Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Reykd ch. 24

Reykdœla saga 24 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Reykd ch. 24)

Anonymous íslendingasögurReykdœla saga
232425

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Svo er sagt að Þorgerður móðir Bjarna fer þegar á fund Glúms
bróður síns og segir honum þessi tíðindi og svo selur hún
honum vígsmálið og biður hann taka við eftirmálinu. Hann
gerir svo. Glúmur harmaði þetta mjög og þótti vera ill
tíðindi, fer nú á fund Eyjólfs Valgerðarsonar og segir honum
atburðinn. Eyjólfur vill að þeir fari allir í
málatilbúnaðinn, kvað vera nauðsyn að slík mál lægju eigi
kyrr.Svo er sagt að Glúmur fer nú fyrir í njósn með tíunda mann
til Fnjóskadals og þaðan til Gnúpsskarðs, svo í Bárðardal og
átu dagverð þar í dalinum að þess manns er Áslákur hét. Þar
var stafkarl einn á búi og þótti förunautum Glúms gaman að
glettast við karl. Glúmur bað þá ekki glettast við hann meir
en hann vildi, kvað það vera lítilmannlegt að erta gamalmenni
og nú láta þeir hann lausan. En karl fór þegar á brott er
hann mátti í sjálfræði vera og þar til er hann kom á þann bæ
er heitir í Ísólfstungu en þar bjó sá maður er Hávarður hét
og móðir hans. Nú sagði hann Hávarði að allólíkur var hann þó
öðrum mönnum, Glúmur, og kvað hann engan einn hlut til þess
hafa að honum væri betur farið en öðrum mönnum."Mikið tekur þú af," sagði Hávarður, "eða hvað er nú svo nýtt
um þetta?"Nú sagði karl honum hvaðan hann var að kominn og hve farið
hafði með förunautum hans og honum "áður Glúmur átti hlut í
með oss" og lofaði hann Glúm í hverju orði sem hann kunni.Og nú bað Hávarður móður sína gefa karli mat en hann bjóst
heiman og fór á fund Skútu vinar síns og sagði honum um
ferðir Glúms það sem hann vissi til."Vel þætti mér það," sagði Skúta, "að Glúmur kæmi hingað til
vor og vildi eg gjarna að hann fengi erindi ef hann kemur
hér."Nú ríður Glúmur yfir fjallið og hans förunautar.Svo er sagt að maður hét Gautur. Hann bjó þar sem heitir í
Gautlöndum. Hann átti góðan hund er Flóki hét. Og það sama
kveld gó Flóki einart á fjallið upp og þá þóttist Gautur vita
að manna mundi von af fjallinu ofan og nú sendi hann þegar
hjón sín öll til Skútu ef hann þyrfti nokkuð manna við.Og nú er þeir Glúmur koma þar í nánd heyrir hann mannamál og
skilur að nokkur njósn mun komin vera um þeirra ferð en vildi
eigi láta teppa sig þar svo að hann mætti eigi þegar aftur
snúa að hann vildi og snúa þeir nú aftur á leið þar til er
þeir finna Eyjólf og förunauta hans á Hálsi.Skúta segir nú að honum þótti Gautur minna hafa veitt sér í
njósninni en hann mundi vilja þá er seinkaðist koman Glúms.
Þóttist hann nú vita að Glúmur mun hafa orðið var við
mannafararnar og snúið þá aftur er hann skildi njósnina komna
vera fyrir þeim.Svo er sagt að Skúta vill nú verja þeim vaðið á fljótinu og
hafði hann nær hundraði manna áður en þeir koma til móts við
hann Einar og Þorsteinn bróðir hans eftir orðsending Skútu.
Nú koma þeir Eyjólfur og Glúmur til vaðsins með tvö hundruð
manna. Og því nær var sagt að þeir Skúta hefðu og, því að
Arnór úr Reykjahlíð veitti honum.Það er sagt að þetta var við Eyjarvað og voru nú sínum megin
hvor með flokkana. Eyjólfur talar til Glúms að rétt var að
búa þar mál til er þeir mættu framast komast svo að þeim væri
óhætt. Og nú íhugar Glúmur málið og fékk hann nú það ráð að
þeir skulu heyjast við Skútu, þeir Eyjólfur, en Már son Glúms
er þá var átján vetra gamall skal ríða til Mývatns við tíunda
mann að stefna Eyjólfi Þormóðssyni. Hann kom þar snemma um
morguninn og barði á hurð. En Hávarður úr Ísólfstungu var þar
þá og gekk hann þá til hurðarinnar en Már rak á honum
spjótið, Hávarði, og vó hann þar en síðan stefnir hann
Eyjólfi.Eftir það fer hann á fund föður síns og segir honum til hvað
hann hefir að sýst á þeirri stundu sem hann hefir á brottu
verið. Vel líkar þeim Glúmi og Eyjólfi förin Más og báðu hann
hafa þökk fyrir, segja nú Skútu að Hávarður mun eigi bera
oftar njósnina. Skúta skaut nú yfir vaðið snærisspjóti og kom
á þann mann er Þrándur hét. Hann var góður bóndi og er svo
sagt að hann fékk þegar bana. Nú mælti Eyjólfur að þar væri
þann veg varið mönnum í hvorumtveggja stað að mannskæð mundi
verða deilan þeirra.Og nú eiga þeir hlut í Eyjólfur og Einar að þeir mundu vilja
sættast á málið. Og þar kom að þeir játtuðu báðir þeirra
ummælum þessara mála. En sú var sættargerð þeirra Eyjólfs og
Einars að stafshöggið er Eyjólfur laust Bjarna og orðin
Þormóðs skulu óhelga hann sjálfan. Eyjólfur skal vera utan
þrjá vetur og fara þá til búa sinna er hann kemur aftur.
Bjarna skal bæta hundraði silfurs. Það skal Glúmur láta koma
í hendur Þorgerði systur sinni en móður Bjarna. En það var
ráðið á laun að Skúta skal fá Þórlaugar dóttur Glúms og skal
Skútu svo heima standa hundraðið að Glúmur gyldi því minni
heimanfylgjuna en þó vissi það ekki fyrst alþýða manna. Og nú
skiljast þeir að sinni vel sáttir.Svo er sagt að Skúta bað Þórlaugar og fékk hennar. Þá var
Álfhildur önduð er Skútu hafði fylgt áður og Kolli hafði átta
á Sauðanesi.Það segja menn að Þórlaug hafi átta þrjá bændur. Fyrst átti
hún Skútu, þar næst þann mann er Eldjárn hét og var kallaður
hinn mildi. Hann var farmaður og góður drengur. Síðast átti
hana Arnór kerlingarnef og eru göfgir menn frá þeim komnir og
þótti hún vera mikill skörungur.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.