Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Glúm ch. 8

Víga-Glúms saga 8 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Glúm ch. 8)

Anonymous íslendingasögurVíga-Glúms saga
789

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Það er sagt þá er á leið á haustið að Ástríður kom enn að
máli við Glúm einn morgun og vakti hann og bað hann skipa til
verks, kvað nú heyverkum lokið verða í dag ef svo væri til
skipað sem hæfði. Lokið höfðu þeir Sigmundur heyverkum fyrir
stundu.



"Og fóru þau Sigmundur og Vigdís snemma í morgun til akurs
Vitaðsgjafa og munu þau vel hyggja er þau hafa akurinn er vér
ættum ef að réttu færi."



Þá stóð Glúmur upp og varð þó eigi fyrr búinn en að dagmálum.
Hann tók þá feldinn blá og spjótið gullrekna í hönd sér, lét
söðla hest sinn.



En Ástríður sagði: "Mjög vandar þú nú sonur minn búning til
heyverksins."



Hann svarar: "Eigi fer eg oft til að vinna en bæði skal þá
gera mikið að og búast vel til og kann eg þó ekki vel til
verksins að skipa. Mun eg ríða til Hóla upp og þiggja heimboð
að Þorsteini bróður mínum."



Síðan reið hann suður yfir ána. En þá er hann kom til
akursins þá tók hann dálkinn úr feldinum. En þau voru í akri
Vigdís og Sigmundur.



Og er hún Vigdís sá hann gekk hún í mót honum og bað hann
heilan koma "þykir oss það illa er svo fátt er í frændsemi
vorri og viljum vér eiga í allan hlut að fleira sé um."



Glúmur svarar: "Ekki er enn þess að orðið er eigi megi vel
verða í frændsemi vorri. En því veik eg hingað að dálkurinn
er úr feldi mínum og vil eg að þú saumir á nisting."



Hún lést það gjarna vilja og gerði hún það.



Glúmur leit yfir akurinn og mælti: "Eigi brást hann
Vitaðsgjafi enn."



Síðan fór hann í feldinn og tók spjótið í hönd sér. Síðan
snarar hann að honum Sigmundi og brá spjótinu en hann spratt
upp í móti en Glúmur hjó þegar í höfuð honum og þurfti
Sigmundur eigi fleiri.



Þá gekk hann að Vigdísi og sagði að hún skyldi heim fara "og
seg Þorkatli að Sigmundur er eigi einfær af akrinum."



En Glúmur reið upp til Hóla og segir bróður sínum engi
tíðindi. En er Þorsteinn sá gerðar hans er hann hafði bæði
feld og spjót þá fann hann blóð í málunum og spyr ef hann
hefði höggvið með því fyrir skömmu.



Hann svarar: "Það er satt. Eigi hefir mér í hug komið að
segja," kvað Glúmur, "að eg drap Sigmund Þorkelsson í dag."



Þorsteinn segir: "Það mun þeim tíðindi þykja, Þorkatli eða
Esphælingum mágum hans."



Glúmur svarar: "Það er fornt mál, að blóðnætur eru hverjum
bráðastar, og mun þeim þykja lítils vert um er frá líður."



Glúmur var þar þrjár nætur að kynni sínu en þá býst hann
heim. Þorsteinn býður að fara með honum.



Glúmur segir þess eigi þurfa: "Gættu bús þíns. Eg mun ríða
rétta leið mína til Þverár. Munu þeir ekki svo mjög eftir
þessu ganga."



Fer Glúmur heim til Þverár.



En er tíðindi þessi spyrjast fer Þorkell á fund Þórarins og
leitar þangað ráða og meðferðar.



Hann segir: "Vera má nú þá að hún segi Ástríður að hann hafi
eigi til engis risið á legginn."



Þorkell segir: "Það ætla eg að hann hafi á þann legg risið er
hann fær eigi á stigið."



Þórarinn svarar: "Það er nú sem gerist. Hafið þér lengi sýnt
þeim ójafnað og ætlað að færa þau við útgarða og litið eigi á
það hver von væri á um afkvæmi slíkra manna sem Eyjólfur var
er bæði var ættstór og hinn mesti garpur. En oss er vandi á
mjög mikill við Glúm fyrir frændsemis sökum en við yður um
mægðir og óhóglegt sýnist mér málið ef Glúmur fylgir sem eg
get að vera muni."



Þá fór Þorkell heim og voru þessi mál kyrr um veturinn.
Glúmur hafði nökkvi mannfleira en hann var vanur um veturinn.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.