Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Reykd ch. 1

Reykdœla saga 1 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Reykd ch. 1)

Anonymous íslendingasögurReykdœla saga
12

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Þorsteinn höfði hét maður. Hann bjó á Hörðalandi og var hann
faðir þeirra Eyvindar og Ketils hins hörska. Það var eitt
sinn í tali þeirra bræðra að Eyvindur kvaðst heyra gott af
Íslandi sagt og fýsti bróður sinn Ketil til Íslandsferðar með
sér eftir andlát föður síns. Ketill vildi eigi fara en bað
Eyvind svo vítt nema land að þeim ynnist báðum vel ef honum
líkaði þar landskostir. Eyvindur fór til Íslands og kom skipi
sínu í Húsavík á Tjörnesi og nam Reykjadal upp frá
Vestmannsvatni og bjó að Helgastöðum og þar var hann heygður.Náttfari sá er Garðari hafði út fylgt hafði eignað sér
Reykjadal áður og markað til á viði hversu vítt hann skyldi
eiga. En er Eyvindur fann hann gerði hann honum tvo kosti, að
hann skyldi eiga Náttfaravík ella alls ekki. Þangað fór
Náttfari.Ketill fór til Íslands að orðsending Eyvindar bróður síns og
seldi áður jarðir sínar austur. Hann bjó fyrstur að
Einarsstöðum í Reykjadal. Hann var faðir Konáls, föður Einars
er þar bjó lengi. Eyvindur átti mörg börn. Synir hans voru
þeir Helgi á Helgastöðum er þeir eru við kenndir, hann
drukknaði á Grímseyjarsundi, og Áskell goði er bjó í Hvammi,
faðir Víga-Skútu og Þorsteins. Dætur Eyvindar voru þær
Þorbjörg er átti Þormóður úr Laxárdal og Fjörleif er átti
Þórir leðurháls son Þorsteins Gnúpa-Bárðarsonar. Þeirra synir
voru þeir Vémundur kögur, Herjólfur, Háls, Ketill í Húsavík,
Áskell og Hávarður er bjó í Fellsmúla.Eysteinn hét maður. Hann var Mánason og rómlendur að kyni.
Hann bjó í Rauðaskriðu við Fljótsheiði. Hann var
ójafnaðarmaður mikill.Mýlaugur hét nábúi hans. Hann bjó á Mýlaugsstöðum. Hann var
barnfóstri Hávarðs Fjörleifarsonar. Mýlaugur var auðigur
maður og síngjarn.Eysteinn fór til við sjötta mann og tók fyrir Mýlaugi fjögur
mælihlöss skíðaviðar og hafði með sér heim því að hann vildi
eigi selja honum. Oft hafði hann fengið honum áður við og
hafði hann eigi fyrir goldið. Mýlaugur sagði til Hávarði en
Hávarður Áskatli goða móðurbróður sínum. Áskell kvað Eystein
eigi vera jafnaðarmann Mýlaugs viðureignar og vildi hann
sjálfur til vekja um málið við Eystein, sem hann gerði um
vorið. Eysteinn lagði gerð undir Áskel um þetta mál því að
hann var réttlátastur manna í sættargerðum hverjir sem í hlut
áttu. Áskell gerði Mýlaugi við jafnmikinn og tólf aura
silfurs fyrir sakastaði. Þá var goldið silfrið þegar en
viðurinn litlu síðar. Kvaðst Eysteinn eigi oftar skyldu
leggja undir Áskel sitt mál. Ekki taldi Áskell að því.Það mund kom Þorsteinn bölkamaður eða bolstöng út í Húsavík,
systurson þeirra Áskels, og átti í skipi. Hann fór til
Hávarðs og lét bera varnað sinn til Eyjafjarðar og þótti ekki
á verða nema starf eitt og seldi þar Eysteini úr Rauðaskriðu
þrjú hundruð lérefta og klæði fyrir tíu hundruð og bauð
Eysteini að flytja til skips í Húsavík verðið áður fjórar
vikur eru af sumri. Hávarði þótti það í illa skuldastaði selt
þá er hann vissi en hélst kaup sem áður. Og er vora tók þá
heimti Þorsteinn að Eysteini. Hann kvað Þorstein eigi þurfa
að annast um.Og annað sinn er Þorsteinn kom að heimta að Eysteini þá
svaraði Eysteinn: "Eg hefi," segir hann, "selt öðrum mönnum
léreftin. Nú gelst mér seint af þeim sem eg á að heimta að en
verr hefir mér gengið en eg hugði til að kaupa við þig því að
léreftin voru verri en eg ætlaði."Þorsteinn kvað Eystein óspilltan varning tekið hafa. Og nú
þykir sinn veg hvorum þeirra og þar kom nú mál þeirra að
Eysteinn kvað það mundu best að heimta ekki fyrir varninginn
og láta þar niður falla það mál sem nú var komið. Og þar kom
nú máli með þeim að þeir skildu.Hávarður segir að nú fór svo sem hann grunaði og hann gat til
þá þegar er Þorsteinn sagði honum kaup þeirra: "Það sýnist
mér fyrir liggja að leita til Áskels um þetta mál sem öll
önnur og þau er hans sómi liggur við og frænda hans og er sá
líkastur að rétta þetta mál við Eystein."Þorsteinn kvaðst eigi vilja kæra frændur sína um þetta mál og
bauð nú Eysteini hólmgöngu þá er hann varnaði honum
gjaldsins. Og nú tókst hólmgangan með þeim og varð hún með
því móti að Þorsteinn hjó af Eysteini skjöldinn og nær undan
honum fótinn. Tók hann þar þrjár merkur silfurs og svo fékk
hann þar vöru sína alla. Fer hann nú utan og þykir hann mikið
hafa vaxið af þessu máli. En frá Eysteini er það að segja að
fótur hans var græddur og gekk hann jafnan haltur síðan er
hann hafði barist við Þorstein.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.