Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Vígl ch. 14

Víglundar saga 14 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Vígl ch. 14)

Anonymous íslendingasögurVíglundar saga
131415

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Nú eru teknir upp leikar á Esjutjörn og gengu Fossverjar
fyrir gleði. Og hinn fyrsta dag er menn komu heim frá
leikunum spurði Ketilríður hvort ekki hefði komið frá
Ingjaldshvoli. Henni var sagt að þeir hefðu allir komið
feðgar og Ólöf og Helga dóttir hennar.



Ketilríður bað föður sinn annan dag að fara til leiksins.
Hann játar því og fóru þau nú öll saman um daginn og varð
gleði góð því að Þorgrímssynir komu en ekki fleira frá
Ingjaldshvoli. Þeir gengu þangað á brekkuna sem konurnar
sátu. Ketilríður stóð upp í móti þeim og fagnar þeim
blíðlega. Settust þeir niður hjá henni á sína hönd hvor
þeirra, Víglundur og Trausti.



Þá mælti Ketilríður: "Nú mun eg gera mér jafnkært við báða
ykkur að yfirvarpi."



Ketilríður horfði jafnan á Víglund og mælti: "Nú mun eg
lengja nafn þitt og kalla þig Víglund hinn væna og er hér
hringur er eg vil gefa þér er faðir minn gaf mér í tannfé og
hann vil eg gefa þér í nafnfesti."



Hann tók við hringnum og dró á hönd sér. Víglundur gaf henni
á mót hringinn Haraldsnaut því að faðir hans hafði gefið
honum hann. Varð þeim nú drjúgtalað. Sem þeir Fossverjar sáu
þetta fékkst þeim mikið um. Fóru nú hvorirtveggju heim.



Um kveldið kom Hákon að máli við Þorbjörgu og bað hana ekki
láta dóttur sína fara til mannfunda nokkurra "með þvílíka
skapsmuni sem hún hefir."



Hún játar því og talar Þorbjörg við Hólmkel bónda að hann
skyldi eigi Ketilríði láta fara til nokkurra leika og láta
hana heldur sitja heima og svo gerði hann og varð Ketilríður
við það ókát. Faðir hennar sagðist þá heima skyldu vera hjá
henni ef henni þætti þá betur en áður en hún kveðst það
gjarna vilja.



Fóru menn nú til leika sem áður og stóðu þar sínum megin að
hvorir að leik, Fossverjar og Þorgrímssynir.



Það var einn tíma að Víglundur sló út knöttinn fyrir Jökli.
Jökull reiddist þá og tók knöttinn er hann náði og setti
framan í andlit Víglundi svo að ofan hljóp brúnin. Trausti
reist af skyrtu sinni og batt upp brúnina á bróður sínum. En
þá er það var gert voru Fossverjar heim farnir.



Þeir bræður fóru heim og er þeir komu í stofu sat Þorgrímur á
palli og mælti: "Bæði þið heil systkin."



"Hvorn okkar kvenkennir þú faðir?" segir Trausti.



"Mér þykir," segir Þorgrímur, "sem það muni kona vera sem
faldinn hefir."



"Eigi er eg kona," segir Víglundur, "en vera má að skammt sé
frá."



"Hví hefndir þú þín eigi á Jökli er hann barði þig?"



"Farnir voru þeir," segir Trausti, "þá er eg hafði bundið um
andlit Víglundar."



Féll þar þetta skraf fyrst að sinni.



Annan dag fóru þeir til leiks báðir bræður og þá er minnst
var von slær Víglundur knettinum framan á brún Jökli svo að
sprakk fyrir. Jökull ætlaði að slá Víglund með knattdrepunni
en Víglundur hljóp undir hann og færði hann niður við
klakanum svo að Jökull var þegar í óviti. Voru þeir þá
skildir og fóru heim hvorirtveggju. Eigi var Jökull sjálfkrafi
á bak. Var hann fluttur í fjórum skautum heim. Batnar
honum bráðlega.



Voru þá teknir upp leikar að Fossi. Bjuggust þeir
Þorgrímssynir til leiks. Latti Þorgrímur þá þess og kveðst
ætla að stór vandræði mundu af hljótast en þeir fóru eigi að
síður.



En er þeir komu í stofu að Fossi þá var tekið til leiks.
Alskipuð var stofan. Víglundur gengur innar að palli þar sem
bóndi sat og dóttir hans. Ketilríður fagnaði vel Víglundi.
Hann tók hana úr sæti og settist þar niður en setti hana í
kné sér. En er bóndi sá það þokaði hann um manns rúm. Settist
Ketilríður þá niður í millum þeirra. Tóku þau tal sín í
millum. Þá lét bóndi fá þeim tafl og tefldu þau þar um
daginn. Illa gast Hákoni að þeim bræðrum. Oft hafði hann
komið að því um veturinn við Hólmkel bónda að hann skyldi
gifta honum Ketilríði dóttur sína en hann svarar æ hinu sama
og lést það eigi gera munu. Líður nú dagurinn þar til sem
þeir bræður búast heim.



En er þeir voru út komnir á hlað var Ketilríður þar fyrir og
bað þá bræður ekki fara heim um kveldið "sakir þess," segir
hún, "að eg veit að þeir bræður mínir sitja fyrir ykkur."



Víglundur kveðst fara sem áður eftir því sem hann hafði ætlað
og svo gerðu þeir. Sína öxi hafði hvor þeirra bræðra í hendi
sér. En er þeir koma að stakkgarði einum sáu þeir að þar voru
fyrir Fossverjar tólf saman.



Þá mælti Jökull: "Það er vel Víglundur að við höfum fundist.
Skal nú launa þér knatthöggið og fallið."



"Eg kann eigi að lasta," segir Víglundur.



Síðan sækja þeir að þeim bræðrum en þeir verjast vel. Eigi
hafði Víglundur lengi barist áður en hann varð manns bani og
annars. Þá hafði Trausti drepið hinn þriðja.



Þá mælti Jökull: "Nú skulum vér frá halda og snúa öllum sökum
á hendur þeim bræðrum."



Og svo gerðu þeir. Þá fóru hvorirtveggju heim.



Sagði Jökull föður sínum að Víglundur og Trausti hefðu drepið
heimamenn hans þrjá "en vér vildum ekki á hluta þeirra gera
fyrr en vér fyndum þig."



Hólmkell varð þá reiður mjög við sögu þessa.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.