Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Reykd ch. 11

Reykdœla saga 11 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Reykd ch. 11)

Anonymous íslendingasögurReykdœla saga
101112

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Það er nú að segja að Háls kemur á fund Áskels frænda síns að
hann vildi láta biðja konu til handa sér. Áskell spyr hvar
hans hugur leikur á um þetta mál. Háls svarar að hann vill fá
þeirrar konu er Helga heitir og var Grana dóttir er bjó á
Granastöðum í Eyjafjarðardölum og biður Áskel vera
fulltingismann þessa máls fyrir sína hönd. Áskell fer með
Hálsi og vekur um bónorðið við Grana og bað hann gera sinn
vilja um þetta mál og gefa Hálsi konuna. Grani svarar að
Áskell skuli ráða þeim nokkura staðfestu og vera þeim jafnan
ásjáandi, lét þess þurfa mundi fyrir sakar ofstopa Háls og
hlutdeilni. Og nú takast þessi ráð og réð Áskell undir þau
Helgastaði. Tókust nú ástir með þeim og voru þau þó eigi
samlík í lundarfari.



Nú er það fyrst að segja að Hrafn á Hóli í Kræklingahlíð
skyldi fá dóttur þess manns er Atli hét. Hann bjó á Grund í
Bárðardal. Og nú biður Hrafn að Steingrímur fari með honum í
brúðferðina og svo gerði hann, fara nú til þess er þeir koma
til Atla.



Sá maður er nefndur til sögunnar er Örnólfur hét. Hann var
kallaður rella. Hann bjó á þeim bæ er heitir á Jarlsstöðum.
Örnólfur var maður auðigur að gripum og lausafé.



Það er sagt er hann var að brullaupinu er Atli gifti dóttur
sína að Steingrímur falaði yxn tvö rauð að Örnólfi sex vetra
gömul. Það voru góðir gripir en hann mat yxnin fyrir fimm
hundruð en Steingrímur bauð við stóðhross og varð kaup þeirra
að Steingrímur skyldi gefa til hálfmörk silfurs að hann næði
kaupinu. Eigi vildi Steingrímur hafa á brott yxnin fyrr en
Örnólfur sæi hrossin. Steingrímur sendi nú húskarla sína tvo
að færa Örnólfi hrossin og hafa þeir nú með sér á brott yxnin
og ætluðu heim með að fara til Steingríms. Þeir koma til
Lauga í Ljósavatnsskarði um kveldið og setja inn yxnin og eru
þar um nóttina.



En þá var haustboð undir Felli að Vémundar og komu þangað
göngukonur tvær og sögðu Vémundi yxnakaupið. Nú kemur
Vémundur að máli við Háls og bað hann halda þar nú háttum að
boðinu en hann kveðst eiga heimanferð fyrir hendi. Hann fór
nú við fjórða mann á Jarlsstaði til Örnólfs og kveðst vilja
kaupa yxnin til þess að gefa Áskatli, kvaðst engi yxn eiga
þau áður að honum þætti honum gefandi. Nú segir Örnólfur kaup
þeirra Steingríms og það með að þeir hefðu þegar í brott
farið með yxnin. Þá brást við griðkona ein og kvaðst hafa séð
yxnin á stöðli um daginn og kvað það engu gegna er hann
segði. Örnólfur kvað það hafa verið þau hin hvítu, hin fimm
vetra gömlu yxnin, og hélt einn veg sögu sinni sem áður,
þótti einskis örvænt fyrir Vémundi ef hann vissi eigi hið
sanna en hugði að hann mundi heim snúa þaðan og vildi hann
það eina láta af sér hljótast um mál þeirra að honum mætti
ekki um kenna. Vémundur fer nú að leita yxnanna og grunaði
sögu hans. Þeir koma nú til Tjarna og svo til Lauga og var
nær sem þeim væri vísað til yxnanna, taka í brott og hafa
heim með sér undir Fell um morguninn.



Vémundur vildi gefa Áskatli yxnin. Hann spyr Vémund hversu
hann hefir fengið. Hann segir sem farið hafði. Áskell vill
fyrir engan mun þiggja þegar hann veit hversu farið hafði. Nú
tekur Vémundur til sín yxnin og lætur ala til jóla og skal
Svartur vaka yfir um nætur.



Áskell lét illa yfir og kvað Vémund eigi fyrr af láta
óspektinni en nokkuð illt hlytist af honum og kvað það líkara
að Steingrímur mundi eigi vilja hafa svo búið, "þvílíka
svívirðing sem þú hefir nú gert honum."



Vémundur kvaðst eigi síður eiga að sjá til síns hlutar við
Steingrím og kvaðst gjarna vilja að hann fyndi það nokkuð
sinn. Áskell bað Vémund að hann skilaði aftur yxnunum en hann
kvað það mundu fjarri fara að hann vilji hafa sótta þá til
einskis annars en að senda þá nú aftur þegar og kvað
Steingrími svo munu þykja sem hann mundi nú eigi þora að
halda þeim og kvaðst ekki það gera. Nú skiljast þeir Áskell
og Vémundur og þykir sinn veg hvorum þeirra.



Nú koma þeir heim húskarlarnir, þeir er Steingrímur hafði
sent eftir yxnunum, og segja honum til svo búins hvað af þeim
var orðið. En hann lét þegar leita eftir. Fékk hann til
ferðarinnar Þorleif melrakka. Hann kaus Hrafn verkstjóra að
fara með sér. Nú fara þeir til þess er þeir koma til Vémundar
og ganga til fjóss. Þorleifur spurði Hrafn hvort hann vildi
taka uxana eða varðveita þann manninn er vakir en Hrafn kaus
að sjá fyrir manninum. Nú ráðast þeir inn í fjósið og leiðir
Þorleifur út uxana en Hrafn gengur nú fyrst þar til er
Svartur var og varðveitir hann á þá leið að hann rak öxi í
höfuð honum og veitti honum þegar banasár og kveðst það ætla
að hann mundi eigi segja Vémundi frá þeirra ferð. Nú ráðast
þeir á veginn og fara óþyrmilega með uxana yfir heiðina er
heitir Fljótsheiður. Kom þeim það eina í hug að Vémundur
mundi eftir þeim fara og vilja því firrast hann sem þeir
mega. Og er lýsa tekur nokkuð og uxarnir þreyttust víkja þeir
af götunni og leita sér hælis undir bökkum þar er síst mátti
þá sjá.



Nú er frá því að segja að einhver griðkona fór í fjós að
Vémundar og vildi vekja Svart og kvað hann eigi vera
trúlyndan er hann vakti svo ódygglega. En hann vaknar eigi
við kall hennar. Nú þrífur hún á honum og verður vör við að
hann er drepinn, hleypur inn með ópi miklu og segir Vémundi
að Svartur var dauður og þóttist Vémundur þegar vita hverju
gegna mundi, býst nú þegar til ferðar við tólfta mann og
ætlar að leita þeirra er verkið hafa unnið. Hann sendir þegar
eftir Konáli á Einarsstaði að hann komi til liðs við hann.
Konáll fór og við tólfta mann. Og er þeir finnast fagnar
Vémundur honum vel og skipta þeir liði og riðu þeir Konáll
götur til Ljósavatnsskarðs yfir fljótið en Vémundur leitar á
Fljótsheiði ef þeir hefðu eigi komist yfir fljótið. Hann
hafði sporhunda er Konáll hafði átt og nú finna hundarnir
uxana. Þá spruttu þeir Þorleifur upp og út á fljótið og höfðu
allt á kafi. Þeir Vémundur hleyptu nú eftir þeim en þeir
Þorleifur fóru á hól nokkurn. Þá komu þeir Vémundur þar og
sækja að þeim. Vémundur skaut spjóti á hólinn og kom á
Þorleif miðjan og flaug í gegnum hann. Hrafn þrífur spjótið
og sendir ofan aftur að þeim og steyptist sá dauður af baki
er fyrir varð. Hrafn hljóp á bak hesti sínum og hleypir sem
mest má hann þar til er hann kom heim og segir Steingrími um
sína ferð sem orðið var. En þeir hverfa aftur með uxana og
hjó Vémundur höfuð af hvorutveggja nautinu og sagði að
Steingrímur skal aldrei þeirra njóta þaðan af.



Og nú fer Vémundur á fund Áskels og segir honum hvað á millum
þeirra Steingríms hafði þá borið. Áskatli þótti þá farið hafa
sem honum kom í hug og von var að og býðst enn til að sætta
þá ef hann skal ráða fyrir hönd Vémundar. Nú játar Vémundur
hans ummælum. Þá sendi Áskell orð Eyjólfi Valgerðarsyni að
taka málum fyrir hönd Steingríms og koma til móts við hann að
Laugum í Ljósavatnsskarði. Og þar finnast þeir eftir því sem
Áskell beiddist. Og nú taka þeir til að tala um málin og var
sú sættargerð þeirra að vígin á standist, Þorleifs melrakka
og þess manns er Hrafn vó með því spjóti er Þorleifur hafði
bana af fengið, en fyrir uxana tvo sex hundruð og virt til
vöru. En Svartur skal koma fyrir það er teknir voru uxarnir
frá Steingrími í fyrstunni og skapraun þá sem Vémundur gerði
honum. Og nú segir Vémundur að hann þykist enn aldrei bætur
hafa haft fyrir þrælana þá er drepnir voru við Þingvað en
Áskell bað hann láta það eigi ofar komast og sagði að hann
mátti vel við una er menn vildu honum jafnan sættar unna hver
endemi sem hann tæki til bragðs og kvað hann eigi vera
meðalóspektarmann. Og eru nú sáttir enn um sinn.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.