Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Vígl ch. 23

Víglundar saga 23 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Vígl ch. 23)

Anonymous íslendingasögurVíglundar saga
2223

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Síðan ríður bóndi heiman við hinn fimmtánda mann.



Örn talar við bróður sinn: "Það þykir mér ráð að við ríðum
heiman og séum ekki heima meðan bóndi er í burtu því að það
mun ellegar ætlað að eg fífli Ketilríði konu hans og er þá
mikill mannamunur okkar bónda."



Riðu þeir síðan heiman og voru í hjá kaupunautum sínum allt
þar til er bóndi kom heim í nefndan tíma og var nú heldur
fjölmennri. Þar var í för með honum Þorgrímur hinn prúði og
Ólöf kona hans og Helga dóttir þeirra og Sigurður spaki og
Gunnlaugur bróðir hans og Hólmkell bóndi frá Fossi. Voru þeir
saman fimm tigir. Þá komu og heim stýrimennirnir. Ketilríður
hafði við búist eftir því sem bóndi hafði fyrir sagt. Ætlaði
hann nú að veita brúðlaup sitt.



En er þeir sátu í stofu allir stóð bóndi upp og mælti: "Svo
er háttað Örn stýrimaður að þú hefir verið hér í vetur og þið
bræður báðir og veit eg að þú heitir Víglundur en bróðir þinn
Trausti og eruð þið synir Þorgríms prúða. Svo og eigi síður
vissi eg hvern hug þú hafðir á Ketilríði. Hefi eg þér og
margar skapraunir gervar og hefir þú þær allar vel borið en
þó hefir bróðir þinn því ollað að þú hefir þig í öngri óhæfu
haft eða gert en ávallt átti eg meira undir mér. Nú skal ekki
leyna þig að eg heiti Helgi og er eg son Eiríks jarls en
föðurbróðir þinn. Bað eg því Ketilríðar að eg vildi geyma
hana þér til handa og er hún óspillt af mér. Hefir Ketilríður
allt þetta vel borið og kvenlega því að hún var þessa alls
duld. Höfum við og aldrei undir einum klæðum legið því að
rekkjustokkur tekur upp á millum rúma okkarra þó að við höfum
haft eitt áklæði. Ætla eg að henni hafi það engi raun verið
né skrift þó að hún kenndi öngvan karlmann meðan þú lifðir.
Er þetta allt ráð Hólmkels bónda og þykir mér nú ráð að þú
sættist við Hólmkel bónda en biðjir síðan dóttur hans. Mun
hann láta þig ná sættum. Miklu hefir honum betur farið í
yðrum viðskiptum og prýðilegar."



Víglundur gengur þá að Hólmkeli bónda og leggur höfuð sitt í
kné honum og biður hann gera af slíkt er hann vill.



En hann svarar á þá leið: "Á þínum hálsi mun það betur komið
vera því að svo mun Ketilríði dóttur minni betur líka og
skulum við að vísu sættast."



Var nú svo að Hólmkell gifti Víglundi Ketilríði dóttur sína
en Þorgrímur Sigurði spaka Helgu dóttur sína en Helgi
Gunnlaugi ofláta Ragnhildi dóttur sína og var nú setið að
þessum brúðlaupum öllum senn. Síðan fór hver heim til síns
heimilis.



Undu þau Víglundur og Ketilríður nú allvel sínu ráði og
bjuggu að Fossi eftir Hólmkel bónda en Trausti að
Ingjaldshvoli eftir Þorgrím bónda föður sinn en Gunnlaugur og
Sigurður fóru utan og staðfestust í Noregi og lýkur hér þessi
sögu.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.