Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Vápnf ch. 2

Vápnfirðinga saga 2 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Vápnf ch. 2)

Anonymous íslendingasögurVápnfirðinga saga
123

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Maður hét Svartur er kom út hingað og gerði bú í Vopnafirði.
Hið næsta honum bjó sá maður er Skíði hét. Hann var félítill.
Svartur var mikill maður og rammur að afli og vel vígur og
óeirðarmaður hinn mesti. Þá Svart og Skíða skildi á um
beitingar og lauk því svo að Svartur vó Skíða. En Brodd-Helgi
mælti eftir vígið og gerði Svart sekan. Þá var Brodd-Helgi
tólf vetra gamall.



Eftir það lagðist Svartur út á heiði þá er vér köllum
Smjörvatnsheiði skammt frá Sunnudal og leggst á fé Hofsverja
og gerði miklu meira að en honum var nauðsyn til.



Sauðamaður að Hofi kom inn einn aftan og gekk inn í
lokrekkjugólf Þorsteins karls þar sem hann lá sjónlaus.



Og mælti Þorsteinn: "Hversu hefir að farið í dag félagi?"
segir hann.



"Sem verst," segir hinn, "horfinn er geldingurinn þinn hinn
besti " segir sauðamaður, "og þrír aðrir."



"Komnir munu til sauða annarra manna," segir hann, "og munu
aftur koma."



"Nei, nei," segir sauðamaður, "þeir munu aldrei aftur koma."



"Mæl við mig slíkt er þér líkar," segir Þorsteinn, "en tala
ekki slíkt við Brodd-Helga," segir hann.



Brodd-Helgi spurði sauðamanninn hversu flakkað hefði, um
daginn eftir. En hann hafði öll hin sömu svör við hann sem
við Þorstein. Brodd-Helgi lét sem hann heyrði eigi og fór í
rekkju um kveldið.



Og er aðrir menn voru sofnaðir reis hann upp og tók skjöld
sinn og gekk hann síðan út. Þess er getið að hann tók upp
einn hellustein mikinn og þunnan og lét annan enda í brækur
sínar en annan fyrir brjóst. Hann hafði í hendi bolöxi mikla
á hávu skafti. Hann fer uns hann kemur í sauðahús og rekur
þaðan spor því að snjór var á jörðu. Hann kemur á
Smjörvatnsheiði upp frá Sunnudal. Svartur gekk út og sá mann
knálegan kominn og spurði hver þar væri. Brodd-Helgi sagði
til sín.



"Þú munt ætla að fara á fund minn og eigi erindislaust,"
segir hann.



Svartur hljóp að honum og leggur til hans með höggspjóti
miklu en Brodd-Helgi brá við skildinum og kom á utanverðan
skjöldinn og kemur í helluna og sneiddi af hellunni svo hart
að hann féll eftir laginu. En Brodd-Helgi höggur á fótinn svo
að af tók.



Þá mælti Svartur: "Nú gerði gæfumun okkar," segir hann, "og
muntu verða banamaður minn en sá ættangur mun verða í kyni
yðru héðan af að alla ævi mun uppi vera meðan landið er
byggt."



Eftir þetta hjó Helgi hann banahögg.



Nú vaknar Þorsteinn karl heima á Hofi og gengur af rekkju
sinni og tekur í rúm Brodd-Helga. Var það kalt orðið. Hann
vekur upp húskarla sína og biður þá fara að leita
Brodd-Helga. Og er þeir komu út röktu þeir spor hans alla
leið og fundu hann þar sem Svartur lá dauður. Síðan huldu
þeir hræ Svarts og höfðu með sér allt það sem fémætt var.



Varð Brodd-Helgi víðfrægur og lofaður mjög af alþýðu fyrir
þetta þrekvirki er hann hafði unnið, jafn ungur sem hann var
enn að aldri.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.