Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Vígl ch. 11

Víglundar saga 11 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Vígl ch. 11)

Anonymous íslendingasögurVíglundar saga
101112

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Nú er þar til að taka er þeir bræður, Víglundur og Trausti,
gengu einn dag til hrossa sinna og er þeir komu í afréttina
til hrossanna þá sakna þeir hestsins og leituðu víða og fundu
hann um síðir undir einum klett stórum, dauðan. Finna þeir á
honum stór sár og mörg. Hafði hann verið lagður á hol.
Þóttust þeir Víglundur vita að þeir Fossverjar mundu gert
hafa. Gengu þeir bræður heim og sögðu að hestur þeirra var
dauður og Fossverjar mundu gert hafa.



Þorgrímur bað þá láta vera kyrrt: "Hafa þeir misst sinn hest
áður. Mun yður og nokkuð til verða annað ef svo fer sem eg
ætla þótt þetta líði um."



Létu þeir þá kyrrt fyrst að sinni.



Eigi löngu síðar var sagt Þorgrími að í burtu væru uxar hans
hinir góðu, Brandkrossarnir, þeir sem hann hafði mest mæti á,
og það með að menn hugðu af mannavöldum vera. Þorgrímur gaf
sér fátt um þetta en sagði þó meiri von að þjófar mundu
liggja úti á fjöllum þeir sem slíku yllu. Lét hann ekki leita
uxanna.



Spyrst nú þetta víða og þykir mönnum þeir á Ingjaldshvoli
verða fyrir miklum sköðum. Þorbjörg að Fossi hefir þetta í
miklum fleymingi. Hún lætur neyta sláturuxanna. En er
Hólmkell bóndi verður þess var hvar uxarnir eru niður komnir
er Þorgrímur bóndi átti, tekur hann einn dag hest sinn og
ríður til Ingjaldshvols. En er hann finnur Þorgrím bónda,
segir Hólmkell honum að hann hyggur að þar muni niður komnir
uxar hans hinir góðu hjá honum og synir hans muni valda.



"Vil eg," segir hann, "lúka verð fyrir uxana svo mikið sem þú
vilt sjálfur hafa ef þú sækir þá eigi saksóknum."



Þorgrímur segir að svo skyldi vera. Tók hann þá svo mikla
peninga sem honum vel líkaði og skildu þeir Hólmkell og
Þorgrímur með mikilli vináttu.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.