Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Vatn ch. 46

Vatnsdœla saga 46 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Vatn ch. 46)

Anonymous íslendingasögurVatnsdœla saga
454647

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Nærri þessum tíma kom út Friðrekur biskup og Þorvaldur
Koðránsson er kallaður var hinn víðförli. Þessu næst kom út
annað skip og voru þar á berserkir tveir og hét Haukur
hvortveggi. Þeir urðu óvinsælir af mönnum því að þeir buðu
mönnum nauðung til kvenna eða fjár ella buðu þeir hólmgöngu.
Þeir grenjuðu sem hundar og bitu í skjaldarrendur og óðu eld
brennanda berum fótum. Þeir biskup og Þorvaldur fóru með
nýjan sið að bjóða mönnum aðra trú en sú er hér var áður.
Þeir voru að Giljá hinn fyrsta vetur. Landsmenn styggðust við
nýgervingum þessum er þeir biskup fóru með. Koðrán tók trú og
skírn í fyrsta lagi og kona hans. Ólafur að Haukagili var svo
gamall að hann lá í rekkju og drakk horn.Um haustið að veturnóttum bauð Ólafur til sín vinum sínum,
einkum Þorkeli mági sínum. Þeir biskup og Þorvaldur voru þar.
Vel að eins tók Þorkell þeim og lét þá vera eina saman í húsi
því að þeir höfðu annan sið. Hinn fyrsta aftan veislunnar var
sén ferð berserkjanna og kvíddu menn mjög við þeim. Þorkell
spurði biskup ef hann vildi ráð til leggja að berserkir
þessir fengju bana.Biskup bað þá taka við trú og láta skírast en hann kvaðst
mundu af ráða illmenni þessi "með yðrum atgangi."Þorkell mælti: "Allt er þá nær ef þér sýnið mönnum
jarteinir."Biskup mælti: "Látið gera elda þrjá á gólfi í skálanum."Og svo var gert.Síðan vígði biskup eldana og mælti: "Nú skal skipa bekkina af
mönnum þeim er bestir eru áræðis með stóra lurka því að þá
bíta eigi járn og skal svo berja þá til bana."Síðan gengu þeir nafnar inn er þeir komu og óðu eldinn fyrsta
og svo annan og brunnu þá mjög og urðu nú furðulega hræddir
af eldshitanum og vildu þegar að bekkjunum. Síðan voru þeir
lamdir til bana og voru færðir upp með gili því er síðan
heitir Haukagil.Biskup þóttist nú kominn til kaups við Þorkel að hann tæki
við trú og léti skírast.Þorkell kvaðst eigi vilja aðra trú hafa "en þeir Þorsteinn
Ingimundarson höfðu og Þórir fóstri minn. Þeir trúðu á þann
er sólina hefir skapað og öllum hlutum ræður."Biskup svarar: "Þá sömu trú boða eg með þeirri grein að trúa
á einn guð, föður, son og heilagan anda, og láta skírast í
vatni í hans nafni."Það þótti Þorkeli mest af bregða er í vatni skyldi þvost og
kvaðst eigi nenna enn um sinn að hafa þessa breytni en kvaðst
þó hyggja að sjá mundi góð "og þessi skipan mun hér og við
gangast. Ólafur bóndi mágur minn er gamall. Hann skal taka
við þessi trú og allir aðrir þeir er vilja en eg mun enn bíða
um tíma."Síðan var Ólafur skírður og andaðist í hvítavoðum og enn voru
skírðir fleiri menn að þeirri veislu. Þorkell var skírður þá
er kristni var lögtekin á Íslandi og allir Vatnsdælar.
Þorkell var mikill höfðingi. Hann lét kirkju gera á bæ sínum
og hélt vel trú sína.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.