Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Vígl ch. 3

Víglundar saga 3 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Vígl ch. 3)

Anonymous íslendingasögurVíglundar saga
234

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Nú skal nefna fleiri menn til sögunnar. Ketill er maður
nefndur. Hann átti að ráða fyrir Raumaríki. Hann var
mikilhæfur maður, ríkur að auðæfum, vitur og vinsæll.



Ketill var kvongaður og hét Ingibjörg kona hans og var hún af
dýrum ættum. Þau áttu tvo sonu. Hét annar Gunnlaugur en annar
Sigurður. Þeir bræður áttu kenningarnafn. Var Gunnlaugur
kallaður ofláti en Sigurður spaki. Ketill lét kenna sonum
sínum allar þær íþróttir sem þá voru tíðar að nema því, að
Ketill var betur búinn að íþróttum en flestir menn aðrir.
Þeir héldu sér leiksveina og gáfu þeim gull og aðra góða
gripi. Riðu þeir bræður jafnan út með sína menn að skjóta dýr
og fugla því að þeir voru hinir mestu atgervismenn.



Ketill bóndi var hinn mesti bardagamaður. Hann hafði áttar
fjórar og tuttugu hólmgöngur og hafði í öllum sigur. Vingott
var með þeim Haraldi konungi. Ketill var málamaður svo mikill
að aldrei átti hann því máli að skipta að hann ynni eigi við
hvern sem hann átti að skipta því að þegar hann tók að tala
þá þótti svo sem hann talaði. Konungur bauð Katli að taka
hærri nafnbót og sagði honum það vel sóma bæði sakir ríkdóms
og margra hluta annarra en Ketill vildi það eigi, sagðist
heldur vildu vera einfaldur bóndi og halda sig til jafns við
þá sem meiri nafnbætur hefðu. Ketill unni svo mikið konu
sinni að hann mátti hennar ekki mein vita. Leið svo fram um
tíma.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.