Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Vatn ch. 35

Vatnsdœla saga 35 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Vatn ch. 35)

Anonymous íslendingasögurVatnsdœla saga
343536

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Einhvern tíma skammt frá þessu heimti Finnbogi og þeir Bergur
menn saman um Víðidal og urðu saman þrír tigir. Helga spurði
hvað þeir ætluðu. Finnbogi kvaðst eiga ferð til Vatnsdals."Já," sagði Helga, "nú munuð þið ætla ykkar að hefna á þeim
bræðrum en eg ætla að þið farið því fleiri ófarar sem þér
eigist fleira við.""Á það skal nú hætta," segir Finnbogi.Helga svarar: "Farið þér, eigi mun yður óannara heim en
heiman."Þetta spurðist nú brátt víða og kom til Hofs til Þorsteins.
Hann sendi orð bræðrum sínum og komu þeir til hans. Segir
hann þeim slíkt er hann hafði spurt. Gera nú það ráð að þeir
safna mönnum og þann dag er þeirra Finnboga var utan von komu
saman að Hofi sex tigir manna. Þar var Már af Mársstöðum
frændi þeirra og Eyjólfur úr Kárnsnesi og aðrir vinir þeirra.
Var þá og sén reið þeirra Finnboga.Þorsteinn mælti: "Nú skulum vér stíga á hesta vora og ríða í
mót þeim því að eg vil eigi spark þeirra á bæ mínum."Þeir gera svo.Jökull mælti: "Ríðum að vel og hlaupum á þá svo að þeir verði
eigi við búnir."Þorsteinn svarar: "Eigi skulum vér óðlega láta og skal eg
hafa orð fyrir oss og vita hvað þeir vilja og má vera að
lítils þurfi við en veit eg frændi að þú ert búinn til allra
atgerða."Jökull svarar: "Von var þess að þú mundir eigi vilja að lengi
stæðu mínar ráðagerðir yfir.""Vel dugði þá frændi," sagði Þorsteinn, "er þín ráð voru höfð
en nú mun lítils við þurfa."Finnbogi mælti til sinna manna: "Menn ríða frá Hofi eigi
allfáir og er það sannast að segja að Þorsteini kemur fátt á
óvart. Eru nú tveir kostir fyrir höndum og hvorgi góður, ríða
undan og heim við svo búið og er það þó hin mesta sneypa eða
að hætta á fundi við þá og er þó nokkuð hættu við liðsmun
þann sem mér sýnist að sé.""Mun nú eigi verða að hætta á eitthvað," segir Bergur, "og
skulum vér víst finnast."Finnbogi mælti: "Stígum af baki og bindum hesta vora og
höldum oss saman vel hvað sem í gerist."Þetta sjá þeir Þorsteinn og stigu af baki og bundu sína
hesta.Þá mælti Þorsteinn: "Nú skulum vér ganga til móts við þá en
eg skal hafa orð fyrir oss."Þá mælti Þorsteinn: "Hver er foringi þessa manna sem hér eru
komnir?"Finnbogi segir til sín.Þorsteinn mælti: "Hver eru erindi hingað í dalinn?""Oft eru smá erindi um sveitir," segir Finnbogi.Þorsteinn mælti: "Þess get eg að nú sé orðið það erindi, sem
ætlað var þá er þér fóruð heiman þótt annan veg hafi að borið
en hugsað var, að finna oss bræður. Ef svo er þá hefir nú vel
til borið. Skal nú gera þér tvo kosti Finnbogi, eigi fyrir
því tvo að eigi væri hitt maklegra að þú hefðir einn. Far
heim til Borgar við svo búið og sit í búi þínu. Hinn er annar
kostur að nú skulum vér þreyta hólmgöngur vorar og þó með því
móti að nú munu hvorir njóta síns brautargengis og muntu þá
vita hvað þú vinnur á þóttú sért bæði stór og sterkur. Það
skal þessu fylgja að þú skalt fara brott úr Víðidal að vori
og vera eigi vistum milli Jökulsár í Skagafirði og
Hrútafjarðarár og ætla þér aldrei síðan að deila kappi við
oss bræður. En þú Bergur hefir mjög dregist til óvísu við oss
bræður. Þú gerðir mér og lítið óspektarbragð fyrst er þú
komst í hérað. Þá áðir þú hestum þínum í engjum mínum og
ætlaðir mig það lítilmenni að eg mundi hirða hvar hestar
þínir bitu gras. En þar er Jökull bróðir minn laust þig högg,
það skaltu hafa bótalaust því að þú afníttir þá er þér voru
boðnar. Þú skalt og eigi vera í þessu takmarki er Finnboga er
bannað og hafið þið þá nokkurar minjar vorra viðskipta. Takið
nú skjótt annan hvorn."Jökull stóð hjá Þorsteini með Ættartanga og var búinn að
bregða. Finnbogi og þeir Bergur ganga til hesta sinna og
stíga á bak, ríða á brott og létta eigi fyrr en þeir koma
heim til Borgar. Helga stóð úti og spyr tíðinda. Þeir kváðust
engi segja kunna."Vera má að ykkur þyki svo en eigi mun það öðrum þykja þar
sem þið eruð gervir héraðssekir sem illræðismenn og hefir nú
yfir tekið um ykkrar ófarar."Þorsteinn og þeir bræður riðu heim til Hofs og hver til síns
heimilis. Þakkaði Þorsteinn þeim vel fylgdina. Sat hann nú
enn í virðingu um þetta mál sem öll önnur.Um vorið seldi Finnbogi landið að Borg og réðst norður á
Strandir í Trékyllisvík og bjó þar. Bergur fór og á burt og
er það eigi sagt í þessi sögu hvað hann lagði helst fyrir
sig. Og lýkur þar skiptum þeirra Ingimundarsona.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.