Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Vatn ch. 47

Vatnsdœla saga 47 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Vatn ch. 47)

Anonymous íslendingasögurVatnsdœla saga
4647

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Bræður tveir bjuggu í Engihlíð í Langadal, Föstólfur og
Þróttólfur. Þeir voru miklir fyrir sér. Þeir tóku við manni
til ásjá og vildu hann hafa í leynum, meðan þeir færu til
þings, á Kili skammt frá Reykjavöllum en þeir mundu lúka
málum hans.Aðrir tveir bræður bjuggu að Móbergi í Langadal og hétu
Húnröður og Úlfhéðinn, synir Véfreðar Ævarssonar hins gamla.
Úlfhéðinn var vinsælli þeirra bræðra.Þórólfur hét maður er kallaður var leikgoði. Hann var með
þeim bræðrum.Úlfhéðinn var mikill vinur Hólmgöngu-Starra og það segja menn,
þá er Þórarinn illi skoraði á hann til hólmgöngu, að
Úlfhéðinn fór með honum til hólmstefnunnar og í þeirri ferð
gerði að þeim veður illt og ætluðu þeir vera gerningaveður.Bárður hét maður og var kallaður stirfinn. Hann fór með þeim.
Þeir báðu hann af taka veðrið því að hann var margkunnigur.
Hann bað þá handkrækjast og gera hring. Síðan gekk hann
andsælis þrisvar og mælti írsku. Hann bað þá já við kveða.
Þeir gerðu svo. Síðan veifði hann giska til fjalls og tók þá
af veðrið.Þeir Þróttólfur og Föstólfur fóru til þings sem fyrr segir en
maðurinn var meðan í Þjófadal og vænti að þá mundi minna fé
goldið ef hann færi eigi sjálfur. Þeir riðu og til þings
Húnröður og Þórólfur leikgoði. Hross hlupu frá þeim skammt
frá Reykjavöllum og leituðu víða og fundu eigi. Þeir sáu mann
skammt frá sér og hugðu vera illmenni og hann mundi tekið
hafa hross þeirra. Þeir fréttust og eigi fyrir og hlupu þegar
að honum og drápu hann, riðu síðan til þings og sögðu þeim
bræðrum Þróttólfi og Föstólfi. Þeim líkaði stórilla og beiddu
bóta fyrir og kváðust sæst hafa við frændur hins vegna og
grið tekið og síðan goldið fé fyrir hann. Húnröður kvaðst
ætla að vera munu önnur fégjöld til skyldari og riðu við það
af þinginu.Þeir bræður keyptu land á Kólkumýrum er í Holti heitir.Þorfinnur hét maður og bjó á Breiðabólstað í Vatnsdal, frændi
þeirra. Hann átti ferð út á Skagaströnd og svo bar til að
Úlfhéðinn fór út þangað og Þórólfur leikgoði með honum. Og er
þeir komu til Breiðavaðs hjá Blöndu riðu þeir Þorfinnur og
bræðurnir Föstólfur og Þróttólfur seinna nokkuð.Þeir Föstólfur kváðu vel á komið að finna Úlfhéðin "því að
þeir bræður drápu mann okkarn í sumar og skal ríða eftir
þeim.""Eigi mun eg eftir ríða," kvað Þorfinnur.Og svo var.Síðan riðu þeir bræður eftir í ákefð.Þetta sér Þórólfur leikgoði og mælti hann: "Ríðum undan hart.
Hér fara þeir bræður eftir okkur.""Nei," kvað Úlfhéðinn, "það geri eg eigi því að þeir kalla
mig þá renna."Þórólfur hleypti út á ána en þeir bræður unnu á Úlfhéðni og
lá hann þar eftir. Síðan riðu þeir bræður aftur og sögðu
Þorfinni tíðindin. Hann kvað ómaklega gert við góðan dreng og
fór hann heim í Vatnsdal.Úlfhéðinn var særður til ólífis.Húnröður fór eftir honum, bróðir hans, og flutti hann heim og
bað hann Húnröð bróður sinn sættast á mál þessi eftir sig og
kvað eigi hefnda mundu auðið verða "því að eg minnist nú á
ferðina hina fyrri og veit eg þann engan sóttdauðan orðið
hafa er í þeirri ferð voru."Síðan andaðist Úlfhéðinn en Húnröður lét ólíklega við
sættinni og bjó málið til alþingis. Þorfinnur bauð sætt og
fébætur en Húnröður kvaðst eigi vilja nema sektir þeirra og
svo varð og reið við það af þingi. Þeir bræður gerðu virki
mikið í Holti á Kólkumýrum og varð Húnröði torvelt að sækja
þá.Skúmur hét lausingi einn. Hann hafði aflað fjár og orðinn
auðigur. Húnröður eyddi fyrir honum og fór hann utan og kom
til Noregs og fór norður í Þrándheim. Hann fékk þar stórfé og
dvaldist þar, kom auðigur í annan tíma. Húnröður eyddi öllum
peningum sínum og svo þeim er Skúmur hafði átt svo að hann
varð nálega félaus. Hann fór á fund Þorkels Vatnsdælagoða og
sagði honum sín vandræði.Þorkell mælti: "Illt ráð hefir þú upp tekið að taka eigi
bætur eftir bróður þinn þar sem hann sagði þér svo fyrir að
þér mundi eigi annað hlýða og hefir þú nú hvorki fé né
hefndir. En fyrir það er þú hefir sótt mig heim að ráðum þá
mun eg fara til með þér og leita um sættir."Síðan hitti Þorkell þá bræður og spurði hvort þeir vildu
sættast við Húnröð ef kostur væri. Þeir létu seinlega við og
kváðu honum nú eigi betra að sættast en þá er honum var
boðið.Þorkell mælti: "Nú skuluð þið gera annaðhvort, að fara utan
sem mælt var ella mun eg engi ráð leggja til með yður."Þeir kváðust hans orð mikils skyldu virða "og viljum við þig
síst í móti okkur hafa."Þeir fóru nú utan og komu í Þrándheim.Þá mælti Þróttólfur: "Eigi skiptir það högum til að Húnröður,
góður drengur, skal vera félaus orðinn og hlotið það mest af
okkur en þræll hans Skúmur skal orðinn auðigur sem Njörður."Síðan fóru þeir og drápu hann en tóku fé hans allt og sendu
Húnröði.Litlu síðar kom Þróttólfur út og fór á fund Þorkels kröflu og
bað hann fylgja að sætt þeirra Húnröðar. Þorkell kvað svo
vera skyldu. Hann fer síðan á fund Húnröðar og með viturleika
sínum og góðum vilja þá sætti hann þá heilum sáttum svo að
hvorirtveggju undu vel við hans ummæli.Þorkell varð gamall maður og þá er hann lá í banasótt sinni
stefndi hann til sín vinum sínum, frændum og þingmönnum.Þorkell mælti þá: "Eg vil yður kunnigt gera að eg hefi fengið
sjúkdóm nokkurn og þykir mér líklegt að hann muni skilja
vorar samvistur og hafið þér vel hlítt minni forsjá og verið
mér hlýðnir og eftirlátir og hafið þér þökk fyrir það."Eftir það andaðist hann og var mjög harmdauði þingmönnum
sínum og öllum héraðsmönnum því að hann þótti sem var hinn
mesti héraðshöfðingi og mikill giftumaður og hinn líkasti
hinum fyrrum Vatnsdælum svo sem Þorsteini og Ingimundi og bar
Þorkell það fyrir að hann var rétttrúaður maður og elskaði
guð og bjóst mjög kristilega við dauða sínum.Og gerum vér þar enda á Vatnsdæla sögu.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.