Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Reykd ch. 29

Reykdœla saga 29 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Reykd ch. 29)

Anonymous íslendingasögurReykdœla saga
282930

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Einhverju sinni kemur Þorbergur á fund Þorgeirs goða og sagði
að honum þótti eigi vel veita við Skútu, þóttist fá mikið
manntjón af honum og engar bætur fengið og biður nú Þorgeir
eiga hlut í um sínar sakar að Skúta yrði af ráðinn. Honum
kvaðst illa hug um segja en játar þó að vita hvernig til vill
takast um sinn.



Um vorið að vorþingi safnar Þorgeir að sér mönnum og fór upp
í Reykjadal á laun og hafði tvö hundruð manna til Lauga og
ætlaði að sitja þar fyrir Skútu þá þegar hann ríður til
Eyjarþings. Skúta hafði sex tigu manna og vissi hann enga von
til ferða Þorgeirs.



Nú sér Skúta hrossa fjölda mikinn og þykist eigi vita hverju
gegna mundi, bað nú Arnór úr Reykjahlíð að vera fyrir liðinu
en hann vill ríða til húss að Reykjum.



Nú fer hann til bæjarins einn saman og síðan að hrossum
Þorgeirs og hittir hann einn mann þar af liði Þorgeirs er
gætti hrossanna. Sá maður sagði allt hverju gegndi um farir
Þorgeirs og spurði ef hann vissi nokkuð til Skútu en hann
kvað það fjarri fara. Nú spurði Skúta hverjir þar sætu í
brekkunni stund frá þeim.



En maðurinn kvað þann heita Vestmann er fyrir þeim var og í
litklæðunum var en hinir tveir fengnir honum til fylgdar "og
skulu þeir," segir hann, "njósna um ferð Skútu því að Þorgeir
vill finna hann."



Og nú skiljast þeir og ríður Skúta hjá þeim Vestmanni. Hann
var í kufli og nú fleygir Skúta til Vestmanns spjóti og kvað
hann mega nú sjá þann mann sem hann hefði áður að leitað.
Spjótið kom á Vestmann miðjan og fékk hann þegar bana. Skúta
hleypti nú á brott og til sinna manna en hinir fóru á fund
Þorgeirs og segja honum til svo búins. Nú eggjar Þorbergur
mjög að ríða eftir Skútu en Þorgeir vill það ekki og kvaðst
ekki mundu oftar til leita við Skútu.



Þetta mál var nú borið til Eyjarþings og sættust þeir á
þinginu. Guldu þeir Þorbergur og Einar hundrað silfurs fyrir
víg Vestmanns. Og þá lét Þorgeir það til að sitja aldrei
síðan um líf Skútu ef hann næði bótunum. Og nú fara þeir heim
af þinginu og voru nú sáttir. Og efndi Þorgeir það vel að
hann setti aldrei fjörráð fyrir Skútu.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.