Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Glúm ch. 19

Víga-Glúms saga 19 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Glúm ch. 19)

Anonymous íslendingasögurVíga-Glúms saga
181920

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Halli hafði varðveitt bú Bárðar meðan hann var utan og hafði
látið höggva í skógi timbur í Miðárdal er Bárður átti. Hann
hafði og út mikla viðu. Hann var stundum að búi sínu, stundum
með föður sínum. Bárður segir að hann vill sækja timbur sitt.Halli svarar: "Það vildi eg að þú færir eigi sjálfur og mun
þeim eigi gott að trúa feðgum."Bárður segir að menn mundu ekki verða varir við ferð þeirra.
Hann fór og húskarl með honum að sækja timbrið og höfðu
fjölda hrossa. En Una kona hans hafði farið í Víðines til
Oddkötlu systur sinnar og kom Bárður þar og bauð Hlenni honum
að fá mann annan í skóginn en hann biði þar, þótti það meiri
varúð. Hann kvað þess eigi þurfa.Þær systur leiða hann úr garði. En er þær hurfu aftur leit
Una aftur um öxl eftir honum og féll í óvit. En er hún
vitkaðist spurði systir hennar hvað hún hafði séð."Eg sá dauða menn ganga á mót honum Bárði og mun hann feigur
vera og munum við eigi sjást síðan."Nú fara þeir Bárður og leggur þoku yfir er þeir koma í
skóginn og binda þeir drögur og hefta hross.Um morguninn snemma var smalamaður á fótum að Þverá.Það var oft að Vigfús hitti smalamann og spurði tíðinda og
svo var þenna morgun og mælti: "Undarlegt er það að þú finnur
jafnan fé í slíku myrkri. Aldrei mundi eg fé finna í slíkum
myrkva."Hann svarar: "Lítið varð mér fyrir að hitta féið. Meira varð
þeim fyrir að finna hrossin í morgun er eg sá í skóginum og
stóðu nær hjá þeim sjálfum og létu þeir þó vænt yfir sér og
var annar í grænum kyrtli og hafði skjöld á hlið."Vigfús spyr ef hann kenndi manninn.Hann kveðst ætla að Bárður væri "því að hann á skóginn er
þeir voru í."Vigfús mælti: "Sæk þú hesta mína þrjá."Austmenn voru þar tveir á vist. Þá bað Vigfús ríða með sér og
kveðst mundu ríða til laugar. Hann stefnir suður úr garði um
Laugardal.Þá mæltu Austmenn: "Hvert viltu nú ríða?"Hann svarar: "Ríða að erindum mínum fyrst" og reið sýnu fyrr
en þeir og fóru fyrir ofan bæi suður þar til er þeir sáu Bárð
fara úr skóginum með dragnahrossin.Húskarl Bárðar sá eftirreiðina og mælti: "Hart ríða þessir
eftir," segir hann."Hver tíðindi eru það?" segir Bárður.Hann svarar: "Þar er Vigfús og vildi eg að við riðum undan og
er nú svívirðingarlaust meðan við vitum eigi hvað þeir
vilja."Bárður segir: "Eigi mun Vigfús ráða á mig við þriðja mann ef
þú ert eigi með mér."Hann svarar: "Fúsari em eg að fara með hestana en þú ríðir í
Víðines. Er það eigi ámælisvert er þú ríður þangað er þú átt
erindi enda veistu eigi víst þeirra erindi er eftir ríða en
Hlenni mælti að þú skyldir eigi trúa þeim."Bárður segir: "Þú skalt ríða fyrir og gera menn vara við ef
för mín verður seinni en líkindi séu á því að ekki mun skjótt
um skipta með okkur Vigfúsi ef við skulum tveir á sjást en
hann er betri drengur en hann muni með þriðja mann að mér
ganga. En ef við erum tveir en þeir þrír þá munu þeir njóta
liðsmunar."Nú gerði hann sem Bárður mælti en Bárður leysti skjöld sinn
og bjóst við sem honum þótti vænst. Og er þeir fundust þá
spyr Bárður hvert erindi þeirra væri. Vigfús sagði að þeir
mundu eigi báðir af þeim fundi fara lífs.En Bárður kveðst búinn þess ef þeir skyldu tveir við leikast
"en það er engi vaskleikur að þrír gangi að einum."Þá mæltu Austmenn að þeir mundu heima hafa setið ef þeir
vissu erindið en létust þó ekki lið veita mega ef menn kæmu
til fulltings við Bárð er förunautur hans hleypti í brott.
Vigfús bað þá sjá fyrst hversu færi. Síðan börðust þeir langa
hríð og varð hvorgi sár en Vigfúsi horfði því óvænna að hann
varð að hopa í hverju sinni áður hann næði höggfæri. Bárður
hafði sverð og varði sig ágæta vel og varð ekki sár.
Austmönnum sýnist ófarnaður mikill ef Vigfús er að jörðu
lagður en þeir standi hjá en menn komi til fulltings við
Bárð. Þá hlaupa þeir að Bárði og drepa hann og var hann
örendur er þeir Hlenni komu.En þeir Vigfús riðu heim og lét Glúmur illa yfir verkinu og
kveður mikinn vanda hafa aukist í héraðinu. Halli fer á fund
fóstra síns Einars í Saurbæ og biður hann taka við málinu.
Hann lést þess skyldur að mæla eftir frænda sinn og
fóstbróður sinn, ríða síðan á fund Þórarins og biðja hann
liðveislu. Þórarinn segir að hann veit eigi vonir þess manns
að hann vilji heldur við eiga og bundu sitt vinfengi með
særum, þetta mál og hvert annað.Fóru mál til þings og var leitað um sættir. En þar var svo
þungt fyrir að engi voru völ á því, því að í móti voru
lögvitrir menn og hugdjarfir, Möðruvellingar og Esphælingar.
Lauk þessu máli svo að Austmenn urðu sekir og var gefið fé
til farningar Vigfúsi og skyldi þrjú sumur leita við utanför
og hafa þrjú heimili á hverjum misserum og var hann þá
fjörbaugsmaður. En hann mátti eigi heima vera fyrir helgi
staðarins og var hann að Uppsölum löngum og ætluðu að hann
mundi vera í öðrum fjórðungum landsins og vildi hann eigi
utan fara á því méli. Varð hann þá alsekur og hélt Glúmur
hann á laun.En því skyldu eigi sekir menn þar vera að Freyr leyfði eigi
er hof það átti er þar var. Fór því fram sex vetur.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.