Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Vatn ch. 42

Vatnsdœla saga 42 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Vatn ch. 42)

Anonymous íslendingasögurVatnsdœla saga
414243

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Þorkell krafla Þorgrímsson var maður bæði mikill og sterkur.
Hann var þá tólf vetra er þetta var tíðinda. Þorgrímur gekk
eigi við faðerni hans en hann var þó miklu fræknlegri en
skírgetnir synir hans.Þorkell silfri frá Helgavatni var hamrammur mjög og þó
margkunnigur. Hann var vellauðigur að fé, eigi vinsæll og
óþokkasæll af flestum mönnum en þó verður mikils.Þenna sama dag er fundurinn var stefndur að Kárnsá um
goðorðsmálið mælti kona Þorkels silfra: "Hvað ætlar þú í dag
að gera?"Þorkell svarar: "Fara til fundarins og vera í kveld
goðorðsmaður er eg kem heim.""Eigi vildi eg að þú færir," segir hún, "til þess að þú
ætlaðir þér að verða yfirmaður Vatnsdæla því að þér mun það
eigi lagið verða enda ertu eigi til þess felldur."Hann svarar: "Í öðru skulu þín ráð standast en eigi hér um."Til þess fundar ætlaði og Klakka-Ormur og Þorgrímur frá
Kárnsá dótturson Ingimundar. Þorgrímur þótti best til fallinn
fyrir frændsemi við Vatnsdæli en þó skyldi það til hlutfalls
leggja því að margir þóttust vel til fallnir. Þessi fundur
var lagiður að einmánuði í Forsæludal að Klakka-Orms.Þorkel silfra dreymdi hina næstu nótt áður fundurinn var og
sagði Signýju konu sinni að hann þóttist ríða ofan eftir
Vatnsdal hesti rauðum og þótti honum trautt við jörðina koma
"og vil eg svo ráða að rautt mun fyrir brenna og til
virðingar snúa."Signý kvaðst annan veg ætla: "Sýnist mér þetta illur draumur"
og kvað hest mar heita "en mar er manns fylgja" og kvað rauða
sýnast ef blóðug yrði "og má vera að þú sért veginn á
fundinum ef þú ætlar þér goðorðið því að nógir munu þér þess
fyrirmuna."Þorkell lét sem hann heyrði eigi og bjóst vel heiman að
klæðum og vopnum því að hann var skartsmaður hinn mesti og
kom í síðasta lagi.Þorgrímur kom snemma dags og sat í öndvegi hjá Ormi. Hann
gekk aldrei við faðerni Þorkels kröflu. Hann lék sér þá enn á
gólfi með öðrum börnum og var bæði mikill og sterkur og manna
fríðastur. Hann nam staðar fyrir Þorgrími og horfði á hann
mjög lengi og á taparöxi er hann hélt á.Þorgrímur spurði hví ambáttarson sjá stirði svo á hann.
Þorkell kvað eigi of mikið sitt gaman þó að hann horfði á
hann.Þorgrímur spurði: "Hvað viltu til vinna Krafla að eg gefi þér
öxina því að eg sé að þér líst allvel á hana og hitt að eg
gangi við frændsemi þinni?"Þorkell bað hann á kveða.Þorgrímur mælti: "Þú skalt færa öxina í höfuð Silfra svo að
hann fái aldrei goðorðið Vatnsdæla. Þykir mér þú þá sjálfur
færa þig í Vatnsdælakyn."Þorkell kvaðst þetta gera mundu. Þorgrímur leggur nú ráð til
að hann láti sem verst með öðrum sveinum. Silfri sat svo
jafnan að hann setti hönd undir kinn en lagði fót á kné sér.
Þorkell skyldi hlaupa í saur en aðra stund inn og koma við
klæði Silfra og vita ef hann reiddist. Nú ræða þeir um
goðorðið og verða eigi ásáttir. Vildi hver sinn hlut fram
draga. Þá leggja þeir hluti í skaut og kom jafnan upp hlutur
Silfra því að hann var margkyndugur. Þorgrímur gekk þá fram
og mætti Þorkeli kröflu í dyrum hjá sveinum.Þorgrímur mælti þá: "Nú vil eg að þú greiðir öxarverðið."Þorkell mælti þá: "Öxar er eg allfús og má eg nú vel greiða
verðið þótt eigi sé nú þann veg vara til sem þú vildir."Þorgrímur svarar: "Fleira mun nú tekið en vara ein."Þorkell mælti: "Viltu nú að eg drepi Silfra?""Já," kvað Þorgrímur.Þá var komið goðorðið í hlut Silfra. Þorkell krafla kom inn í
stofu og gekk hjá Silfra og kom við fót honum en hann hratt
honum frá sér og kallaði hann ambáttarson. Þorkell hljóp upp
í sætið hjá og keyrði taparöxina í höfuð honum, og var
Þorkell silfri þegar dauður, og kvaðst eigi of mikið vinna
til öxarinnar.Þorgrímur kvað sveininn hafa verið illa beiddan "enda hefir
hann eigi vel staðist. Hefir piltur þessi nú næsta sagt sig í
Vatnsdælakyn og mun eg ganga við faðerni þínu."Síðan tók Þorgrímur goðorðið og var kallaður Kárnsárgoði.
Sæst var á víg Silfra því að synir hans voru ungir. Þorkell
fór heim til Kárnsár með föður sínum og beiddist að fara utan
og vita hve til tækist ef hann hitti Sigurð jarl Hlöðvisson
frænda sinn. Þorgrímur kvað hann hafa skyldu það er hann
vildi.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.