Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Glúm ch. 100

Víga-Glúms saga 100 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Glúm ch. 100)

Anonymous íslendingasögurVíga-Glúms saga
100

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):





(Brot sögunnar úr AM 445c 4to. Brotið er slitrótt framan af
en hefst hér í 7. kafla og nær fram í þann 8.)



Síðar sumars kom Glúmur skipi sínu í Eyjafjörð og fréttist
þetta brátt um sveitina. Og er hann eigi mjög lengi í
kaupstefnu og fer heim til bús síns með auð fjár og mikil
metorð er hann hafði fengið utanlendis. En hið sama skaplyndi
hefir hann að hann var fámálugur sem hann var áður hann fór
utan. Og eigi lét hann sem hann heyrði það er gerst hafði út
hér meðan hann var brautu. Hvern morgun svaf hann til dagmála
og annaðist ekki um bú en menn væntu þó að hann mundi
höfðingi verða í því héraði svo ágætleg sem utanför hans
hafði orðið.



Það sumar áttu þau að hafa akurinn ef að réttu færi. Fé
Sigmundar gekk þeim mjög að meini og var hvern morgun í túni
þá er upp var staðið og lagðist það í vanda.



Það er sagt einn morgun snemma að Ástríður vekur Glúm og bað
hann upp standa "því að hér er kominn fjöldi nauta er
Sigmundur á og brjóta niður andvirki vort en eg hefi eigi
fráleik til að reka á brautu en verkmenn mínir eru farnir til
sýslu sinnar og þykist eg þurfa nú mjög þinnar forsjá. En mér
verða að öngu meiri vandræði en að fjárfjölda Sigmundar því
að þeir hlaða undir mér jörðina og vilja koma okkur svo í
braut. En verkmenn vilja lítt gera minn vilja en þú mátt það
sjá að þér í hendur býrð þú þá eigu. Hygg eg og mjög niður
munu falla ætt vora ef eigi staðfestir þú þig meir í þína ætt
héðan af en hér til."



Glúmur segir: "Lítt hefir þú mig til verks kvatt og má vera
að stjórn standi af mér en brottu mun eg vísa nautunum að
sinni og er eigi oft á það að minnast að þú hafir mér vinnu
boðið og skal eigi illa við verða."



Sprettur upp síðan og tekur hest sinn og einn trélurk í hönd
sér og keyrir í braut nautin og keyrði þau mjög þar til er
þau koma í tún Sigmundar og lét þau spilla þar sem þau vildu.
En Þorkell var vanur um morgna að geyma til andvirkis heima
en Sigmundur fylgdi verkmönnum til vinnu.



En er Þorkell verður var við þetta fór hann til og mælti við
Glúm: "Þess áttu von að menn munu eigi þola þér það ef þú
meiðir fé manna þótt þú þykist hafa framið þig mjög í
utanferð þinni."



Glúmur segir enn ómeidd öll naut hans "en ef þau koma oftar
oss að meini þá munu eigi öll ómeidd og lát þú eigi illa yfir
ef þú hlítir því einu við," kvaðst og eigi munu hafa mein af
fénaði hans héðan í frá sem þangað til og lést eigi vilja
ágang hans hafa.



Þorkell svarar: "Stórlega lætur þú nú og þykist þú hafa
framið þig en oss þykir þú jafn sem áður glópaldinn er þú
fórst utan og munum vér ekki gera ráð vort eftir geipun
þinni."



En er Glúmur veik heim á leið þá setti að honum hlátur og brá
honum svo við að hann gerði fölvan í andliti og hrutu úr
augum hans tár þau er þá voru því lík sem hagl það er stórt
er og þann veg brá honum við jafnan síðan er víghugur var á
honum. Og skildu þeir að því. Fer Glúmur heim.



Það er enn sagt eitt sinn um haustið að Ástríður kom enn að
Glúmi og bað hann vaka og skipa til verks vinnumönnum og lét
honum mundu hlýðnari húskarla en sér og mundi nú verða
heyverki, ef svo væri til skipað sem þyrfti, lokið öllu í dag
"og er nú nauðsyn í að duga en nú verður búsýsla Sigmundar nú
meiri og var þar lokið heyverki fyrir stundu og fóru þau
Sigmundur og Vigdís snemma í morgun til akursins Fitjaskafa
og munu ætla að hafa akurinn nú er vér ættum að hafa ef að
réttu færi."



Þá stóð Glúmur á fætur og varð eigi þó fyrr búinn en að
dagmálum. Hann tók þá feldinn blá og spjótið gullrekna í hönd
sér og söðlar hest sinn.



Ástríður mælti: "Mjög vandar þú nú sonur minn búning til
heyverksins."



Glúmur mælti: "Eigi fer eg oft til að vinna en þá skal bæði
gera mikið og búast vel til og hefi eg hugleitt það er þú
ræddir en eg kann ekki mjög til verksins að skipa og mun eg
ríða upp til Hóla og þiggja heimboð að Þorsteini bróður
mínum."



Síðan reið hann yfir ána en þá er hann kom til Fitjaskafa þá
tók hann dálkinn úr feldinum og eru þau þar hjónin í akrinum.



Og er hún Vigdís sér hann, gengur í móti honum, biður hann
heilan koma "og þykir mér illa er svo er fátt með yður, svo
náin frændsemi sem með yður er, og viljum vér allan hlut í
eiga að fleira sé með yður en færra. En það er af er gert við
þig viljum vér yfir bæta."



Glúmur segir ekki það að orðið "að eigi megi vel vera í
frændsemi vorri. En því veik eg hingað að dálkurinn er eigi í
feldinum og vil eg að þú saumir á feldinn."



En hún lést gjarna það vilja og svo gerði hún.



Þá mælti Glúmur: "Nú er vel gert" og fer í feldinn og tekur
spjótið og lítur yfir akurinn og mælti: "Eigi brást hann enn
Fitjaskafi."



Síðan snarar hann að Sigmundi og brá spjótinu en Sigmundur
sprettur upp í móti en Glúmur hjó þegar í höfuð honum og
þurfti hann eigi fleiri. Þá gekk hann að Vigdísi og mælti að
hún mundi fara heim og segja Þorkeli að Sigmundur væri eigi
einfær heim af akrinum að fara. En Glúmur reið þá til Hóla um
aftaninn og segir bróður sínum eigi tíðindin. En er Þorsteinn
sá búning þann er Glúmur hafði, bæði feld og spjót, fann hann
blóðnætur í nöglum og spurði hvað hann hefði höggvið með því
fyrir skömmu.



Glúmur segir: "Það er satt. Eigi hefir mér í hug komið að
segja þér. Eg drap Sigmund áðan Þorkelsson."



Þorsteinn segir: "Það mun Esphælingum tíðindi þykja þó, mágum
hans."



(Næst er brot úr Vatnshyrnu, AM 564a 4to. Það er slitrótt en
hefst hér með 15. kafla.)


15. kafli



Nú kemur Ingólfur út með mikilli sæmd og fer til Þverár og
tekur Glúmur við honum með hinum mesta fagnaði og bauð honum
með sér að vera og var nú ekki verknaði haldið á hendur
honum.



Einn dag mælti Ingólfur við Glúm að hann mundi líta yfir
varning hans og svo gerir hann og sýnist honum vel varið vera
munu.



Og þá mælti Ingólfur: "Þú fékkst mér fararefni. Nú vil eg að
þú hafir fé þetta er eg hefi fengið."



Glúmur mælti: "Það eitt fé hefir þú að eg vil eigi ágirnast
og vil eg eigi hafa."



Ingólfur mælti: "Hér eru tjöld og kyrtill er eg hefi keypt
til handa þér."



Glúmur svarar: "Þiggja skal eg gjafir að þér."



Það var einn dag að menn fóru til mannamóts að Glúmur mælti
við Ingólf: "Hvort viltu heldur Ingólfur ríða til mannamóts
eða vera heima með mér?"



Ingólfur mælti: "Það er mér nú í hug að skiljast eigi við
þig. Hross þau er eg á hér vil eg að þú eigir."



"Þiggja mun eg þau nú en það vil eg að finnum Þorkel á Hamri
vin okkarn fornan."



Og nú ríða þeir tveir saman til Hamars og tekur Þorkell við
þeim með hinum mesta fagnaði og taka þeir á hjali mjög lengi.



"Sá maður er í för með mér," segir Glúmur, "er eiga þykist
nokkuð við þig að mæla. En þú hefir mjög illa haft úr málum
við hann og nú máttu það bæta með þeim hætti að gifta honum
dóttur þína. Og er hann maklegur þess ráðs en eg mun peninga
til leggja með honum en eg hefi reynt hann að góðum dreng. Og
ef þú gerir eigi eftir mínum vilja hér um muntu missmíði sjá
á þínu ráði og það muntu muna eiga að eg mun nokkurs virða
mína umræðu."



Og þessu játtar Þorkell hvort honum líkar betur eða verr og
fær Ingólfur þessa konu og gerist góður bóndi og slítur
aldrei vinfengi við Glúm og er undir hans valdi og gerist
nýtur maður og vinsæll og bjó lengi þar í héraði.



(Annað brotið úr Vatnshyrnu hefst framarlega í 16. kafla og
nær fram í 18. kafla.)



". .. óvinir koma að mér er næsta eru nógir til."



Glúmur segir: "Þú munt vera blauthugaður en við það að þú
hefir mig heim sóttan þá mun eg veita þér enn nokkura hjálp
ef þú vilt þekkjast. Kom þú í Mjaðmárdal til selja minna. Þar
mun eigi fjölmenni fyrir."



Hann svarar: "Þann kost vil eg gjarna."



Skiljast þeir nú við svo búið og fer Glúmur til þings.



En Ásbjörn fer til móts við Skútu og segir honum hvar komið
var málinu en hann lætur allvel yfir "og muntu nú með mér
vera."



Og er að því líður að þeir Glúmur skulu finnast býst Skúta
heiman með þrjá tigu manna og nú ríður hann á leið. Og er
hann kemur norðan yfir Vöðlaheiði og á hjalla þann er heitir
Rauðahjalli, þar stíga þeir af baki.



Þá mælti Skúta: "Hér munuð þér fyrst nokkura dvöl eiga. Mun
eg ríða inn með hlíðinni og vita ef nokkuð verður til fengjar
því að nú hefir langt verið síðan vér hittum menn úr
héraðinu."



Ríður hann með vopnum sínum og er hann reið í dalinn sér hann
að maður reið neðan eftir dalnum frá Þverá og var í grænni
kápu og var mjög mikill. Hann kennir Glúm. Nú stígur hann af
baki hestinum. Skúta hafði vesl yfir klæðunum utan og var það
tvílitt, svart og hvítt, og lét hest sinn í lægð eina og
gengur síðan heim að selinu. Var Glúmur þá kominn inn í
selið. Það var þann dag er Glúmur og sendimaður Skútu áttu að
finnast. Skúta hafði í hendi sverðið Fluga og hjálm á höfði.
Gengur hann þá að selsdyrunum og laust mikið högg á vegginn
og víkur síðan öðrum megin hjá selinu. Glúmur gekk þá út og
hefir ekki í hendi sér og snýr öðrum megin hjá selinu og
kemur í hug, er maðurinn var eigi djarfur, að hann mundi eigi
traust til bera að ganga að selsdyrunum. Nú víkur Skúta á
milli selsdyranna, og Glúmur er hann sér það og kennir
manninn þá hopar hann undan. En árgljúfur voru nær selinu.
Skúta biður að hann bíði.



Glúmur svarar: "Það mun mælt að eigi mun fjarri um vera hvor
okkar betur er vígur ef við værum jafnbúnir til en ekki mun
eg ganga á vopn þín" og hopar að gilinu en Skúta sækir að
honum.



Og er Glúmur kom fram á gljúfrin steypir hann sér þar ofan
fyrir gljúfrin en Skúta leitar sér ofan að fara þar er ganga
mátti og sér hvar kápuna rak ofan fyrir gljúfrin og hleypur
að og leggur til.



Og þá heyrir hann mannsmál upp yfir sig og mælti sá: "Það er
lítil fremd að spilla klæðum manna."



Skúta sér og kennir Glúm og hafði hann það vitað að þar var
undir tó ein er hann fór ofan og réð hann því til að hann sá
ekki úrfæri sitt annað.



"Á það áttu að minnast að nú hefir þú runnið."



Glúmur svarar: "Það mundi eg vilja að eigi rynnir þú skemmra
áður sól settist í kveld."



Og þá kvað Glúmur þetta:



Hálfs eyris met eg hvern

hrísrunn fyrir sunnan.

Vel hafa víðir skógar

vargi oft um borgið.


Þar skilur nú með þeim. Fer Glúmur heim og safnar mönnum og
segir hvert vélræði honum var sett af óvina sinna hendi og
lést vilja að það yrði aftur goldið. Hann fær nú á skammri
stundu sex tigu manna, ríða nú upp í dalinn.



En nú er frá Skútu að segja, er hann gekk til hests síns og
sá mannareiðina og veit að það mun honum eigi endast að leita
einkis undanbragðs, brýtur spjótið af skaftinu og hefir fyrir
staf, tekur og af söðulinn og ríður berbakt, snýr nú veslinu
en geymir öll þing sín. Síðan reið hann að sauðum og æpir
mjög hátt.



Nú koma þeir eftir honum og spyrja ef hann sæi nokkurn mann
riðið hafa um leitið fram með vopnum.



Hann segir: "Sá eg víst."



Þeir spyrja hvað hann heiti en hann segir: "Margur í
Mývatnshverfi en Fár í Fiskilækjarhverfi."



"Og svarar þú af skætingu," segja þeir.



En hann lést eigi kunna að segja sannara. Og þá skilur með
þeim en Skúti tekur vopn sín og söðulreiði og reið hvatlega
til manna sinna.



En hinir finna Glúm og segja að þeir fundu þann mann er þeim
svaraði af skætingu og kvaðst heita Margur í Mývatnshverfi en
Fátt í Fiskilækjarhverfi.



Glúmur segir: "Nú hefir mjög vangeymt að verið. Þar hafið þér
Skúta fundið eða hvað mætti hann sannara segja? Því að í
Mývatnshverfi er hver skúti við annan en í Fiskilækjarhverfi
sér aldrei einn skúta og nærri hefir nú lagt kempunni."



Og nú ríða þeir uns þeir koma að hjallanum og eru þeir þar
fyrir. En þar er einstigi upp að ganga og er þar betra að
verja með þrem tigum manna en sækja að við sex tigu manna.



Þá mælti Skúta: "Svo er nú og Glúmur, nú hefir þú kost til
gefið að sækja eftir og má vera að þú þykist þín eiga í að
hefna fyrir undanhaldið og allknálega hélst þú undan og gott
áræði barstu til að hlaupa í gilið."



Glúmur segir: "Satt var það að eg gerði það. En kunnir þú að
vera hræddur þá er þú lést vera sauðamaður Eyfirðinga og
leyndir vopnum þínum og eigi rannstu skemmri leið en eg."



Skúta segir: "Nú megið þér að sækja. Nú mun eg eigi renna
lengra og hefir þú nú hálfu meira lið en eg og munum vér þó
hér bíða og eigi lengra eltast láta."



Glúmur segir: "Eg ætla að nú munum vér þó skilja að sinni og
virði nú hver sem vill."



Skúta ríður heim norður en Glúmur til Þverár.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

  • text: if the stanza has been published, the edited text of the stanza and translation are here; if it hasn't been published an old edition (usually Skj) is given for reference
  • sources: a list of the manuscripts or inscriptions containing this stanza, with page and line references and links (eye button) to images where available, and transcription where available
  • readings: a list of variant manuscript readings of words in the main text
  • editions and texts: a list of editions of the stanza with links to the bibliography; and a list of prose works in which the stanza occurs, allowing you to navigate within the prose context
  • notes and context: notes not linked to individual words are given here, along with the account of the prose context for the stanza, where relevant

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.