Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Reykd ch. 23

Reykdœla saga 23 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Reykd ch. 23)

Anonymous íslendingasögurReykdœla saga
222324

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Þormóður hét maður er bjó í Laxárdal á Mánahjalla. Hann var
kvongaður maður og hét kona hans Þorbjörg. Hún var
föðursystir Víga-Skútu. Þau Þormóður áttu son og var nefndur
Eyjólfur. Hann var vænlegur maður og óx þar upp heima með
föður sínum og móður.Maður hét Þorsteinn. Hann bjó á þeim bæ er á Mýri heitir.
Hann var og kvongaður maður og átti þá konu er Þorgerður er
nefnd. Hún var systir Víga-Glúms að Þverá úr Eyjafirði. Þau
áttu þann son er Bjarni hét. Hann var mikill maður þegar á
unga aldri og rammur að afli. Þau Bjarni voru því vön jafnan
um haustum að fara til Þverár að heimboði. Og nú gera þau enn
svo á einhverju hausti. Tekur Glúmur við þeim forkunnar vel
og voru þar þá stund sem þeim líkaði. En er þau búast heim að
fara þá gaf Glúmur Bjarna frænda sínum hest rauðan, sex vetra
gamlan og kveðst mundu fá honum annan hest ef nokkurir væru
hvassari en sjá.Og nú fara þau heim frá heimboðinu og setur Bjarni þegar
hestinn til heys og var allvel varðveittur. Og um sumarið
eftir var honum mikil forvitni hve bítast vildi hesturinn.
Ræddi hann um að hann vill etja við hest er átti Þorkell
Geirason úr Skörðum og var á kveðið að þeir skulu etja að
miðju sumri hestunum á Mánahjalla.En feðgar áttu grán hest föxóttan og seldu mönnum jafnan
hross undan til sláturs en áttu ekki skap til að etja
hestinum. Svo er sagt að saman koma hestarnir einhverju
sinni, þeir Þormóðs og Bjarna, og bitust svo að í blóði var
hvortveggja.Húskarl Bjarna kemur nú á fund hans og segir honum frá er
hafði séð báða hestana albitna og kvað hvorntveggja hestinn
vera alrauðan. Og þá sendi Bjarni orð Þorkatli að eigi mundu
þeir etja hestunum, segir og hvað til bar að hans hestur var
nú ekki ötufær. Það ætlaði Bjarni að þeir Eyjólfur mundu hafa
att hestunum og Þormóður faðir hans og því mundu þeir þann
veg vera að af mannavöldum mundi orðið hafa og því bauð hann
þeim at að átta vikum sumars. En Þormóður bað Eyjólf son sinn
fyrir ráða hvort etja skal eða eigi en hann vill etja láta.Nú voru hestarnir fram leiddir og voru góð vígin þar til er
gengnar voru ellefu lotur. Þá tekur hestur Eyjólfs undir
kinnarkjálka á hesti Bjarna og hélt þar lengi þar til að
Bjarni fór til og laust hestinn af takinu. En Eyjólfur
snerist nú við og laust hestinn og hraut stafurinn hart af
hestinum og kom á öxl Bjarna og nú voru þegar skildir
hestarnir.Gengur Eyjólfur að Bjarna og mælti að þetta þykir honum verr
tekist hafa en hann vildi: "Skal eg," segir hann, "raun til
gera hvort mér var þetta voðaverk eða eigi. Nú vil eg," segir
hann, "gefa þér sex tigu geldinga til þess að þú kunnir mig
eigi um þetta og máttu þá skilja að eg mundi eigi vilja að
svo hefði að borist."Bjarni kveðst þessu litlu síður valdið hafa. Þykist hann nú
vita að þeir muni eigi att hafa hestunum. Fara menn nú síðan
heimleiðis.Og um haustið að réttum drógu þeir Eyjólfur út sex tigu
geldings. Nú spyr Þormóður hvað sauðir skulu þeir sem út voru
dregnir en Eyjólfur kvaðst hafa gefið Bjarna sauðina.Þá segir Þormóður: "Bæði ætla eg," segir hann, "að höggið var
mikið enda er miklu launað."Og þegar eftir er hann hafði þetta mælt þá snýr hann Bjarni
að honum og hjó hann banahögg. Og nú vill hann eigi þiggja
geldingana. Eyjólfur var nú fámennur svo að hann mátti ekki
ná Bjarna. Og nú segir hann móður sinni að hann mun finna
Þorstein frænda sinn að um þetta mál og svo Einar Konálsson
og beiða þá ásjá um með sér. En Þorbjörgu móður hans þótti
mest traust að Skútu og kvað honum verr mundu þykja ef aðrir
væru fyrr að sóttir en hann.Nú gerir hann svo að hann hittir Skútu og segir honum sín
erindi og hann tekur við honum forkunnar vel og hét þegar
sinni ásjá um þetta mál. Tók hann nú við Eyjólfi.Nú fer Bjarni á fund Glúms að Þverá, frænda síns, og segir
honum vígið. Glúmur segir að hann vill að Bjarni sé þar með
honum um veturinn og til þess er lyki málum þessum og þótti
vera gagnsakir í málinu. Bjarni sagði að honum þótti
lítilmannlegt að flýja bú sín og fór hann af því heim en þó
vildi Glúmur að hann hefði eigi heim farið á því méli.Eyjólfur vekur nú til við Skútu frænda sinn þrjá tíma um
tilbúnað málsins og tók hann vel hið fyrsta sinn og kvað enn
vera gott tóm til þess. En í annað sinn kvað hann munu
finnast gagnsakir í málinu. Og hið þriðja sinn þá er Eyjólfur
hafði þetta mál upp við Skútu þá kvaðst Skúta vilja hefnd
láta fyrir koma. Og þá beiddist Eyjólfur að taka við málinu,
en hann hafði áður Skútu í hendur fengið, en hann varnaði
honum þess. Og nú verða þeir frændur andorða um þetta og við
það skilja þeir að sinn veg þótti hvorum.En bráðlega eftir tal þeirra fer Eyjólfur heiman einn saman
og þar til er hann kom á Mýri og nemur þar staðar undir garði
einhverjum hávum. Og nú sér hann hvar Bjarni fór einn saman
til sauðahúss og skal rýja sauði fyrr en aðrir menn. Nú setur
hann hurð fyrir húsið. Eyjólfur gengur nú þangað og þokar
hann hurðinni frá dyrunum. Þá tók Bjarni til hendinni og vill
láta fyrir dyrnar. Það sér Eyjólfur og er svo sagt að hann
höggur af Bjarna höndina, er hann rétti út hjá hurðinni,
fyrir framan úlfliðinn. Bjarni hljóp nú út með öxi og bað
Eyjólf bíða sín og svo gerði hann. Og þegar er Bjarni kom
eftir þá hjó hann til Eyjólfs með annarri hendi og þegar af
honum skjöldinn og í jörðina niður síðan. Þá hjó Eyjólfur
milli herða Bjarna og var það banahögg.Nú fer Eyjólfur á fund móður sinnar og Skútu og sagði þeim
til þessa. Svo er sagt að nú líkar Skútu forkunnar vel og
þykir nú gott hlut í að eiga með honum er hann vildi nokkuð
að manna vera sjálfur og kallar hans ferð góða vera.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.