Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Glúm ch. 16

Víga-Glúms saga 16 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Glúm ch. 16)

Anonymous íslendingasögurVíga-Glúms saga
151617

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Glúmur gifti Þorlaugu dóttur sína Víga-Skútu að Mývatni
norður og fyrir sakar þeirra sundurlyndis þá lét hann hana
fara heim til Þverár og lét hana eina. Það líkaði Glúmi
þungt. Síðan bað hennar Arnór kerlingarnef og átti hana. Frá
þeim eru komnir göfgir menn. Síðan var með þeim Glúmi og
Skútu fæð mikil.Eitt sumar kom einn einhleypingur á fund Skútu og bað sér
viðtöku. Hann spurði hvað honum var á höndum. Hann lést vera
vígamaður og eiga óvært í sínum héruðum.Skúta segir: "Eigi veit eg mér vanda á við þig eða hvað viltu
til vinna ásjá minnar?"Hann svarar: "Til hvers mælir þú?"Skúta segir: "Þú skalt fara sendiför mína til Víga-Glúms og
mæla þessum orðum við hann að þú þykist þurftugur að hann sé
forstjórnarmaður þíns ráðs. Eg get að nú beri svo til um fund
ykkarn að hann sé í þingreið. Hann er þrautgóður ef menn
þurfa hans og má vera að hann mæli að þú farir til Þverár og
bíðir hans þar. Þú skalt segja að meir sé þér þröngt og þú
vildir heldur mega tala við hann einn saman. Og með því kann
vera að hann leggi nokkur ráð til. Þess skaltu beiðast að
hitta hann í Miðárdal er gengur upp frá bænum að Þverá og sel
hans standa í. Lát þér þar líka að finna hann að á kveðnum
degi."Þessu játar hann og gengur nú allt þetta eftir því sem Skúta
setur ráð til. Þessi flugumaður kemur nú aftur til Skútu og
sagði honum.Hann segir: "Þá hefir þú vel leyst þitt erindi og ver nú með
mér."Nú líða stundir og er þar kemur tíma sem Glúmur hafði heitið
sendimanni að þeir mundu finnast þá býst Skúta heiman með
þrjá tigu manna. Hann ríður norðan og kemur vestur yfir
Vöðlaheiði og á hjalla þann er heitir Rauðahjalli. Þar stíga
þeir af baki.Þá mælti Skúta: "Hér munuð þér eiga dvöl um hríð en eg mun
ríða inn með hlíðinni, vita ef nokkuð verði til fengjar."Hann sér er hann sækir í dalinn að maður reið upp frá Þverá,
mikill og í kápu grænni, og kennir að þar ríður Glúmur. Þá
steig hann af hestinum. Hann hafði vesl yfir sér tvískipt,
svart og hvítt. Hann lét hestinn í rjóðrið og gengur síðan
til selsins og var Glúmur þá kominn í selið. Skúta hafði
sverð í hendi það er Fluga hét og hjálm á höfði, gengur að
selsdyrunum og laust á vegginn og víkur síðan hjá selinu.
Glúmur gengur út svo að hann hafði ekki í hendi, sér engan
mann, snýr hjá selinu. Komst þá Skúta í milli hans og
selsdyranna. Þá kennir Glúmur manninn og hopar undan en
árgljúfrin voru nær selinu. Skúta biður hann bíða. Hann telur
það jafnlegt ef þeir væru jafnbúnir við. Glúmur hopar að
gljúfrunum en Skúta sækir eftir. Glúmur steypist ofan fyrir
gljúfrin en Skúta leitar þar ofan er ganga mátti og sér í
gljúfrunum hvar kápuna rak og hleypur til og leggur þegar
til.Þá heyrir hann mál yfir sig: "Lítil fremd að spilla klæðum
manna."Skúta sér upp og kennir þar Glúm. Hann hafði raunar vitað að
þar var undir tó ein er hann fór ofan.Þá mælti Skúta: "Á það áttu að minnast Glúmur að nú hefir þú
runnið og beiðst eigi Skútu."Glúmur segir: "Satt er það en vilja mundi eg það að þú rynnir
eigi skemmra áður sól settist í kveld."Þá kvað Glúmur þetta:Hálfs eyris met eg hvern

hrísrunn fyr á sunnan.

Vel hafa víðir skógar

vargi oft um borgið.


Þar skilur með þeim því sinni. Fer Glúmur heim og safnar sér
liði og segir hvert vélræði fyrir hann var sett, lést og
vilja að brátt gyldist. Hann fær á skammri stundu sex tigu
manna, ríða upp í dalinn. Skúta gekk til hests síns þá er
þeir Glúmur skildu og reið með hlíðinni og sér nú
mannareiðina og veit að það má honum eigi endast að finna þá,
leitar sér ráðs, brýtur spjótið af skafti og hefir fyrir
staf, tekur af söðulinn og ríður berbakt, snýr veslinu, ríður
að sauðum og æpir hátt. Þeir koma eftir og spyrja ef hann sæi
nokkurn mann ríða um leitið fram með vopnum, skörulegan. Hann
kveðst séð hafa.Þeir spurðu: "Hvað heitir þú?"Hann svarar: "Eg heiti Margur í Mývatnshverfi en Fár í
Fiskilækjarhverfi."Þeir segja: "Skætingu og spotti viltu svara oss."Hann lést eigi sannara kunna að segja og skilur með þeim. Og
þegar þeir voru skildir tók hann vopn sín og söðulreiði, reið
hvatlega til manna sinna. Þeir finna Glúm og sögðu að þeir
fundu mann er þeim svaraði spotti einu og sögðu hvað er hann
nefndist."Nú hefir orðið ráðfátt," segir Glúmur, "þar hafið þér Skútu
fundið eða hvað mátti hann sannara segja því að í
Mývatnshverfi er margur hellisskúti en í Eyjafirði í
Fiskilækjarhverfi hittir engi skúta og hefir nú nær haft með
oss og eftir skulum vér enn ríða."Koma að hjallanum og eru þeir þar fyrir. En þar er einstigi
að og er þar betra að verja með þrjá tigu manna en sækja að
með sex tigum.Þá mælti Skúta: "Kostgæft hefir þú nú mjög að sækja eftir
mér. Má nú vera að þú þykist þess eiga í að hefnast fyrir
undanhaldið og gott áræði barstu til að hlaupa í gilið. Ekki
varstu þá ófóthvatur."Glúmur segir: "Satt var það. Kunnir þú og hræddur að verða þá
er þú lést vera sauðreki þeirra Eyfirðinga og leyndir vopnum
þínum en þú braust sum. Ætla eg að eigi rynnir þú skemmri
leið en eg.""Hversu sem hér til hefir farið þá sæk nú með hálfu fleira
lið."Glúmur svarar: "Eg ætla að nú munum við skilja að sinni.
Verður nú virt sem má í hvorn stað."Skúta ríður nú norður en Glúmur heim til Þverár.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.