Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Vápnf ch. 4

Vápnfirðinga saga 4 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Vápnf ch. 4)

Anonymous íslendingasögurVápnfirðinga saga
345

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Eitthvert sumar er frá því sagt að skip kom út í Vopnafirði.
Því skipi stýrði sá maður er Þorleifur hét og var kallaður
hinn kristni. Hann átti bú í Reyðarfirði í Krossavík og var
stjúpsonur Ásbjarnar loðinhöfða. Annar stýrimaður er nefndur
Hrafn, norrænn að kyni, auðugur og fjölkunnugur að gersemum,
sínkur maður og fálátur og vel stilltur. Þess er getið að
hann átti gullhring þann er hann hafði ávallt á hendi sér og
kistil er hann hafði oft undir sér og hugðu menn hann fullan
af gulli og silfri. Þorleifur fór heim til bús síns en
Austmenn vistuðust. Brodd-Helgi reið til skips og býður
stýrimanni til vistar með sér. Austmaður kvaðst eigi þangað
mundu fara til vistar."Mér ertu sagður stórlátur og fégjarn," segir hann, "en eg em
smálátur og lítilhæfur og er það ósamfært."Brodd-Helgi falaði af honum góða gripi því að hann var
skrautmaður mikill en Hrafn kvaðst enga gripi vildu á frest
selja.Brodd-Helgi svarar: "Smælega hefir þú gert ferð mína, neitað
vistinni en synjað kaupsins."Geitir kom og til skips og fann stýrimann og kvað honum
óviturlega hafa til tekist, ginntan að sér hinn göfgasta mann
í því héraði.Austmaðurinn svarar: "Það hefði eg ætlað að vistast hjá
einhverjum bónda eða viltu nú taka við mér Geitir?" segir
stýrimaður.Geitir lét ekki skjótt við því en þó kom þar að hann tók við
honum. Vistuðust hásetar og var skipi til hlunns ráðið.
Gervibúr var Austmanni fengið að geyma í varning sinn. Seldi
hann smátt varninginn.Þá er komið var að veturnóttum höfðu þeir Egilssynir haustboð
og voru þeir Brodd-Helgi og Geitir þar báðir og gekk Helgi
fyrri og sat innri því að hann var skrautmenni mikið. Orð var
á því að þeim Helga og Geiti þætti svo tíðrætt vera að því
boði að menn fengju hvorki af þeim tal né gaman. Var nú
slitið boðinu og fór hver heim til síns heimilis.Um veturinn var leikur fjölmennur á bæ þeim er á Haga heitir
skammt frá Hofi. Brodd-Helgi var þar. Geitir fýsti
Austmanninn mjög til þessa fundar og kvað hann þar hitta
mundu marga sína skuldunauta. Og fóru þeir síðan og varð
honum hjaldrjúgt um skuldir sínar. Og er leiknum var lokið og
menn voru í brottbúningi sat Helgi í stofu og talaði við
þingmenn sína ... og sagði þeim að Hrafn austmaður væri
veginn og urðu menn ekki varir við vegandann. Helgi gekk út
þegar og mælti illa fyrir verki því er þar var unnið. Útferð
Hrafns var ger sæmileg að þeirri siðvenju sem þá var.Maður hét Tjörvi og bjó á Guðmundarstöðum. Hann var mikill
maður og rammur að afli. Tjörvi var vinur þeirra Brodd-Helga
og Geitis en hann var horfinn þann dag allan er Austmaðurinn
var veginn. Það var sumra manna frásögn um líflát Hrafns að
honum hafi vísað verið á forað og týnst þar. Þau orð fóru á
milli Brodd-Helga og Geitis að hálft fé Hrafns mundi hvor
hafa og skipta eigi fyrr en eftir vorþing og tók Geitir við
vörunni um vorið og læsti í útibúri sínu.Þorleifur hinn kristni bjó skip sitt um vorið til utanferðar
og varð albúinn að vorþingi. En er svo var komið þá fóru menn
til vorþings í Sunnudal, bæði Brodd-Helgi og Geitir, og var
þá í mörgum stöðum fátt heima.Og er á leið mjög þingið vaknar Þorleifur snemma og vekur upp
skipverja sína. Stigu þeir á bátinn og reru síðan í Krossavík
og gengu þar upp og til útibúrs Geitis og luku því upp og
báru út allan fjárhlut þann er Hrafn hafði átt og fluttu til
skips síns. Halla var þar, Lýtingsdóttir, og skipti sér engu
af.Nú fer Brodd-Helgi heim af þinginu með Geiti. En áður þeir
komu heim var þeim sagt að Þorleifur hefði allan fjárhlut upp
tekið og ætlaði í brott að flytja. Helgi tók svo upp að
Þorleifur mundi lögvillur orðinn um þetta mál og þegar mundi
hann laust láta er vitjað væri. Fara þeir síðan út til skips
og höfðu mörg skip og smá og er þeir kvöddust þá mælti
Brodd-Helgi að Þorleifur skyldi laust láta féið. Þorleifur
kvaðst lítið vita til laga en kvaðst ætla að félagi mundi
eiga að færa fé erfingjum.Brodd-Helgi svarar: "Eigi ætlum vér erindislaust að fara."Þorleifur svarar: "Fyrr skulum vér berjast allir en þér fáið
nokkurn pening.""Heyrið þér," kvað Helgi, "hvað sá maður mælir er einkis góðs
er verður. Skulum vér að vísu gera þá hríð að nokkurum
svíði."Þá tók Geitir til orða og mælti: "Ekki að ráði þykir mér
þetta að veita þeim atsókn á smáskipum en vér vitum eigi nema
komi á andviðri og reki þá upp og má þá enn það af gera sem
sýnist."Þetta var vel fyrir mælt af öllum og var þetta ráð tekið. Og
létu menn að landi og fór Brodd-Helgi heim með Geiti og var
þar nokkurar nætur.Þorleifi gaf þegar byr og varð hann vel hraðfara og færði
erfingjum fé það er Hrafn hafði átt en þeir kunnu honum þökk
fyrir. Þeir gáfu Þorleifi sinn hlut skips og skildu þeir
góðir vinir síðan.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.