Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Glúm ch. 3

Víga-Glúms saga 3 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Glúm ch. 3)

Anonymous íslendingasögurVíga-Glúms saga
234

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Nú kemur Ívar heim og er gengið í mót honum veglega og fagnað
með blíðu. Þá spurði hvor þeirra annan tíðinda eða hvar
Hreiðar hefði verið um veturinn en hann lést á Íslandi verið
hafa.



En þá spurði Ívar engra tíðinda. "En hvort er," kvað hann,
"þar hjá þér maður eða kvikindi? Það er hrúga eigi lítil."



Eyjólfur svarar: "Eg em íslenskur maður og heiti eg Eyjólfur
og ætla eg hér að vera í vetur."



"Þess get eg," kvað Ívar, "að eigi sé óhapplaust hér á bæ ef
íslenskur maður skal hér vera."



Hreiðar svarar: "Ef þú ert illa við hann svo að honum er eigi
við vært þá mun okkur frændsemi eigi góð vera."



"Illu heilli hefir þú til Íslands farið ef af þeim sökum
skulum vér þjóna íslenskum mönnum eða láta ella frændur vora
eða vini. Og eg veit eigi hví þér sýnist að fara til hinnar
verstu þjóðar og frelst hefir þú þig um tíðindasögu við mig."



"Annan veg er," kvað Hreiðar, "þar eru heldur margir góðir
drengir."



Ívar segir: "Eigi er sjá þó sæmilegur í öndveginu,
totabassinn."



En þá er Ívar sá að bróður hans þótti miklu varða um mann
þenna þá tók hann minna af en áður við Íslendinga "en hvað
mun eg þá heldur en kalla hann hrúgu?"



En Eyjólfur lést því nafni mundu vel kunna en allt það er
hann gerði eða mælti þá færðu þeir afleiðis.



Vigfús hét maður. Hann var hersir og réð fyrir á Vors. Hann
var Sigurðarson, Víkinga-Kárasonar. Hann átti dóttur þá er
Ástríður hét. Vinátta var þar mikil í millum þeirra bræðra og
Vigfúss og höfðu sinn vetur hvorir jólaveislu með öðrum og
skulu þeir bræður nú búast við jólaveislu.



En allt hafði Hreiðar fyrir búið og skyldi hann þá bjóða
mönnum og bað Eyjólf fara með sér "og er mér eigi forvitni á
hversu þeir láta að þér."



"Mér er þungt," segir Eyjólfur, "og má eg eigi fyrir því
fara."



Aftan þann sem hann var heiman farinn og þeir koma í sæti þá
mæltu förunautar Ívars: "Nú er Hrúga heima en Hreiðar eigi.
Nú munum vér hafa gleði sem oss sýnist."



"Vér skulum nú," segir Ívar, "hyggja að nokkuð hvað oss
hæfir. Hér erum við bræður og eigum fé báðir saman og ber
hann alla áhyggju fyrir en eg enga. En sá er einn maður er
hann vill veita og gerum vér svo að honum er varla við vært
en hann er við oss saklaus og skal engi maður mæla í mein
honum meðan Hreiðar er eigi heima."



Þeir segja nú vel fallið til gamans að hafa nokkuð.



Þá mælti Ívar: "Af litlum manndóm talið þér. Hér þjóna oss
allir og höfum vér gaman af öllu sem oss lystir en aðrir hafa
starfa og áhyggju. Og þótt sjá maður hefði drepið bróður minn
þá ætti eg ekki að gera honum til meins fyrir Hreiðars sakir
og engum skal hlýða að gabba hann og nú skal hann eigi Hrúga
heita lengur."



Og um morguninn mælti Ívar við Eyjólf: "Viltu fara í skóg með
oss og skemmta þér?"



Og hann játtir því og fer með þeim og höggva þeir sér tré og
flytja heim. Eyjólfur hefir sverð og handöxi.



Ívar mælti: "Það ræð eg þér Íslendingur, ef sér fer hver vor,
að þú farir heim fyrir myrkur."



Síðan fer sinn veg hver um skóginn og fór Eyjólfur einn sér.
Þá fer hann af loðkápunni og lagði á ofan sverð sitt er hann
hafði í hendi. En hann gekk í skóginn og skemmti sér og hafði
öxi og hjó tréin þau sem honum sýndist. En er á leið daginn
tók að drífa og vill hann þá heim og kom þar er loðkápan
hafði legið og var hún á brottu en sverðið var eftir. Hann
sér sópað snjánum sem kápan hefði dragnað. En viðbjörn hafði
komið og dregið kápuna, hafði varla aflið til haft upp að
halda er björninn var ungur og nýkominn úr híðinu og eigi
mannsbani orðinn. Síðan fór hann og sá að björninn sat fyrir
honum. Brá hann sverði og hjó af trýnið við augun uppi af
dýrinu og hafði það í hendi sér heim.



En Ívar kom heim fyrri og saknar Eyjólfs og mælti: "Ógegnlega
höfum vér farið og illa skilist við vorn förunaut. Honum er
ókunnigt á skóginum en þar von margra skæðra dýra og mun
margrætt um ef hann kemur eigi heim svo sem áður vorum vér
við hann og ræð eg að vér leitum hans þar til er vér finnum
hann."



En er þeir komu út fyrir dyr þá kom Eyjólfur í mót þeim og
fagnaði Ívar honum vel og spurði hví hann væri blóðugur en
hann sýndi þeim það er hann hélt á.



Þá mælti Ívar: "Það uggi eg að þú sért sár."



"Ver kátur fyrir það. Ekki sakar mig."



Þá mælti Ívar: "Óviturlegt bragð að spotta ókunna menn. Hann
hefir sýnt vaskleik í þessum hlut þar er eg veit eigi hvort
nokkur vor mundi til verða."



Og annan aftan kom Hreiðar heim.



Ívar mælti: "Hví ertu svo hljóður bróðir? Ertu hugsjúkur um
hann Hrúgu? Hvað væntir þig hversu eg mun við hann hafa
búið?"



Hreiðar svarar: "Það mun nú okkur víst máli skipta hversu þú
hefir það gert."



Hann segir: "Hvað muntu nú til vinna að eg sé við hann sem
þú?"



Hann svarar: "Eg mun gefa þér gullhring þann er við eigum
báðir saman og þér hefir góður þótt lengi."



Hann segir: "Eigi mun eg ágirnast föðurarf þinn en við hann
mun eg vera héðan af sem við þig sjálfan og skal hann nú
sitja hjá mér en eigi hjá þér."



Síðan virtu þeir hann vel báðir og sáu að það rúm var vel
skipað er hann sat í. Og leið nú svo fram.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.