Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Vápnf ch. 18

Vápnfirðinga saga 18 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Vápnf ch. 18)

Anonymous íslendingasögurVápnfirðinga saga
171819

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Um vorið eftir fara þeir báðir höfðingjar, Bjarni og Þorkell,
til vorþings í Fljótsdalshérað. Með Þorkeli var Blængur og
þeir Egilssynir, Þórarinn, Hallbjörn og Þröstur, Eyjólfur er
bjó á Víðivöllum og voru þeir Þorkell fimmtán saman og fóru
til Eyvindarár til Gró og annaðist hún það er þeir þurftu.
Með Bjarna voru í fór Þorvarður læknir af Síreksstöðum, Brúni
af Þorbrandsstöðum, Eilífur Torfason af Torfastöðum, bræður
tveir af Búastöðum, Bergur og Brandur, Skíði fóstri Bjarna,
Haukur Loftsson og voru þeir átján saman.



Þau Helgi Ásbjarnarson og Þórdís Brodd-Helgadóttir tóku við
þeim vel. Og er þinginu var lokið þá varð Þorkell fyrr á
braut búinn og þótti Bjarna það vel. En er hann var búinn til
heimferðar þá gaf Þórdís todda honum men gott og kvaðst eigi
laun vilja fyrir hafa, bjó svo um að var fest á háls honum og
festi rammlega.



Þorkell fer nú með því föruneyti um heiðina. Þeir Þorkell
komu síðan ofan í Böðvarsdal. Tóku þeir þar gisting hjá bónda
þeim er Kári hét og var hann þingmaður Þorkels. En er þeir
gengu að sofa þá bauð Þorkell Kára um að hann skyldi vörð
halda ef menn nokkurir kæmu af heiðinni og gera hann þegar
varan við.



Bjarni fór tómlega um heiðina og þótti vel að Þorkell gerði
feril um heiðina fyrir því að færð var ill. Hann kom til konu
þeirrar um nóttina er Freygerður hét og fór síðan um heiðina
og kom snemma um morguninn ofan í Böðvarsdal hjá bæ Kára.



Og er spor þeirra Þorkels lágu til bæjarins þá mælti Bjarni
að þeir þrír skyldu ganga jafnframt og þar eftir aðrir þrír
og síðan hinir þriðju þrír "og munu þá sýnast þriggja manna
spor."



Og svo gerðu þeir.



Kári var úti er þeir gengu hjá garði og gerði ekki vart við
og þótti mikill vandi með þeim frændum og vildi hann það ekki
til sín taka láta.



Þorkell vaknaði í sæng sinni og vakti upp förunauta sína og
kvað fullsofið. Nú vopnast þeir og ganga síðan út. Þorkell
bað þá ganga aftur á ferilinn og sjá ef nokkur spor lægju af
ferlinum og sjá þeir liggja þriggja manna spor af í brott.



Hann fer sjálfur til ferilsins og mælti: "Þungir hafa þessir
menn verið," segir Þorkell, "og ætla eg að þeir Bjarni muni
hér farið hafa og höldum nú eftir hart."



Og er þeir komu nokkuð svo í brott frá bænum sjá þeir að
sporin dreifðust. Fara þeir nú sem þeir mega mest uns þeir
koma mjög svo í öndverðan dalinn. Bær stendur þar lítill er
heitir á Eyvindarstöðum. Þar bjó sá maður er Eyvindur hét. En
er þeir Bjarni áttu skammt til túngarðsins þá tóku þeir
hvíld.



Bjarni mælti: "Eigi mun eg renna lengur fyrir Þorkeli og
skulum vér hér þess bíða er að höndum kemur."



Þegar er Þorkell kemur eftir mælti hann: "Göngum nú að
drengilega. Við Bjarni, frændurnir, munum á sjást en Blængur
og Birningur, Þorvarður og Þröstur."



Nú tekst bardagi og vörðust þeir Bjarni hið drengilegasta og
gekk svo um stund að menn urðu ekki sárir.



Þá mælti Þorkell: "Klækilega sækjum vér nú að er ekki verður
sögulegt í."



Bjarni svarar: "Ærinn hefir þú hug," segir hann.



Kona ein gekk út á Eyvindarstöðum og sér sameign manna og
hverfur hún inn aftur skyndilega og mælti: "Eyvindur," segir
hún, "eg hygg að þeir frændur muni berjast hér skammt frá
garði, Þorkell og Bjarni, og eg sá einn mann liggja undir
garðinum og sýndist mér sá allhræddur."



Eyvindur svarar: "Förum vér sem skjótast og höfum klæði með
oss og köstum á vopnin."



Eyvindur tók upp stokk og reiðir um öxl sér og hljóp þar út
af garðinum er maðurinn lá undir og var þetta Þorvarður. Hann
spratt upp og varð felmtsfullur. En þegar er hann kom til
tókst mannfallið í bardaganum, og hafði hann kastað sér niður
af mæði undir garðinn. Féll þar fyrstur Birningur fyrir
Blængi. Þá hjó Blængur til Bjarna og kom á hálsinn og brast
við hátt fyrir því að menið brast í sundur. Bjarni skeindist
og allt menið féll niður í snæinn. Bjarni seildist eftir
meninu og lét það í serk sinn.



Þorkell mælti: "Fégjarn ertu enn frændi."



Bjarni mælti: "Svo muntu um búa í dag að þurfa mun fjárins."



Þorkell settist þá niður en Blængur sótti að Bjarna allfast í
ákafa. Lýkur svo þeirra atgangi að Blængur fellur. Þá stóð
Þorkell upp og sækir snarplega og fékk hann sár á hendi svo
að hann varð óvígur. Synir Glíru-Halla féllu þar báðir.
Eilífur féll og fyrir Hallbirni og lifði hann þá að kalla.



Þá kom að Eyvindur og gekk svo hart fram með setstokkinn
milli manna að þeir hrukku hvorutveggju vegna. Konur voru með
honum og köstuðu klæðum á vopnin og stöðvaðist bardaginn. Þá
voru fallnir úr liði Bjarna fjórir menn en þeir margir sárir
er eftir lifðu. Fjórir féllu af Þorkeli.



Eyvindur spurði ef Þorkell lofaði að færa Bjarna til húsa og
hans menn en kvaðst sjá að Þorkell vildi bjargast á sínar
hendur og hans menn. Þorkell bannaði það eigi. Þá var síðan
búið um lík þeirra manna er þar féllu.



Eftir það sneru á brottu hvorutveggju. Fóru þeir Þorkell heim
til Krossavíkur og hans menn en Eyvindur flutti þá Bjarna inn
eftir Vopnafirði og komu þeir heim til Hofs. Þorvarður læknir
kom til Hofs og batt sár manna. Eilífur Torfason lá í sárum
lengi og varð þó græddur.



Bjarni fór þegar á fund Halla og sagði honum fall sona sinna
og bauð honum til sín og kvaðst skyldu vera honum í sona
stað.



Halli svarar: "Mikill skaði þykir mér að sonum mínum en þó
þykir mér betra að missa þeirra en það þeir bæru bleyðiorð
sem sumir förunautar þínir. En eg mun enn hlíta búm mínum og
fara ekki til Hofs en haf þú mikla þökk fyrir heimboðið."



Það var einn dag að Bjarni mælti við Þorvarð lækni: "Nú er
svo komið sárum vorum hér að Hofi að vér munum verða
sjálfbjargi með umsjá þinni en eg veit að Þorkell hefir sár
og græðir hann engi og gerist hann máttlítill. Nú vil eg að
þú farir að lækna hann."



Þorvarður segist svo mundu gera sem hann vill. Hann fer nú og
kemur í Krossavík nær miðjum degi og er tafl uppi og sat
Þorkell uppi og horfði á taflið. Hann var mjög fölleitur.
Engi maður heilsaði Þorvarði.



Hann gekk að Þorkeli og mælti: "Sjá vil eg sár þitt. Mér er
óríflegt sagt frá því."



Hann bað hann gera sem hann vildi. Var hann þar sjö nætur og
batnaði bónda dag frá degi.



Nú fer Þorvarður í brott úr Krossavík og launaði Þorkell
honum vel lækning sína, gaf honum hest og silfurhring og
mælti síðan við hann vingjarnlegum orðum. Fer hann nú síðan
og kemur til Hofs og segir Bjarna til svo búins og þótti
honum vel hafa um ráðist er Þorkell varð heill.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.