Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Glúm ch. 4

Víga-Glúms saga 4 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Glúm ch. 4)

Anonymous íslendingasögurVíga-Glúms saga
345

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Nú koma menn til jólaveislu til þeirra bræðra. En þá er
tólfmenningur var skipaður til að sitja og settir hlutir til
hver næst skyldi sitja Ástríði dóttur Vigfúss hersis og hlaut
Eyjólfur ávallt að sitja hjá henni. En engi maður sá þau
fleira við talast en aðra menn. En það ræddu margir að því
mundi þann veg í móti berast að honum mundi þar konu auðið
verða. Slítur veislu þeirri og var hún veitt stórmannlega og
menn með gjöfum á brott leystir.



Eyjólfur var fjögur sumur í víkingu og þótti hinn mesti
garpur og framgöngumaður, fékk gott orð og mikið fé.



Það var einn vetur að sá maður kom þar á Vors er Þorsteinn
hét og var frændi þeirra bræðra og átti bú á Upplöndum.



Hann sagði til vandræða sinna að berserkur sá er Ásgautur hét
hafði skorað á hann til hólmgöngu fyrir þá sök að hann
synjaði honum systur sinnar og bað þá fjölmenna sig til hólms
að eigi gengi sjá víkingur á efni hans, sagði hann þó fellt
hafa marga menn sína, sagði að hann mundi láta systur sína ef
þeir vildu hann eigi efla, "em eg ekki traustur til hólmgöngu
nema eg njóti yðvarrar gæfu við."



Þeir nenntu eigi að synja honum fararinnar. Nú fóru þeir með
honum á Upplönd og höfðu þrjá tigu manna með sér og koma í
þann stað er þeir skulu finnast. Þá leita þeir við menn sína
hver það vildi vinna sér til konu að ganga á hólm við Ásgaut.
En þótt konan þætti fýsileg þá varð þó engi búinn að vinna
þetta til. Þá beiddu þeir bræður að Eyjólfur mundi halda
skildi fyrir hann.



Þá segir Eyjólfur, kvaðst það við engan mann gert hafa og
eigi fyrir sig sjálfan "og mun mér eigi gott þykja ef hann er
drepinn í höndum mér. Þykir mér engi fremd í þessu. En ef
sveinn sjá verður drepinn í höndum oss skulum vér þá heim
fara með sógöru eða skal þá til fá annan og hinn þriðja og
vex þá svo vor óvirðing svo sem margir falla fyrir oss? Og
lítil virðing mun á för vorri ef vér förum við það aftur að
hans sé óhefnt ef hann fellur fyrir oss. Biðjið þér mig að eg
gangi heldur á hólm við berserkinn. Það er veitanda vinum
sínum en þetta vil eg eigi veita."



Þeir þakka honum vel og þótti þeim þó mikið í ábyrgð er hann
var.



Hann segir: "Svo sýnist mér sem engum vorum sé afturkvæmt ef
hans er eigi hefnt og þykir mér þá verra að berjast við
berserkinn ef frændi yðvar er áður drepinn."



Síðan gengur hann fram en Ívar bauð að halda skildi fyrir
honum.



Eyjólfur svarar: "Vel er það boðið en mér mun mest um hugað
og er satt hið fornkveðna að sjálfs hönd er hollust."



Gengur á hólm síðan.



Berserkurinn mælti: "Skal sjá við mig berjast, hrunkinn?"



Eyjólfur mælti: "Er eigi það að þér ægi við mig að berjast?
Kann það vera að þér sé eigi vel farið er þú æðrast mikinn
mann en gambrar yfir litlum."



"Ekki er mér það eignað," segir hann, "en lögin mun eg þér
segja upp um hólmgöngu. Þremur mörkum skal mig leysa af hólmi
ef eg verð sár."



Eyjólfur svarar: "Óskylt ætla eg vera að halda lögum við þig
er þú dæmir sjálfur hvers þú ert verður fyrir því að á voru
landi mundi slíkt þykja þrælsgjöld er þú gerir um sjálfan
þig."



Eyjólfur átti fyrr að höggva og hjó það hið fyrsta að sverðið
kom á skjaldarsporðinn og gekk af sporðurinn og fóturinn af
berserknum. Eyjólfur fékk af þessu verki mikið ágæti og fór
heim síðan með þeim bræðrum. Nú var honum boðið fé mikið að
þiggja en hann lést þetta ekki til fjár hafa gert né til konu
heldur af vinfengi við þá bræður. Ásgautur leysti sig af
hólmi og lifði við örkuml.



Síðan bað Eyjólfur Ástríðar Vigfúsdóttur. Nú eru til að
flytja málið Ívar og Hreiðar, segja hann ættstóran mann og
eiga göfugt ráð á Íslandi og mikinn frændaafla og kölluðu
líklegt að mikið yrði hans forlag.



Þá mælti Eyjólfur: "Vera kann að frændum Ástríðar þyki ofsi
mikill í voru máli en margir vita á Íslandi að vér eigum
göfugt foreldri og mikið fé."



Vigfús segir: "Þetta mun vera forlög hennar þótt til væri
ætlað ekki óframar um frændkonu vora."



Hún var honum gefin og fór út til Íslands með honum.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.