Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Vápnf ch. 15

Vápnfirðinga saga 15 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Vápnf ch. 15)

Anonymous íslendingasögurVápnfirðinga saga
141516

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Þar er nú næst frá að segja að Þorkell sendir mann heiman um
dag úr Krossavík og til Egilsstaða að hitta Þórarin. Sá maður
hét Kollur er sendur var. Það var erindi Kolls að vita hversu
fjölmennt væri að Hofi. Og er hann kom á Egilsstaði hitti
hann Þórarin úti og sagði honum sín erindi.



Þórarinn mælti: "Eigi mun þér gestbeinlega þykja boðið. Far
þú heim sem tíðast og lát eigi verða vart en eg mun vís verða
þess er Þorkell vill forvitnast" og kveðst honum það segja
mundu.



Nú snýr Kollur heim á leið og verður honum síð farið. En á
þessum sama aftni varð sá atburður að maður braut fót sinn á
næsta bæ út frá Síreksstöðum og var farið eftir Þorvarði
lækni og kom hann að binda fótinn. Honum var boðið þar að
vera en hann vildi heim ríða um nóttina og hitti hann Koll á
leið og kveðjast þeir og spurðust tíðinda og spyr Þorvarður
hvaðan Kollur væri að kominn en Kollur spyr í móti því hann
fari um nætur. Þorvarður segir það öngu sæta.



"Seg mér nú þitt erindi Kollur," segir Þorvarður.



"Eg fór upp í hérað að leita sauða og fann eg eigi," segir
hann.



Skiljast þeir nú og fer Kollur heim um nóttina.



Þorvarður fór og heim um nóttina. Og um morguninn eftir tók
hann hest sinn og reið upp til Hofs og var þar við honum vel
tekið og var spurður að tíðindum en hann sagði að maður braut
fót sinn. Hann heimtir Bjarna á tal og segir að hann hitti
Koll og þótti sem hann mundi kominn frá Egilsstöðum og
sagðist víst vita að hann sagði honum ekki orð satt um sína
ferð.



"Sé eg nú," segir Bjarni, "að þú vilt að ekki gerist það út í
héraði að eg viti eigi og haf þú mikla þökk fyrir. Nú far þú
heim og kom á bæ þann er heitir á Fáskrúðsbakka í miðju
héraðinu. Þar eru Þorkels menn fyrir. Og ef að verður spurt
hversu fjölmennt hér er þá seg þú að hér komu í morgun
nokkurir vorir menn og voru hross heim rekin og eigi allfá en
þú




(Hér þrýtur skinnblaðið og pappírshandritin taka við að
nýju.)


sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.