Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Vígl ch. 21

Víglundar saga 21 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Vígl ch. 21)

Anonymous íslendingasögurVíglundar saga
202122

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Víglundur og þeir fóstbræður allir komu þetta sumar úr
hernaði. Tók Ketill vel við þeim.



Einn dag er þeir voru kallaðir til höfuðþvottar þá segir
Víglundur: "Öngvan höfuðþvott mun eg hafa og öngvan hefi eg
haft síðan við Ketilríður skildum."



Hann kvað þá vísu:



Langúðig strauk lauðri

líneik um skör mína.

Því er mér enn til annars

óbrátt höfuðþváttar.

Öldungis skal engi

Auði glæst hið næsta

ein á aldri mínum

asklaugar mér vaska.


Lét Víglundur ekki vaska sér.



Sátu þeir nú um kyrrt þann vetur en að sumri bjuggust þeir
til Íslands á sínu skipi hvorir og skildu í hafi. Komu
Ketilssynir í Hvítá og fóru vistum á Ingjaldshvol og sögðu
Þorgrími af sættum þeirra og svo að sona hans væri út von.
Gladdist Þorgrímur við þetta allt saman.



Þeir Víglundur sigldu þar til er þeir sáu Snæfellsjökul.



Þá kvað Víglundur vísu:



Sé eg á fjall það er Fjötra

framlunduðust sitr undir,

þó renni eg til hennar

hugreik, vinaraugum.

Þá brekku kveða þekka.

Þrúðr er þar stendr hjá prúðri

hlaðs sem hlíðir aðrar

hugþekk er mér nokkuð.


Og enn þessa:



Ljóst er út að líta,

lauka reið, yfir heiði.

Sól gengr síð und múla.

Slíkt langar mig þangað.

Fjöll eru mér þekk af þellu.

Því er eg hljóðr, valin tróða.

Víf á eg vænst að leyfa,

valgrund er þar sitr undir.


Því næst kom vindur ofan af nesinu svo mikill að þá rak á haf
út og kom þá að vestanveður og gerði veðráttu harða og stóðu
menn jafnan í austri.



Það var einn dag er Víglundur sat á bunka. Var þá veður
allhvasst.



Hann kvað þá vísu:



Ketilríðr bað ei kvíða

karlmann í för snjallri

ungan þótt öldur gangi

jafnhátt skeiðar stafni.

Enn er á orð að minnast,

verum hraustir nú, Trausti.

Verð eg af harmi hörðum

hríðlyndr Ketilríðar.


"Mikið er nú um," segir Trausti, "er þú nefnir hana bæði í
niðurlagi og upphafi vísu þinnar."



"Þykir þér svo frændi?" segir Víglundur.



Þeir voru úti hálft hundrað daga og tóku land með nauðum í
Austfjörðum í Gautavík.



Víglundur mælti þá: "Það þykir mér ráð bróðir, þar er við
eigum sökótt, að þú nefnist Hrafn en eg Örn."



Bóndi úr Gautavík kom til skips. Tóku stýrimenn vel við honum
og buðu honum að taka af varningi slíkt er hann vildi.



Bóndi sagðist eiga konu unga: "Skal hún koma til skips og
taka af varningi ykkrum slíkt er hún vill."



Reið bóndi nú heim en húsfreyja kom um morguninn. Þekkti hún
þegar Víglund er hún sá hann og gaf sér fátt að en Víglundi
brá mjög við er hann þekkti hana. Tók hún af varningi slíkt
er hún vildi. Var henni allt til reiðu.



Bóndi hafði boðið heim stýrimönnum og er þeir komu heim gekk
bóndi í móti þeim og húsfreyja. Þá skriðnuðu bónda fætur því
að hann var stirður af elli.



Húsfreyja mælti og þó heldur lágt: "Illt er að eiga gamlan
mann."



"Þar var í sleipt næsta," kvað bóndi.



Voru þeir síðan inn leiddir með mikilli sæmd. Ekki ætlaði
Víglundur að Ketilríður mundi kenna hann.



Þá kvað Ketilríður vísu:



Kenni eg Víglund vænan

Vonar elds að kveldi,

firn er að fund minn girnist

flaustra eims, og Trausta.

Gift er gullhlaðs þófta

grannvaxin nú manni.

Æ mun engi finnast

eldri þeim í heimi.


Nú sátu þeir þar um veturinn og var Víglundur harðla óglaður
en Trausti var hinn kátasti og svo var bóndi hinn kátasti og
veitti þeim með blíðu. Svo er sagt að Ketilríður hafi haft
hinnu fyrir andliti sér og hafi eigi viljað að Víglundur hafi
þekkt hana og svo það að Víglundur hafi eigi verið ráðinn í
því að þekkja hana.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.