Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Vígl ch. 12

Víglundar saga 12 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Vígl ch. 12)

Anonymous íslendingasögurVíglundar saga
111213

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Kjölvör hét kona er bjó í Hraunskarði. Hún var fjölkunnig
mjög og að öllu illa fallin, harðla óvinsæl við alþýðu manna.
Mikil vinátta var með þeim Þorbjörgu að Fossi.



Þau mæðgin öll saman, Þorbjörg, Jökull og Einar, keyptu að
Kjölvöru og gáfu henni til hundrað silfurs að hún skyldi
fyrirkoma þeim bræðrum Víglundi og Trausta með einhverjum
gerningum eftir því sem hún sæi ráð til því að þeim lék hin
mesta öfund á þeim en höfðu spurt hver kærleikur var með þeim
Víglundi og Ketilríði, en fyrirmundu þeim að njótast sem
síðan gaf raun á. En þau unnust því heitara með leynilegri
ást og fólginni elsku þeim í brjósti þegar í fyrstu er þau
voru uppvaxandi svo að rætur elskunnar og uppvöxtur
ástarinnar er aldrei varð upprættur úr þeirra hjörtum eftir
því sem náttúra er amorsins, að eldur yndisins og logi
elskunnar brennur því heitara og sækir því meir brjóst og
hjörtu mannanna saman sem fleiri vilja þeim meina og stærri
skorður við settar þeirra vandamanna er áður hefir ást og
elska saman fallið þeirra á millum sem nú þessara manna,
Víglundar og Ketilríðar, því að þau unnust alla ævi svo heitt
meðan þau lifðu bæði að hvorki mátti af öðru sjá þaðan af er
þau sáust fyrsta ef þau skyldu eftir því gera sem hugir
þeirra stóðu til.



Maður hét Björn. Hann var heimamaður Þorgríms prúða. Hann var
sjógarpur svo mikill að honum þótti ekki veður ófært á sjó að
fara. Kveðst hann aldrei hirða um glettingsbáru. Hann hafði
komið út með Þorgrími og hafði þá iðju að hann var fyrir
skipum hans en þá var fiskgangur mikill á nesinu. Aldrei reri
hann við fleiri menn en við þriðja mann og hafði þó röskvan
teinæring.



Það bar til að liðsmenn hans báðir sýktust um haustið af
göldrum Kjölvarar. Voru þá allir menn að heyverkum. Þá vildi
Björn róa til fiski og biður þá bræður Víglund og Trausta að
róa með sér um daginn. Þeir gerðu svo því að veður var gott
og síðan var vingott með þeim. Allt vissi Kjölvör þetta og
fór upp á hús og veifði kofra sínum í austurætt og þykknaði
skjótt veðrið. En er þeir komu út á miðið var fiskur nógur
undir. Þá sáu þeir að dró upp flóka einn við austur og
landnorður.



Víglundur mælti: "Það þykir mér ráð að vér höldum að landi.
Mér líst ekki á veður þetta."



Björn segir: "Eigi munum vér það gera fyrr en hlaðið er
skipið."



"Þú munt," segir Víglundur, "ráða því."



Flókann dró skjótt yfir og fylgdi bæði vindur og frost og svo
mikil sjóillska að sjórinn var hvergi kyrr og rauk sem
saltkorn. Björn kvaðst þá vildu að landi halda.



Víglundur kvað betur fyrr "en þó skal nú ekki að telja."



Þeir róa þá, Björn og Trausti, og gengur hvergi áfram. Rekur
þá í útsuður til hafs. Tekur þá að fylla undir þeim skipið.
Víglundur biður Björn ausa en Trausta stýra en hann sest til
ára og rær svo sterklega að hann nær landi við Dögurðarnes.
Þar bjó Þorkell skinnvefja er út kom með Bárði Snæfellsás og
var þá gamall.



En er sagt var Ketilríði að þá hefði undan rekið og þeir væru
dauðir þá sé á hana ómegin. En er hún raknaði við kvað hún
vísu þessa er hún leit til sjóvarins:



Eigi má eg á ægi

ógrátandi líta

síð er málvinir mínir

fyr marbakkann sukku.

Leiðr er mér sjóvar sorti

og súgandi bára.

Heldr gerði mér harðan

harm í unna farmi.


Þorkell tók vel við þeim bræðrum og fóru þeir heim annan dag.
Varð þar fagnafundur með þeim Víglundi og Ketilríði.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.