Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Vígl ch. 9

Víglundar saga 9 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Vígl ch. 9)

Anonymous íslendingasögurVíglundar saga
8910

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Það var einn dag er þeir bræður Jökull og Einar riðu til
Ingjaldshvols. Þeir voru allir heima feðgar og úti staddir.
Jökull spurði hvort Víglundur vill gefa honum hestinn hinn
fífilbleika. Víglundur kveðst ekki ráðinn í því. Jökull kvað
fornmannlega við orðið en Víglundur kvað ekki verða farið að
því.



"Þá muntu vilja etja við mig hestunum."



"Það þykir mér mega," segir Víglundur.



"Þá þykir mér betur en gefinn," segir Jökull.



"Mun það eigi fara sem má?" segir Víglundur.



Kveða þeir á dag nær vera skal hestaatið.



En er sú stund kom er hestum skal etja þá var fram leiddur
Brúnninn þeirra bræðra og lætur hann ógurlega. Þeir bjuggust
og til bræður báðir að fylgja honum. Því næst kom fram
Bleikurinn Víglundar en þegar er hann kom í hringinn þá
snerist hann í kringlu allt þar til er hann hóf upp báða
fætur hina fyrri og setti framan á snoppu Brúns svo að úr
honum hrutu allar vígtennurnar. Síðan lagði hann að tennurnar
sínar og náði afturhuppinum á Brún og reif þar á hol. Datt
Brúnn síðan niður dauður og er Fossverjar sáu það hlupu þeir
til vopna og svo hvorirtveggju og börðust þar til er þeir
Þorgrímur og Hólmkell gátu skilið þá og var þá fallinn einn
maður af Víglundi en tveir af þeim Jökli og skildu við svo
búið.



Enn hélst vinátta með þeim Þorgrími og Hólmkeli sem áður.
Spurði hann og að kært var með þeim Víglundi og Ketilríði og
meinaði hann það ekki en Þorbjörgu og sonum hennar þótti það
mjög illa vera.



Liðu nú svo fram stundir að það var allra manna mál að öngvir
menn væru jafnvænir sem þau Víglundur og Ketilríður á Íslandi
þeim samtíða sakir lista og kurteisi.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.