Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Glúm ch. 11

Víga-Glúms saga 11 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Glúm ch. 11)

Anonymous íslendingasögurVíga-Glúms saga
101112

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Sá maður er nefndur til sögunnar er Arnór hét og var kallaður
rauðkinnur. Hann var Steinólfsson, Ingjaldssonar, og
bræðrungur Glúms að frændsemi. Hann hafði lengi í förum verið
og var vel metinn og var með Glúmi jafnan er hann var út hér.
Hann veik til við Glúm að hann biði konu til handa honum.
Glúmur spyr hverrar konu hann vilji biðja.



Arnór segir: "Þórdísar Gissurardóttur er Þorgrími Þórissyni
var synjað."



Glúmur segir: "Óvænt þykir mér það horfa því að mér þykir
ykkar engi munur. En Þorgrímur á bústað góðan og auð fjár,
frændaafla mikinn en þú átt engan bústað og ónóg fé. En eg
vil eigi ójafnað bjóða Gissuri svo að eigi ráði hann fyrir
dóttur sinni sem hann vill því að Gissur er góðs verður frá
mér."



Arnór segir: "Þá nýt eg góðra frænda ef eg get þá betra kost
að þú flytjir mitt mál. Heittu honum vinfengi þínu og mun
hann þá gefa konuna því að þetta mundi jafnræði kallað ef
eigi hefði svo fríðum manni verið frá vísað áður sem
Þorgrímur er."



Glúmur lét að eggjast og fór með honum á fund Gissurar og
tjár málið fyrir honum.



Gissur svarar: "Vera kann það Glúmur," segir hann, "að það
verði mælt að mér mislítist ef eg gef dóttur mína Arnóri
frænda þínum en mér sýndist eigi að gefa Þorgrími."



Glúmur segir: "Rétt er mælt en þó er því að lýsa ef þú vilt
vort mál virða að þar í mót mun mitt vinfengi koma."



Gissur svarar: "Það þykir mér mikils vert en grunar mig að þá
komi í mót óvinfengi annarra manna."



Glúmur segir: "Þú sérð og ráð þitt en miklu mun hér um skipta
minn þótta hvort þú gerir."



Þá segir Gissur: "Eigi skaltu erindlaust fara þetta sinn" og
rétti fram höndina og festir Arnór sér konu.



En Glúmur segir að hann vill það til leggja að brullaup skal
vera að Þverá um haustið og skilja þeir nú við svo búið.



Arnór átti malt út að Gásum og skyldi hann sjálfur sækja og
húskarl einn með honum. En Þorgrímur Þórisson fór þann dag
til laugar er þeirra var utan von með maltið og voru að
Hrafnagilslaugu og sex húskarlar hans með honum.



En er þeir komu utan og vildu ríða yfir ána þá mælti
Þorgrímur: "Mun eigi nú mjög vel fallið að hitta þá Arnór?
Missum eigi maltanna ef vér skulum þó missa konunnar."



Gengu þeir Þorgrímur í móti þeim með brugðin sverð. Og er
þeir Arnór sáu það hver liðsmunur var þá hleypti hann á kaf
og svo yfir ána en klyfjahestarnir voru fyrir vestan ána.



Þá mælti Þorgrímur: "Eigi berum vér til alls ógiftu. Ölið
skulum vér drekka en þeir munu ráða kosti konunnar."



Þorgrímur ríður til Espihóls hins syðra. Þórir var þá
sjónlaus. En þeir förunautar Þorgríms voru allkátir og hlógu
mjög og spyr Þórir hvað þeim þætti svo hlæglegt.



Þeir sögðust eigi vita hvorir fyrr mundu veisluna halda,
sögðu þar föngin en þá frá elta er áttu "en brúðguminn á
kafi."



Og er Þórir heyrir þetta þá mælti hann: "Þykir yður vel komið
málinu yðru er þér hlæið svo mjög eða hvert mun nú úrræði
yðvart? Ætlið þér hér í nótt að sofa og engis annars við
þurfa? Eigi kunnið þér þá skaplyndi Glúms ef honum þykir góð
för frænda síns. Eg kalla ráð að safna mönnum, meiri von að
Glúmur hafi nú saman dregið marga menn."



Þar var þá vað á ánni er nú er ekki. Þeir söfnuðu nú að sér
átta tigum vígra manna um nóttina og bjuggust við á hólinum
framanverðum því að þar var vaðið á ánni við hólinn sjálfan.



En frá Arnóri er að segja að hann finnur Glúm og segir honum
frá förum sínum.



Hann segir: "Ekki kom mér það að óvörum að þeir létu eigi
kyrrt og er nú á vandi nokkur, svívirðing ef kyrrt er en
allósýn virðing ef við er leitað að rétta en þó skal nú safna
mönnum."



Og er ljóst var um morguninn þá kom Glúmur að ánni með sex
tigu manna og vildi ríða yfir ána. En þeir grýttu á þá
Esphælingar og gekk eigi fram reiðin og hvarf Glúmur aftur og
börðust yfir ána með grjóti og skotum og urðu þar margir
sárir en engir eru nefndir. Og er héraðsmenn urðu varir við
þá drifu þeir til um daginn og gengu í milli og var á komið
sættum og leitað hvað Esphælingar vilja bjóða fyrir
ósæmdarhlut þann er þeir höfðu gert Arnóri. En þau komu svör
í móti að ekki mundu bætur fyrir það koma þó að Arnór hleypti
frá maltklyfjum sínum. Þá var leitað að Glúmur mundi eiga
hlut í að biðja Herþrúðar Gissurardóttur til handa Þorgrími
og skyldu því að eins ráð takast með þeim Arnóri og Þórdísi
nema Glúmur gæti konu þessa til handa Þorgrími og þótti sú
betur gefin er Þorgrímur ætti.



Nú með því að margir áttu hlut í þá heitir Glúmur sinni
umsýslu, hittir Gissur og vekur þetta mál og mælti: "Það má
virðast hlutgirni ef eg bið bæði konu mínum frændum og
Esphælingum. En að óhöpp stöðvist í héraði þá þykist eg
skyldur að veita þér mína hollustu ef þú gerir að mínum
vilja."



Gissur svarar: "Svo sýnist mér best að þú ráðir því að mér
sýnist vel boðið dóttur minni að þetta sé."



Takast nú ráðin hvorratveggju. Gerði Arnór bú að Uppsölum en
Þorgrímur bjó í Möðrufelli. Litlu síðar andast Gissur. Þá
færði Saldís byggð sína á Uppsali. Arnór gat son við Þórdísi
er Steinólfur hét. Annan son átti Þorgrímur og hét sá
Arngrímur og var efnilegur maður í uppvexti sínum öllum.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.