Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Vígl ch. 4

Víglundar saga 4 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Vígl ch. 4)

Anonymous íslendingasögurVíglundar saga
345

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Svo bar til einn tíma að Haraldur konungur bauð út leiðangri
og ætlaði suður með landi og vandaði hann þá ferð bæði að
skipum og mönnum. Ketill fékk til sonu sína að fylgja konungi
og með þeim mart frítt lið en sjálfur hann sat heima því að
hann var þá hniginn að aldri.



Og þegar konungur var búinn siglir hann suður með landi. En
er hann kom suður á Rogaland réð þar fyrir jarl sá er Eiríkur
hét. Hann var mikill höfðingi og vinsæll af sínum mönnum. En
er hann fréttir tilkomu konungs lét hann búa fagra veislu og
til þeirrar veislu býður hann konungi með öllu liði sínu og
það þá konungur og gekk á land með lið sitt en jarl leiddi
konung heim með allri hirð sinni til hallar með allra handa
hljóðfærum, með söngum og strengleikum og alls konar skemmtan
er til kunni að fá. Með þessum fagnaði leiddi jarl konung í
sína höll, setjandi hann í hásæti og var þar hin fegursta
veisla og var konungur hinn kátasti og allir hans menn því að
jarl sparði ekki af að veita konungi með blíðu. Var þá hinn
besti drykkur fram borinn og urðu menn skjótt drukknir.



Konungur setti þá sonu Ketils jafnan nærri sér og höfðu þeir
mikil metorð af konungi. Jarl stóð frammi fyrir konungi
sjálfur og þjónaði að konungs borði. Efldist þá mikil gleði í
höllinni. Skipaði konungur þeim bræðrum að skenkja en hann
setti jarl í hásæti hjá sér. En þeir bræður gerðu þegar sem
konungur bauð og fengu þar mikla virðing fyrir sína hæversku.



Og sem borð voru uppi lætur jarl fram bera góða gripi er hann
valdi konungi og hans mönnum öllum. Þá gaf hann nokkura
sæmilega gripi. Og að enduðum gjöfum lét jarl fram bera eina
hörpu. Annar hvor hennar strengur var með gull en annar hvor
með silfur. Var þetta smíði hið virðulegasta. Konungur
seildist móti og tók að slá en þessi harpa bar svo mikið
hljóð að allir undruðust og þóttust eigi fyrr slíkt heyrt
hafa.



Þá mælti jarl: "Það vildi eg herra að þér gengjuð með mér að
skemmta yður. Vil eg sýna yður alla eigu mína úti og inni,
akra og aldingarða."



Konungur gerði sem jarl beiddi og gekk til og sá og leist vel
upp á. Þeir gengu þá að einum eplagarði. Þar stóð einn fagur
lundur en undir þeim lundi léku þrír piltar. Þeir voru
allvænlegir og bar þó einn af öllum. Þeir sátu að tafli og
léku tveir til jafns við einn. Þá þóttust þeir varhluta verða
og rótuðu taflinu. Þá þykktist sá við er betur gekk og sló
sinn pústur hvorn þeirra. Síðan réðust þeir á og glímdu og
voru tveir í móti einum og skakkaði eigi minna um glímuna en
um taflbrögðin. Þá bað jarl þá hætta og vera sátta og svo
gerðu þeir og tefldu síðan sem áður.



Konungur og hans fylgd fór heim til hallar og settust í sæti
sín. Það var auðfundið á konungi að honum fannst mikið um
hinn unga mann og fréttir jarl að hvað sveinum þetta hefði
verið.



"Þeir eru synir mínir," segir jarl.



"Eiga þeir eina móður?" segir konungur.



"Eigi er það," segir jarl.



Þá fréttir konungur að: "Hvað heita sveinar þessir?"



Jarl svarar: "Sigmundur og Helgi, Þorgrímur hinn þriðji og er
hann frilluborinn."



En litlu síðar komu þeir bræður í höllina allir. Gekk
Þorgrímur síðast því að svo var um önnur metorð þeirra að
hann var minnst metinn.



Jarl kallar þá sveinana og bað þá ganga fyrir konung. Þeir
gerðu svo og kvöddu konung. En er þeir komu fyrir konung þá
tók Þorgrímur sinni hendi hvorn þeirra bræðra og veik þeim
frá sér og gekk fram á millum þeirra og sté upp á fótskörina
og kvaddi konung og hvarf til hans en konungur tók sveininn
brosandi og setti hann niður hjá sér og frétti hann að
móðurætt sinni. En hann kveðst vera systurson Þóris hersis úr
Sogni. Konungur renndi gullhring af hendi sér og gaf
Þorgrími. Síðan gekk Þorgrímur aftur til bræðra sinna.



En veislan stóð með hinni mestu sæmd allt þar til er konungur
sagðist vildu í brott "en sakir stórmennsku þeirrar er þú
hefir mér veitt þá skaltu kjósa þér sjálfur laun fyrir."



Jarl varð glaður við þetta og bað að konungur mundi taka að
sér Þorgrím son sinn og segir sér það þykja peningum betra
"því að öll sú gerð er þér gerið mér þá þykir mér sú miklu
betri er þér gerið honum. Vildi eg og því að hann færi til
yðvar að eg ann honum mest allra sona minna."



En konungur játar því.



Síðan fer konungur í burt og Þorgrímur með honum. Var hann
þegar hinn auðmjúkasti í allri þjónustu við konung og
öfunduðu hann þegar margir menn konungs.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.