Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Vígl ch. 13

Víglundar saga 13 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Vígl ch. 13)

Anonymous íslendingasögurVíglundar saga
121314

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Nú er þar til að taka er fyrr var frá horfið að Ketill raumur
unir illa við málalyktir þær er urðu með þeim Þorgrími hinum
prúða. Tók hann fast að eldast og þótti eigi hægt til
atgerða. Synir hans, Sigurður og Gunnlaugur, gerðust hraustir
menn og vænir en Ingibjörg dóttir hans var allra kvenna
fríðust.



Hákon hét maður, víkverskur að ætt og ríkur að peningum og
kappsamur. Hann byrjar sína ferð til Ketils af Raumaríki og
biður dóttur hans sér til handa.



En hann svaraði svo því máli: "Eg mun gifta þér dóttur mína
með þeim skilmála að þú skalt fara áður út til Íslands og
drep áður Þorgrím prúða og fær mér höfuð hans."



Hákon kvað sér ekki þykja það mikils vert og þessu keyptu
þeir. Fór Hákon til Íslands það sumar. Hann kom skipi sínu
við Fróðárós. Þeir Fossverjar komu til skips fyrst, Jökull og
Einar. Tók stýrimaður vel við þeim og spurði þá margs. Þeir
voru og léttir af tíðindum. Spurði hann að híbýlum.



En þeir sögðu hvergi betra en að Fossi hjá föður sínum:
"Eigum við systur svo fríða og kurteisa að engin finnst
hennar líki. Viljum við gera hvort er þú vilt að eiga hana
eða takir þú hana frillutaki. Viljum við bjóða þér þangað til
vistar með okkur."



Stýrimanni þótti þetta mjög fýsilegt. Segist hann og þangað
fara munu, segir þeim þá hvert erindi hann hefir til Íslands
og þótti þeim það vel vera og bundust nú allir í þessum
ráðum.



Nokkuru síðar fór stýrimaður heim til Foss og var það fjarri
vilja Hólmkels bónda en þó varð svo að vera. Og nokkuru síðar
kom stýrimaður sér í vináttu við Þorbjörgu. Gaf hann henni
marga góða gripi.



Það var einn tíma að Hákon kom að máli við þau mæðgin.



Hann spurði hvar sú kona væri er þeir bræður höfðu honum af
sagt: "Vildi eg sjá hana."



Þau sögðu hana vera á fóstri hjá Ólöfu að Ingjaldshvoli.



Hákon bað að hún skyldi heim fara "og treysti eg því að eg
skal af yður mæðginum tænað til hafa að eg fái hennar vilja
sakir vorrar vináttu."



Litlu síðar kom Þorbjörg að máli við Hólmkel bónda.



"Það vil eg," segir hún, "að Ketilríður dóttir mín fari heim
til mín."



"Hitt þykir mér ráð," segir bóndi, "að hún sé þar kyrr sem
hún er komin."



"Eigi skal það vera," segir hún, "skal eg fyrr sækja hana en
hún sé þar lengur og fái þvílíkt orð af Víglundi sem á
horfist. Vil eg fyrr gifta hana Hákoni því að það líst mér
sómaráð."



Skilja þau tal sitt að því.



Þykist Hólmkell vita að Þorbjörg lætur sækja Ketilríði og
vill hann heldur sækja hana sjálfur. Ríður hann síðan til
Ingjaldshvols. Var honum þar vel fagnað.



En er hann var kominn gengur Víglundur til Ketilríðar og
mælti svo: "Hér er kominn faðir þinn. Þykist eg vita að hann
ætlar að sækja þig og flytja þig heim með sér. Mun hann og
því ráða. En það vildi eg Ketilríður að þú myndir öll okkur
einkamál því að eg veit að eg verð þér aldrei afhuga."



Ketilríður mælti og grét við mjög: "Fyrir löngu þóttist eg
vita að við mundum eigi njótast mega í náðum. Þætti mér nú
betur að við hefðum þar færra um talað en ekki er víst að þú
unnir mér meira en eg ann þér þótt eg tali þar um færra en
þú. En sé eg að þetta eru ráð móður minnar. Hefi eg lítið
ástríki af henni haft um langan tíma og er það líkast að
farnar séu gleðistundir okkrar ef hún ræður. En þó vildi eg
vel una ef eg vissi að þér gengi vel til og annaðhvort munum
við njótast aldrei eða munu þar ráð föður míns til ganga en
þó á hann við þungt að hræra þar sem eru bræður mínir og
móðir því að þau vildu allt í móti mínum vilja gera. En lát
þú sem síst á þér finna."



Síðan gekk Víglundur að henni og kyssti hana. Var þá
auðfundið á henni og þeim báðum að þeim þótti mikið fyrir að
skilja að því sinni.



Og kvað Víglundur vísu:



Öngri skal eg þó ungri

unna silki-Gunni

enn svo að ýtar finni,

annarri en þér, svanni.

Fríð, mun þú orð og eiða

ár þá er fyrri váru,

Hlökk, þó að spreytinn sprakki

spilli vor á milli.


Ketilríður gekk þá inn í bæinn að finna föður sinn. Sagði
hann þá að hún skyldi heim með sér.



Ketilríður kvað hann ráða skyldu "en gott þykir mér hér."



"Veit eg það," segir hann, "en þó verður nú að vera."



Öllum þótti mikið að skilja við Ketilríði því að hún var
hugþekk hverjum manni. Riðu þau nú heim til Foss og er
Ketilríður var heim komin varð stýrimaður harðla feginn og
glaður. Þorbjörg móðir hennar skipaði henni að þjóna Hákoni
en hún vildi það með öngu móti gera.



Sagði hún þetta föður sínum með gráti en hann sagði: "Þú
skalt ekki Hákoni þjóna nema þú viljir og það eina gera sem
þú vilt og vertu jafnan hjá mér bæði nætur og daga."



Hún kvaðst það gjarna vilja. Fer svo fram nokkura stund að
Hákon náði aldrei að tala með hana.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.