Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Vatn ch. 32

Vatnsdœla saga 32 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Vatn ch. 32)

Anonymous íslendingasögurVatnsdœla saga
313233

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Þorgrímur hét maður er bjó að Borg hinni minni í Víðidal.
Hann festi sér konu þá er Þorbjörg hét og var Skíðadóttir.
Þorgrímur bauð þeim Finnboga og Bergi til boðsins. Þeir hétu
ferðinni. Brúðhlaupið skyldi vera að veturnóttum að Skíða.



Hann hitti þá Ingimundarsonu og bauð þeim til boðsins "því að
mér þykir þetta eigi með fullum sóma nema þér komið."



Þeir hétu að fara.



Veðrátta var eigi algóð og illt yfir Vatnsdalsá og fórst þeim
Víðdælum heldur ógreitt. Létu þeir Finnbogi eftir hestana að
bónda þess er bjó við ána. Áin var opin um mitt en lágu að
fram höfuðísar.



Bergur mælti: "Eg mun bera yfir fólk."



Og svo gerði hann, sótti knálega. Frost var á mikið og fraus
um hann klæðin.



Skíði gekk í mót boðsmönnum og fyrirboðsmenn hans, Þorsteinn
og þeir bræður. Síðan voru eldar gervir og þídd klæði manna.
Þorsteinn bóndi gekk mjög að að vinna mönnum beinleika og
taka við klæðum manna því að hann var hverjum manni
lítillátari. Finnbogi gekk fyrstur og skyldi sitja í öndvegi
gegnt Þorsteini, þá Bergur. Hann var í slæðum og skinnúlpu.
Stóð þetta út af honum er hann var allur frosinn og þurfti
hann rúm mikið og færðist að eldinum og vildi þíða sig.



Hann gekk þar hjá sem Þorsteinn var og mælti: "Gef mér rúm
maður."



Hann gekk svo snúðugt að Þorsteinn hrataði fyrir og við því
búið að hann mundi falla á eldinn.



Jökull sá þetta og varð reiður mjög. Hann hélt á Ættartanga,
spratt upp og hljóp að honum, laust milli herðanna Bergi með
hjöltunum svo að hann féll við áfram og mælti: "Hvað vill
skelmir þinn, viltu eigi hlífa goða vorum Vatnsdæla?"



Bergur spratt upp og varð ákaflega reiður og tók til vopna.
Stóðu þá menn í milli þeirra og hélt þó við að þeir mundu á
berjast því að Bergi eirði hið versta. Urðu þeir þó skildir.



Þorsteinn mælti: "Illa hefir nú enn tekist fyrir bráðræði
Jökuls bróður míns. Vil eg bjóða fébætur svo að Bergur sé vel
sæmdur af."



Bergur kvað sig eigi fé skorta og kvaðst sjálfur hefna
skyldu. Jökull kvað hann æ því vesalla verða skyldu sem þeir
ættust fleira við. Skíði bað að þeir Finnbogi færu á brott og
ættust menn eigi við.



Þorsteinn kvað það eigi hæfa að ráðahag þessum væri brugðið
"og skulum vér ríða bræður með vorum mönnum á Mársstaði."



Og svo var.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.