Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Vápnf ch. 5

Vápnfirðinga saga 5 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Vápnf ch. 5)

Anonymous íslendingasögurVápnfirðinga saga
456

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Brodd-Helgi var heldur ókátur um sumarið og langaði mjög til
komu Þorleifs. Á hverjum mannfundi hittust þeir Brodd-Helgi
og Geitir og ræddu um fjárlát sitt. Brodd-Helgi spurði Geiti
hvað af kistli þeim væri orðið sem Hrafn hefði átt.



En Geitir kvaðst eigi vita hvort Þorleifur mundi hafa haft
hann utan með öðru fé "eða mun Austmaðurinn haft hafa með
sér?"



"Eigi ætla eg annað heldur," kvað Helgi, "en þú hafir í vitum
þínum."



"Eða hvar er hringur sá er hann hafði á hendi sér þá er hann
var veginn?"



"Eigi veit eg það," segir Helgi, "en það veit eg að eigi
hafði hann hann í gröf með sér."



Á hverjum fundi er þeir hittust spurði Helgi að kistlinum en
Geitir í mót að gullhringinum og greindi þá sýnt um og verður
nú svo að hvor þeirra þóttist eiga marknað í annars garði og
tók að fækkast með þeim.



Um sumarið eftir kom skip út í Reyðarfirði og átti Þorleifur
hinn kristni og tveir Suðurmenn með honum. Þorleifur seldi
sinn hlut skips og fór síðan til bús síns eftir það.
Brodd-Helgi varð feginn þessum tíðindum. En er hann spurði að
Þorleifur hefði allt fé af höndum greitt erfingjum Hrafns þá
þótti honum ógreiðleg sú sök Þorleifi að gefa og ætlaði þó að
fá á honum fangstað.



Kona hét Steinvör og var hofgyðja og varðveitti höfuðhofið.
Skyldu þangað allir bændur gjalda hoftoll. Steinvör fór á
fund Brodd-Helga því að hún var honum skyld og sagði honum
til sinna vandræða, að Þorleifur hinn kristni gyldi ekki
hoftoll sem aðrir menn. Brodd-Helgi kvaðst mundu taka þetta
mál og gjalda henni það er þeir eiga og tók mál af henni á
hendur Þorleifi hinum kristna.



Maður hét Ketill er bjó í Fljótsdal og var kallaður
Digur-Ketill, góður drengur og garpur mikill. Það er að segja
um för Helga að hann kom að gisting til Ketils og tók hann
vel við honum. Þeir binda vel vinfengi sitt.



Helgi mælti: "Einn er sá hlutur er eg vil biðja þig að þú
gerir fyrir mig, að sækja Þorleif hinn kristna um hoftoll og
stefnir honum fyrst en eg mun koma til þings og séum við þá
báðir saman."



"Eigi mundi eg bundið hafa vinfengi við þig hefði eg vitað að
þetta mundi undir búa," segir Ketill, "því að Þorleifur er
maður vinsæll en þó mun eg eigi neita þér í fyrsta sinni."



Skildust þeir síðan og fer Helgi leiðar sinnar. Ketill bjóst
heiman þá er honum þótti tími til og fara saman tíu karlar og
koma í Krossavík snemma dags. Þorleifur stóð úti og kvaddi þá
vel Ketil og bauð þeim öllum gisting en Ketill kvað snemmt að
taka gisting svo gott veður sem væri. Ketill spurði hvort
Þorleifur hefði goldið hoftoll en hann kveðst ætla að goldinn
mundi.



"Það er mitt erindi hingað að heimta hoftollinn," segir
Ketill, "og er þér ekki ráð að halda því er engan mun fer í."



Þorleifur svarar: "Meir gengur mér það til en smálæti að mér
þykir það allt illa komið er þar leggst til."



Ketill svarar: "Það er mikil dul að þú þykist betur kunna en
allir aðrir menn enda viltu eigi gjalda slíkar lögskyldur."



Þorleifur svarar: "Eigi hirði eg hvað þú segir um þetta mál."



Síðan nefndi Ketill sér votta og stefndi Þorleifi hinum
kristna. Og er lokið var stefnunni þá bauð Þorleifur þeim þar
að vera og taldi veðrið ótrúlegt gerast. Ketill kvaðst fara
mundu. Hann bað þá aftur hverfa ef veðrið tæki að harðna.
Þeir fara á brott og var skammt að bíða illviðris og urðu
þeir aftur að hverfa og komu þeir allsíð til Þorleifs og voru
mjög dasaðir. Þorleifur tók vel við þeim og sátu þeir þar
tvær nætur veðurfastir og var því betri beini sem þeir sátu
lengur.



En er þeir Ketill voru brott búnir þá mælti hann: "Vér höfum
hér haft góðan beina og hefir Þorleifur reynst hinn besti
drengur. Og mun eg því launa þér að niður skal falla sök þín
og vera vinur þinn héðan í frá."



Þorleifur svarar: "Mikils þykir mér vert vinfengi þitt en
ekki þykir mér undir hvor sekur fellur eða eigi. Heiti eg á
þann félaga er mig lætur ekki slíkt varða."



Skilja þeir síðan og er nú svo búið til þingsins.



Það er sagt að Brodd-Helgi fjölmennir mjög til þingsins og
hyggur sér til hreyfings. Og er á leið þingið spurði
Brodd-Helgi hvar komið var um málið Þorleifs hins kristna.
Honum var sagt hið sanna.



Helgi svarar: "Mjög hefir þú Ketill brugðist um þetta mál
enda mun nú lokið vinfengi okkru."



Og fæst nú ekki fang á Þorleifi og er hann úr þessari sögu.



Þeir Brodd-Helgi og Geitir hittust skjótt eftir þingið og
taldi Helgi mjög á hendur Geiti og kvaðst af honum þessa
svívirðing hlotið hafa nær sem hann gæti leiðrétt. Tók þeirra
vinfengi þá heldur að minnkast.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.