Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Vatn ch. 40

Vatnsdœla saga 40 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Vatn ch. 40)

Anonymous íslendingasögurVatnsdœla saga
394041

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Svartur hét maður er skipi sínu kom á Minþakseyri. Hann var
suðureyskur að ætterni, maður mikill og sterkur, óvinsæll og
lítt við alþýðuskap. Hann kom af brotnu skipi. Og er menn
vissu hvers háttar maður hann var þá urðu engir til að taka
við honum og fór hann um sveitir uns hann kom til Óttars og
bað hann viðtöku og ásjá.



Hann svarar: "Ómaklega sýnist mér til þín gert að veita eigi
slíkum manni sem þú ert og vil eg við þér taka því að þú ert
maður eigi lítilmótlegur og hygg eg að mér sé traust að þér
mikið."



Hann kvað hann þess maklegan. Svartur átti nokkuð fé.



Var hann nú með Óttari og eigi lengi áður hann mælti til
Svarts: "Eg vil senda þig norður til Vatnsdals til Hofs. Sá
maður býr þar er Ingólfur heitir. Hann er sakadólgur minn og
hefir gert mér margs konar skammir og fæ eg eigi rétt af
honum en hann er þó mikilhæfur maður en eg hygg þig munu gæfu
til bera með mínu tilstilli að hefna því að mér líst vel á
þig."



Svartur kvaðst verið hafa þar er eigi þótti öllum einn veg,
kvað það og líklegra að hann fengi erindið, sagðist verið
hafa í víking og oft einn á brott komist.



Skip stóð uppi í Hvítá. Og með þeim hætti keyptu þeir saman
að hann skyldi höggva hönd eða fót af Ingólfi eða drepa
Guðbrand ef hann næði eigi Ingólfi en Óttar skyldi fá honum
veturvist og koma honum utan. Svartur skyldi leita fyrir sér
ef hann kæmi eigi fram verkinu en ella fara til vistar
sinnar. Óttar fékk sér varning frá skipi og fékk hann Svarti
til meðferðar. Hann fékk honum og mann til fylgdar og hesta
tvo, sagði honum til byggða eða hverjar leiðir honum var best
að fara norður eða norðan.



Svartur fór þar til er hann kom í Hvanndali, tók þar af
hestum sínum og bjó um farning sinn en hestar gengu á bit.
Svartur kom gangandi til Hofs snemma dags og var Ingólfur úti
og skefti spjót. Svartur kvaddi Ingólf og kvað sér eigi
greitt farist hafa, kvað sér horfna á heiðinni hesta tvo en
varning sinn liggja þar, kistu og húðfat, og bað Ingólf fá
til menn að leita með sér eða flytja föng sín til byggða,
kvaðst vilja flytjast norður til Eyjafjarðar og kvað sig
verið hafa að Hrafnagili fyrir nokkurum vetrum.



Ingólfur kvað nú fátt manna á bænum "en eg vil hvergi fara og
verð í brottu í stað."



"Þá muntu vilja fylgja mér á götu og vísa mér til annars
bæjar."



Og svo var. Hann fór með honum á götuna og varaðist Ingólfur
hann þó af hugboði sínu því að Svartur vildi ávallt síðar
fara. Hann var gyrður sverði en hafði spjót í hendi mjög
mikið. Það var fjaðurspjót langskeft og vafið járni skaftið.



Svartur beiddist viðtöku en Ingólfur hefði af varningi slíkt
er hann vildi: "Ertu víðfrægur maður og samir þér vel að taka
útlenda menn, allra helst ef eigi skortir fé til forgiftar."



"Eigi er eg því vanur," kvað Ingólfur, "að taka ókunna menn
til mín. Gefast þeir margir illa og ertu eigi til þess
ólíklegur því að þú hefir illslegt bragð á þér" og vísaði
honum skjótt af höndum og kvaðst engu vilja við hann kaupa og
hvarf aftur.



Svartur fór og kom til Guðbrands og sagði honum hina sömu
sögu. Guðbrandur mælti: "Eigi gefist þér vel hinir ókunnu
menn en sækja má eg láta varning þinn en gerum síðan sem
sýnist um vistafar."



Þeir fóru og fundu varninginn en ætluðu hestana hafa í burt
hlaupið. Þeir fundu þá fljótt. Guðbrandur hafði heim til sín
allt saman og tók við Svarti.



Og er það spyr Ingólfur hitti hann bróður sinn og þótti
óvarleg hans tiltekja "og vil eg að hann fari á burt."



Guðbrandur kvaðst ætla að eigi mundi sjá maður honum til
skaða ætlaður og kvað hann sig eigi líklegan hafa til gert
síðan hann kom.



Ingólfur svarar: "Þá líst okkur eigi það einn veg því að mér
líst maðurinn flugumannlegur og illa mun hann reynast og vil
eg eigi að hann sé hjá þér því að mér segir illa hugur um
hann en mér þykir betri hinn fyrri varinn."



En það varð þó eigi og var hann þar um veturinn.



En um vorið þá er sumra tók færði Guðbrandur lið sitt í sel
og var svo til skipað að húsfreyja reið ein saman en
Guðbrandur og Svartur einum hesti báðir og reið Svartur að
baki. En er þau komu á mýrar þær er nú heita Svartsfellsmýrar
þá liggur í hesturinn undir þeim og bað Guðbrandur Svart
skreiðast aftur af hestinum og svo gerir hann. Og nú sem
Svartur sér að Guðbrandur varast hann eigi þá snýr hann
spjótinu.



Þetta sér húsfreyja og mælti: "Varastu hundinn er vill svíkja
þig og drepa."



Og í því lagði Svartur Guðbrand með spjótinu undir hendina og
þegar á hol. Guðbrandur fékk brugðið sverðinu og slæmir eftir
honum og í sundur í miðju. Húsfreyja kom til sels og sagði
líflát þeirra beggja og þóttu þetta ill tíðindi.



Ingólfur spyr þetta og kvað farið hafa eftir sínu hugboði og
bjó þegar mál til á hendur Óttari til alþingis um fjörráð við
sig og bróður sinn. Og er menn komu til þings var leitað um
sættir og var það mjög torsótt við Ingólf. En sakir þess að
margir góðgjarnir áttu hlut í og hitt annað að Ingólfur hafði
eigi haldið sætt sína við Óttar um fundi við Valgerði þá tók
hann sættir og komu fyrir fjörráð við Guðbrand þrjú hundruð
silfurs. Skyldi þá og niður falla sættarof við Óttar um
Valgerðar mál. Skiljast nú við þetta og voru sáttir.



Ingólfur átti tvo sonu við konu sinni og hétu þeir Surtur og
Högni. Þeir voru báðir gervilegir menn. Ingólfur þótti mikill
höfðingi og stíga vel í spor sínum föður um marga hluti.



Ólafur að Haukagili tók þá að eldast mjög.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.