Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Vápnf ch. 13

Vápnfirðinga saga 13 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Vápnf ch. 13)

Anonymous íslendingasögurVápnfirðinga saga
121314

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Um vorið eftir færir Geitir bústað sinn í Krossavík og hafði
mjög mannmargt. Hallæri var mikið. En er dró að þingi þá
hittast þeir Brodd-Helgi og Geitir og spurði Helgi hversu
fjölmennur hann vildi ríða til þingsins.



"Hví skal nú fjölmennari fara," segir hann, "þar eg á ekki um
að vera? Eg mun ríða til öndverðs þings og ríða við fá menn."



"Þá er eg fer munum við hittast," kvað Helgi, "og ríða báðir
saman. Eg mun og með fá menn ríða."



"Vel mun það mega," segir Geitir.



Bjarni sonur Brodd-Helga ríður heiman á öndvert þing með
þingmenn þeirra Helga en Lýtingur beið Helga því að hann unni
honum miklu meira. Geitir hefir njósn af um för Brodd-Helga.
Brodd-Helgi ríður heiman og með honum Lýtingur sonur hans,
þegar er hann var búinn, og Þorgils skinni fóstri Lýtings,
Eyjólfur feiti, Kollur austmaður, Þorgerður silfra og dóttir
þeirra Helga er Hallbera hét.



Geitir ríður og heiman og með honum þeir Egilssynir -
Þórarinn, Hallbjörn, Þröstur, - Tjörvi hinn mikli og sjö menn
aðrir.



Það segja sumir menn að Helgi ætti fóstru framvísa og var
hann vanur að finna hana jafnan áður hann fór heiman og svo
gerði hann enn. Og er hann kom til hennar sat hún og sá í
gaupnir sér og grét. Helgi spyr hví hún gréti eða hví henni
væri svo skapþungt. Hún kvaðst gráta drauma sína.



"Mig dreymdi það," segir hún, "að eg sá hér upp rísa að Hofi
uxa bleikan, mikinn og skrautlegan, og bar hann hátt hornin
og gekk hann á sandinn fram hjá Sunnudalsmynni. Enn sá eg
fara naut utan eftir héraðinu, stór og eigi allfá, og gekk
þar fyrir uxi rauðflekkóttur, ekki mikill né fagur, en
allsterklegur var hann. Nautin stönguðu uxann til bana. Þá
reis hér upp að Hofi rauður uxi og var beinlitur á hornunum
og var allra nauta skrautlegastur. Sá stangaði rauðflekkótta
uxann til bana. Þá reis upp í Krossavík þjór nokkur og var
sænautalitur á. Hann fór beljandi um allt héraðið og allar
heiðarnar og leitaði ávallt hins rauða uxans enda vaknaði eg
þá."



"Það muntu ætla," segir Helgi, "að eg muni eiga hinn bleika
uxann en Geitir rauðflekkóttan og muni hann verða mér að
bana."



"Það ætla eg víst," kvað hún.



"Það muntu ætla að Lýtingur muni sá rauði uxinn og muni hann
hefna mín."



"Nei," sagði hún, "Bjarni mun hefna þín."



"Þá veistu ekki til," segir hann og hljóp hann þá út reiður
...

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.