Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Vígl ch. 19

Víglundar saga 19 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Vígl ch. 19)

Anonymous íslendingasögurVíglundar saga
181920

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Síðan fóru þeir bræður til skips og voru þeir Gunnlaugur
búnir til hafs og stóð byr af landi. Víglundur kallar þá á
skipið út og spyr hvort Gunnlaugur vill veita honum far um
Íslandshaf. En hann spurði hverjir þeir væru. Annar þeirra
sagðist heita Vandráður en annar Torráður. Gunnlaugur spurði
hvað þá drægi til þessarar ferðar en þeir sögðu líf sitt við
liggja. Hann bað þá ganga á skip út og svo gerðu þeir. Síðan
draga þeir segl upp og sigla þeir í haf.



En er þeir höfðu siglt um stund spurði Gunnlaugur hinn mikla
mann hví hann nefndist Vandráður.



"Því nefndist eg Vandráður," segir hann, "að þar eru til nóg
vandræði mín en eg heiti Víglundur en bróðir minn Trausti.
Erum við synir Þorgríms prúða."



Þá þagnar Gunnlaugur og mælti síðan: "Hvað er nú til ráða
Sigurður bróðir því að nú þykir mér úr vöndu að ráða því að
eg veit að Ketill faðir okkar lætur drepa þá þegar er þeir
koma til Noregs?"



Sigurður segir: "Ekki spurðir þú mig þessa þá er þú tókst við
þeim en þekkti eg Víglund af Helgu systur sinni er eg sá
hann. Þykir mér þér vera sjálfrátt að hann hafi ekki meira
vald á þeim en þú vilt. Mættir þú svo og helst launa þeim
fyrir það er Þorgrímur hefir vel til okkar gert."



"Þetta er vel mælt," segir Gunnlaugur, "og gerum svo."



Þeir fá nú góða byri og komu við Noreg og fara heim í
Raumsdal. Var Ketill eigi heima. En er hann kom heim voru
synir hans í stofu og sátu þeir Þorgrímssynir í milli þeirra.
Þeir voru saman fjórir og tuttugu. Ekki heilsa þeir föður
sínum. Settist hann í sæti sitt. Hann þekkti sonu sína en
ekki þá Þorgrímssonu. Hann spurði hví þeir heilsuðu honum
ekki eða hverjir þeir væru hinir ókunnu menn.



Sigurður mælti: "Annar heitir Víglundur en annar Trausti,
synir Þorgríms prúða."



Ketill mælti: "Standi upp allir mínir menn og taki þá. Vildi
eg að svo væri hér nú Þorgrímur hinn prúði og skyldu þeir svo
fara allir."



Sigurður spaki svarar: "Mikill er þá munur vor Þorgríms prúða
en hann tók okkur bræður af skipbroti og gerði við okkur
hvern hlut öðrum betur en hann átti alls kosti við okkur en
nú viltu drepa sonu hans saklausa. Munum vér kumpánar verða
yður skeinuhættir áður en Þorgrímssynir eru drepnir því að
eitt skal yfir oss ganga alla saman."



Ketill segir að ófært sé að berjast við sonu sína. Rennur
honum þá reiði.



Sigurður mælti þá: "Það legg eg til að geri um Gunnlaugur
bróðir minn um öll þessi mál því að hann er reyndur að
réttdæmi."



Ketill segir: "Það mun nú verða að vera heldur en vér feðgar
deilum illdeildum."



Var þetta statt gert.



Gunnlaugur mælti: "Það er þá mín gerð að Þorgrímur skal eiga
sjálfur Ólöfu og svo skal hún hafa fyrirgert öllum arfi
eftir Þóri jarl föður sinn. Skal faðir minn hann að réttu
taka eftir hann en faðir minn skal gifta Ingibjörgu dóttur
sína Trausta Þorgrímssyni en Sigurður spaki skal eiga Helgu
Þorgrímsdóttur. Læt eg hér mína gerð standa."



Öllum þótti þetta vel gert og viturlega. Undi Ketill vel við
þar sem þá var komið. Sátu þeir þar um veturinn í góðu
yfirlæti. Fékk Trausti Ingibjargar. En að sumri fóru þeir í
hernað allir fóstbræður og voru hinir frægustu menn og bar þó
Víglundur langt af þeim öllum. Voru þeir þrjá vetur hina
næstu í þessum hernaði. Var Víglundur þó aldrei með hinu
meira gleðibragði því að honum gekk Ketilríður aldrei úr hug.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.