfðingjar víða um heiminn og brutu undir sig allar þjóðir en margir höfðingjar flýðu fyrir þeim ófriði af sínum eignum. En fyrir því að Óðinn var forspár og fjölkunnigur þá vissi hann að hans afkvæmi mundi um norðurhálfu heimsins byggja.



Þá setti hann bræður sína Vé og Víli yfir Ásgarð en hann fór og díar allir með honum og mikið mannfólk. Fór hann fyrst vestur í Garðaríki og þá suður í Saxland. Hann átti marga sonu. Hann eignaðist ríki víða um Saxland og setti þar sonu sína til landsgæslu. Þá fór hann norður til sjávar og tók sér bústað í ey einni. Þar heitir nú Óðinsey í Fjóni.



Þá sendi hann Gefjun norður yfir sundið í landaleitan. Þá kom hún til Gylfa og gaf hann henni eitt plógsland. Þá fór hún í Jötunheima og gat þar fjóra sonu við jötni nokkurum. Hún brá þeim í yxnalíki og færði þá fyrir plóginn og dró landið út á hafið og vestur gegnt Óðinsey og er það kölluð Selund. Þar byggði hún síðan. Hennar fékk Skjöldur sonur Óðins. Þau bjuggu að Hleiðru. Þar er vatn eða sjár eftir. Það er kallað Lögurinn. Svo liggja firðir í Leginum sem nes í Selundi.



Svo kvað Bragi hinn gamli:



Gefjun dró frá Gylfa

glöð djúpröðul öðla,

svo at af rennirauknum

rauk, Danmarkar auka.

Báru yxn og átta

ennitungl, þar er gengu

fyr vineyjar víðri

valrauf, fjögur haufuð.

En er Óðinn spurði að góðir landskostir voru austur að Gylfa fór hann þannug og gerðu þeir Gylfi sætt sína því að Gylfi þóttist engi kraft til hafa til mótstöðu við Ásana. Mart áttust þeir Óðinn við og Gylfi í brögðum og sjónhverfingum og urðu Æsir jafnan ríkri.



Óðinn tók sér bústað við Löginn þar sem nú eru kallaðar fornu Sigtúnir og gerði þar mikið hof og blót eftir siðvenju Ásanna. Hann eignaðist þar lönd svo vítt sem hann lét heita Sigtúnir. Hann gaf bústaði hofgoðunum.



Njörður bjó í Nóatúnum en Freyr að Uppsölum, Heimdallur að Himinbjörgum, Þór á Þrúðvangi, Baldur á Breiðabliki. Öllum fékk hann þeim góða bólstaði.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.