Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Reykd ch. 18

Reykdœla saga 18 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Reykd ch. 18)

Anonymous íslendingasögurReykdœla saga
171819

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Eitthvert sumar kemur skip af hafi í Húsavík, þó að svo bæri
oftar að. Það skip áttu bræður þrír. Vagn hét einn og var
kallaður spjót, annar Nafar og var kallaður sax, Skefill hinn
þriðji og var kallaður sverð. Þeir voru miklir menn fyrir
sér. Svo er sagt að hver þeirra bræðra átti það vopn sem við
var kenndur. Þeim þóttu þau í besta lagi sinnar eigu og létu
sér aldrei hendi firr ganga og það segja menn að öll þessi
vopn voru forkunnar góð. Þeir voru kunningjar Glúms
Geirasonar og ætluðu þangað til vistar til þeirra feðga,
Geira og Glúms, því að Glúmur hafði boðið þeim þangað til
vistar. Nú áttu þeir annríkt mjög og varð eigi tóm að sækja
Austmennina sem ætlað hafði verið og þótti þeim feðgum sem
það mundi engu skipta þótt þeir kæmu nokkurum nóttum síðar en
þeir höfðu um rætt í fyrstu.Svo er sagt að varð þess var Þorbergur að Mývatni eða enn
heldur Arnarvatni og fer hann þegar til skips og bauð
Austmönnum til sín. En þeir segja að þeir muni fara til
Glúms."Já," segir Þorbergur, "er ekki það sem mig grunar að nú mun
vera liðinn sá tími er til var tekinn að eftir þeim skyldi
hafa farið verið?"Þeir sögðu að svo var, "kann vera," segja þeir, "að Glúmi sé
annsamt og eigi hann eigi tóm að koma eftir okkur en hann mun
þykjast vita að svívirðingarlaust mun vera."En hitt þætti mér líkara," sagði Þorbergur, "að honum mundi
það í hug koma að þeir væru lítt til færir að taka við
frjálsum mönnum þeim er nokkuru skipti hversu við var gert.
Því að svo eru þeir feðgar fátækir að fémunum," segir
Þorbergur, "að nær er úti annar biti þá er annar er etinn."Nú hlýða þeir nokkuð á þetta sem hann sagði og þar til taldi
hann um fyrir þeim að þeir játta að fara þangað til vistar
til Þorbergs. Fer hann nú heim og lætur vel yfir sinni ferð.Nú er svo sagt að Glúmur kemur til skips annan dag og sagðist
þá vera kominn eftir þeim bræðrum og vildi þá heim flytja til
sín. En þeir sögðu að Þorbergur hafði þar komið um daginn
áður og sögðust nú vera ráðnir að fara þangað til vistar og
kváðust nú eigi vildu því bregða.Þá svarar Glúmur er þeir höfðu sagt honum umtalið Þorbergs og
svo það hversu hann hafði á tekið þeim feðgum, þá segir
Glúmur: "Engi maður mun það kunna að segja að honum Þorbergi
verði féskorturinn. En fleiri munu það segja að hann láti
færrum mönnum verða gagn að sínu fé."Og þótti honum illa er þeir skyldu vera með svo vondum manni
sem Þorbergur var.Nú lætur Þorbergur brátt koma eftir kaupmönnum og lætur
flytja þá heim til sín og var við þá forkunnar vel.Svo var sagt að Þorbergur sendi Ótrygg heimamann sinn að færa
út í eyjar fé það er slátra skyldi til jóla og svo naut og
kapla. Og áður en hann færi heiman bað hann Ótrygg færa eina
merina í hlöðu Glúms á náttarþeli og haga svo til að engi
yrði var við. Nú fór hann sem fyrir var mælt og vissi þó engi
hvað þessu skyldi, kemur heim síðan og segir honum til svo
búins og nú þykir Þorbergi hann hafa vel gert.Um morguninn kemur Þorbergur snemma inn og vekur menn upp og
segir að honum var horfið merhryssi gott og vill að menn fari
að leita "og mun svo eftir að sjá," segir hann, "að af
mannavöldum mun vera og get eg að stolið sé hrossinu."Þá svara sumir að enga menn þóttust sjá líklega til þess."Eigi má það vita," segir hann, "þar sem hér sitja þrotsmenn
samtýnis hjá oss og eru þeir feðgar líklegastir til að valda
þessu, Geiri og synir hans, því að þeir eru áræðismiklir er
þeir þurfa nokkurs við. Og munum vér þangað fara að
rannsaka."Svo er sagt að Þorkell Geirason var nú ekki hér við þessi mál
því að hann var útlendis.Nú biður Þorbergur Austmennina verða í ferð með þeim að
rannsaka, kvað þá nú sjá mega að því var vel ráðið er þeir
höfðu heldur haft þessa vistina en með Glúmi. En Austmenn
kváðu það vera verra manns bragð en Glúms að stela frá mönnum
og sögðust eigi mundu þangað fara til að rannsaka.Er svo sagt að Þorbergur fer nú og menn með honum. Fer hann
nú og heldur djarflega er hann þóttist vita hversu takast
mundi ferðin og koma nú til Glúms og beiða hann rannsóknar og
þeir feðgar láta uppi rannsóknina. Leitar hann nú vandlega og
hittir ekki þar til er hann kemur að einhverri hlöðu og þar í
hlöðunni fann hann merina og kvað þá vera verri menn en þeir
létu yfir eða margir aðrir er þeir skyldu vera sannreyndir að
þjófskap. Þá svaraði Glúmur og kvað sér á þessu engan
kunnleika vera og kvað hann vera sjálfan líklegastan til að
hafa þetta bragð gert en snúa nú síðan á aðra menn og kvað
mönnum það miklu kunnara að hann var vondur maður. Öllum
þótti þetta illa vera orðið því að þeir voru vinsælir menn
frændur. Nú spurði Þorbergur ef Glúmur vildi nokkuru bæta
fyrir þetta og félli þar málið niður sem nú var komið en
Glúmur kvað það fjarri fara að hann mundi hér neinu fyrir
bæta er hann mátti engan grun vita sér á hendur. Þorbergur
kvað þó hér mundu verða nokkuð fyrir að koma þó að honum væri
leiðint gert um bótina. Glúmur kvaðst því betur þykja er
meira kæmi fyrir ef sá gyldi er maklegastur væri. Og nú
skilja þeir ræðuna að sinni og fer Þorbergur nú heim og
þykist vel hafa leikið.Spurðist þetta nú víða og þótti mönnum þetta illa orðið því
að fleiri menn unnu góðs hlutar Glúmi en Þorbergi og vænta
enn að hér muni önnur raun á verða um þetta mál en nú var
fyrst orðrætt af alþýðu. Nú sitja hvorirtveggja í kyrrðum um
veturinn.Svo er sagt að Þorbergur hittir Þorgeir goða frá Ljósavatni
því að vinátta var milli þeirra og spyr hann ráða um þetta
mál, hversu með skal fara, segir að hann þykist þar eiga
mikið traust um ráðagerðir sínar þar sem hann var. Þorgeir
bauð að búa til málið á hönd Glúmi en Þorbergur kvað þá þann
upp kominn sem honum var mest að skapi, fer nú heim síðan.Og er voraði bjóst hann að fara stefnuför til Glúms og biður
nú menn til fararinnar með sér. Hann ræðir um við
veturtaksmenn sína ef þeir vilja verða í ferð með honum en
þeir voru þó tregir til og fóru þó um síðir við fortölur
Þorbergs. Býst hann nú heiman og voru þeir átján saman. Þeir
höfðu kalt veður um daginn. Fara þeir nú þar til er kom á
Geirastaði. Þeir Glúmur sátu við eld þá er þeim var sagt að
mennirnir fóru að bænum. Nú hlaupa þeir til klæða sinna og
vopnast og ganga síðan í dyr út og nú senda þeir eftir mönnum
að veita þeim lið. Svo er sagt að þeir Glúmur voru átta saman
þar fyrir þá er Þorbergur kom.Nú koma þeir Þorbergur að bænum og ríða þegar í túnið og
stefnir Þorbergur þegar Glúmi um þjófskap. Svo er sagt að þá
er hóf stefnuna hljóp hann Geiri úr dyrunum út og að honum
Þorbergi og hjó til hans en Þorsteinn son Þorbergs brá við
skildi. Og þá hljóp Glúmur að og hjó til Þorsteins og veitti
honum þegar bana. Nú hlaupa út allir þeirra menn og til
bardagans og nú veitir Þorbergur Geira sár á fæti. Þá kom að
Hallur frá Sandfelli við tíunda mann og fór þegar til með
Glúmi og þeir tíu sem með honum voru.Og nú var skammt að bíða áður en Skúta kemur þar til með
tíunda mann og nú ræðir hann til sinna manna að þeir skulu
ganga á hæð nokkura er þar var hjá þeim og vildi hann
hvorigum veita og kvað þeim betur ganga sem skyldi, segir og
ef sá yrði brott ger af vígunum að þá mundi reynast brátt
hver ríkastur væri að Mývatni. Þá kom Þorfinnur Arnórsson að
ríðandi og fer þegar til bardagans með Glúmi. Og svo er sagt
að Þorfinnur hjó framan í andlit Þorbergi og var af því hann
kallaður höggvinkinni.Í þessu bili kemur að Arnór úr Reykjahlíð með tólfta mann og
gengur hann þegar í milli manna og skildi þá. Þar féllu allir
Austmennirnir en sinn húskarl var fallinn af hvorum en
Ótryggur, er áður var frá sagt, var særður til ólífis og
græddi Glúmur hann því að hann sagði hversu farið hafði um
merina þá er Þorbergur bauð honum að leiða hana í hlöðu Glúms
og varð nú bert illmælið af Þorbergs hendi við Glúm.Er nú leitað um sættir milli þeirra og kom svo að þeir skulu
gera um málin, Þorgeir goði frá Ljósavatni og Arnór úr
Reykjahlíð. Sú var gerð þeirra að á gengust vígin húskarlanna
en áverki Ótryggs er hann var særður til ólífis og enn aðrir
tveir menn líflátnir af liði Þorbergs skulu koma fyrir áverka
Geira. En sá áverki er Þorbergur hafði fengið skal vera fyrir
tilförina og ill málaefni er hann hafði með svikum að farið.
Þeir voru og allir drepnir Austmennirnir er með Þorbergi voru
og lágu þeirra víg kyrr svo að engi þeirra var fé bættur.
Þeir voru brott gervir þaðan úr sveitinni, Geiri og Glúmur
feðgarnir, og er svo sagt að Geiri bjó í Króksfirði á
Geirastöðum.Svo er sagt að Glúmur fékk Ingunnar Þórólfsdóttur
Véleifssonar. Þeirra son var Þórður. Og þótti Glúmur vera
mikill maður fyrir sér sem enn má nokkuð marka í þessum
frásögnum.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.