Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Vígl ch. 22

Víglundar saga 22 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Vígl ch. 22)

Anonymous íslendingasögurVíglundar saga
212223

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Það var einn dag er Ketilríður var úti stödd. Henni var þá
varmt mjög. Hún hafði sprett hinnunni frá andliti sér en
Víglundur gekk út í því og sá gjörla ásjónu hennar. Honum brá
mjög við þetta og setti rauðan sem blóð. Hann gekk þá inn í
stofu og var Trausti þar fyrir og spurði hvað honum væri eða
hvað hann hafi þess séð er honum brygði svo mjög við.



Víglundur kvað þá vísu:



Leit eg aldrei auga

ormasetrs til betra,

eg lýg að þér eigi,

auðar Bil síð er við skildum.

Þess skal eg háls af herðum,

hart bíð eg af þeim, sníða,

angr hlaut eg auðs af spöngu,

args karls er þá faðmar.


En aldrei hafði Ketilríður hinnu fyrir andliti sér þaðan frá
er hún vissi að Víglundur hafði þekkt hana.



Trausti svaraði bróður sínum: "Það er hið mesta óráð að gera
nokkuð illt bónda svo vel sem hann hefir gert til okkar og
mundi okkur það til ógæfu verða ef þú dræpir bónda hennar
saklausan og leið þig þar frá" og kvað vísu:



Þið munuð, brenndra bauga

brjótr, aldregi njótast

ef þú gæðingi góðum

grandar Fáfnis landa.

Áhlaup munu eigi

einhlít vera rítar.

Taka skulum rétt til ráða

raunfróðlegar bróðir.


Líður nú á kveldið og fara menn til náða. Um nóttina stóð
Víglundur upp og gengur til sængur þeirrar er þau bóndi sváfu
í. Ljós var upp dregið í skálanum svo að sjá mátti allt hið
efra en dimmt var hið neðra. Hann lyftir upp fortjaldinu. Sér
hann að Ketilríður horfir upp til þilis en bóndi horfir fram
að stokki og hafði lagt höfuðið fram á stokkinn sem best
undir höggið. Þá ætlaði Víglundur að bregða sverðinu.



Og í því kom Trausti að og mælti: "Varastu," segir Trausti,
"og ger ekki það fordæðuverk að drepa sofanda mann. Lát þú
öngvan á þér finna að þú hafir hug á konu þessi og ber þig
sem karlmannlegast."



Þá kvað Trausti vísu:



Mun þú mey þá er grandar,

minn vinr, gleði þinni.

Líttu hér fremdar flýti

feginlitr gerir segja.

Skalattu, skrautlegs silkis

skorð þó að þér hafi orðið

ein að yndis tjóni,

uppskátt um það láta.


Þá sefaðist Víglundur. En það undraðist hann að svo var langt
í millum þeirra í sænginni. Gengu þeir bræður þá til sængur
sinnar og svaf Víglundur lítið þá nótt.



Um morguninn eftir var Víglundur allókátur en bóndi var
allkátur og spurði Víglund hvað honum væri að ógleði.



Víglundur kvað þá vísu, er allir ætluðu Örn heita:



Mjök hefir mundar jökla

mjallhvít numið allan,

strangr í stjórnar bingi

straumr, mig kona flaumi.

Aldrei gengr hin unga

eik þó að við menn leiki,

fljóð hygg eg að kvell kunni,

kona þín úr hug mínum.


"Vera má að svo sé," segir bóndi. "Þykir mér nú ráð að við
skemmtum okkur og teflum."



Og svo gerðu þeir. Lítt gáði Örn að taflinu fyrir hug þeim er
hann hafði á húsfreyju svo að honum var komið að máti.



Og í því kom húsfreyja í stofuna og sá á taflið og kvað þenna
vísuhelming:



Þoka mundir þú Þundar

þinni töflu hinn gjöfli,

ráð eru tjalda tróðu,

teitr að öðrum reiti.


Bóndi leit til hennar og kvað:



Enn er mótsnúin manni

men-Hlín í dag sínum.

Einskis má nema elli

auð-Baldr frá þér gjalda.


Örn tefldi það sem til var lagt og var þá jafntefli. Fátt
töluðust þau við húsfreyja og Örn.



Það var einn tíma er þau fundust úti tvö ein. Þau töluðust
við nokkuð og þó ekki lengi. Gengur Örn til móts við bónda.
Var hann þá glaður við stýrimanninn.



Örn kvað þá vísu:



Halt þú vörð á vænni,

vinr minn, konu þinni.

Láttu eigi Gná geira

ganga mér að angri.

Eigi veit ef úti

oft finnumst Bil tvinna

Hlökk að hvorum okkrum

heimilari verðr seima.


Og þessa aðra:



Vildi eg verða aldrei,

víglundr, að því fundinn

að vera svo tamr við tróðu

að taki eg manns konu annars.

Nema að mér í myrkri

manlegr kæmi svanni,

það tek eg undan eiði,

enn að eg þreifi til hennar.


Bóndi segir vel duga þó að hún sjái fyrir. Skildu þeir sína
ræðu.



Hvern hlut gerði bóndi öðrum betur til stýrimanns en honum
gagnaðist það ekki. Var hann maður svo óglaður að hann kvað
aldrei gleðiorð. En þetta þótti bróður hans Trausta mikið
mein og talaði oft um fyrir honum að hann skyldi af hyggja og
fá sér konu.



En Örn segir að það mundi ekki verða: "Mun eg því öngri slíkt
unna. Mun eg og ekki því fram fara."



Hann kvað þá vísu:



Ann eg, þótt úthallt renni

eikikjölr hinn fölvi,

muna minn hagr þykja

mannlegr, konu annars.

Eigi kann, ef önnur

jafnblíð verðr mér síðan,

vindr rak knörr úr klandri,

kvinna nokkuru sinni.


"Svo má vera," segir Hrafn.



Gengu þeir þá til stofu. Sat bóndi þar og húsfreyja í knjám
honum. Hélt bóndi um hana miðja. Sá Örn það að henni var ekki
mikið um. Fór hún þá úr knjám honum og settist niður í
bekkinn og grét. Örn gekk þangað að og settist niður hjá
henni og töluðust við nokkuð hljótt.



Hann kvað þá vísu:



Svo vildi eg þig sjaldan,

svinn brúðr, koma að finna,

hörvi glæst, að hristi

hrumr maðr að þér krummur.

Heldr vildi eg halda,

Hlín, að vilja mínum,

lýsigrund, í landi,

liðar elds, um þig miðja.


"Ekki er okkur það víst," segir húsfreyja, "að það muni svo
verða."



Stendur hún þá upp og gengur í burt.



En bóndi var þá enn allkátur og mælti: "Það vil eg nú Örn
stýrimaður að þú hugsir um bú mitt og annað það er mig varðar
því að eg hefi ætlað mér heimanferð. Mun eg skemmst í burtu
mánuð. Treysti eg þér best til alls þess er mig varðar
mestu."



En Örn gefur sér fátt um þetta.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.