Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Vatn ch. 29

Vatnsdœla saga 29 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Vatn ch. 29)

Anonymous íslendingasögurVatnsdœla saga
282930

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Már Jörundarson færði bú sitt af Grund á Mársstaði. Góð var
frændsemi með þeim Ingimundarsonum.Það var til tíðinda eitt haust að Mávi hurfu sauðir nokkurir
og var víða leitað og fundust eigi.Þorgrímur hét maður og var kallaður skinnhúfa. Hann bjó á
Hjallalandi. Hann var fjölkunnigur mjög og þó að öðru illa.Var nú orðræða mikil um sauðahvörfin og þótti dalurinn víðast
vel skipaður. Eitt kveld er sauðamaður kom heim spurði Már
tíðinda.Hann sagði að sauðir hans voru fundnir og hafði engi illur að
orðið "en þó fylgir annað meira. Land hefi eg fundið í skógum
og er ágætajörð góð og hafa sauðirnir þar verið og eru allvel
holdir."Már spurði: "Hvort er það í mínu landi eða annarra?"Hann kvaðst ætla að honum mundi berast "en þó liggja við lönd
Ingimundarsona. Má og úr þínu landi aðeins í ganga."Már sá landskostinn og þótti góður og eignaði sér. Þorgrímur
kvaðst ætla að þeir mundu haldið fá landinu fyrir
Ingimundarsonum.Þorsteinn spyr þetta og mælti: "Mjög þykir mér Már frændi
minn bera sinn sann á þetta og unna oss varla laga."Litlu eftir það hitti Jökull Þorstein bróður sinn og varð
þeim talað mart og sagði Jökull það mikil firn ef menn skyldu
ræna þá þar í dalnum "og dregst sú mannfýla mjög óþarfi til,
hann Þorgrímur skinnhúfa, að reita oss og væri hæfilegt að
hann tæki gjöld fyrir."Þorsteinn kvað hann eigi sparnaðarmann "en eigi veit eg hvort
hann er svo þegar upp næmdur."Þorsteinn bað að þeir færu á fund Þorgríms. Jökull kvaðst
þess albúinn. Og er Þorgrímur varð þess var fór hann og hitti
Má. Þeir kvöddust vel.Þorgrímur lést kominn af hlaupi "og munu Ingimundarsynir hér
koma."Már spurði hvað hann vissi til þess.Þorgrímur svarar: "Þeir eru nú á ferð komnir til bæjar míns
og vilja drepa mig og mun það jafnan sýnast að eg veit fleira
en aðrir menn."Og er þeir komu á bæinn mælti Þorsteinn: "Hér eigum vér við
hrekkvísan um er Þorgrímur er því að hann mun eigi heima
vera."Jökull mælti: "Gerum hér þó nokkuð illt."Þorsteinn kvaðst það eigi vilja: "Nenni eg eigi að það sé
mælt að vér tökum upp fé hans en fáum eigi veitt hann
sjálfan" og fóru heim við svo búið.Eitt sinn mælti Þorsteinn enn til bræðra sinna: "Forvitni
væri mér á að freista að vér gætum fundið Þorgrím.""Nú er eg og albúinn," sagði Jökull.Enn fór Þorgrímur að hitta Má og mælti: "Enn eru þeir eigi
afhuga við mig Ingimundarsynir. Vildi eg að þú færir nú heim
með mér og skulu þeir það sanna að eg þori að bíða þeirra
heima."Már fór þangað. Þá riðu og að garði Ingimundarsynir og
fundust þeir í túni.Þorsteinn mælti: "Eigi fer þann veg frændsemi vor Már sem
skyldi. Vildi eg að hvorir vægðu til við aðra en þú settir
eigi niður vandræðamenn þá er bægjast vilja við oss."Már kvað þá sýna af sér óvingjarnlegar heimsóknir og lést
eigi mundu láta sinn hlut fyrir þeim. Jökull kvað og einsætt
að þeir reyndu þá með sér.Þorsteinn kvaðst tregur til vandræða við frændur sína "en þó
er eigi örvænt að þar komi ef vér náum eigi réttindum."Þeir fóru á braut því þeir máttu eigi ná Þorgrími fyrir
fjölkynngi hans en mótgangi Más og var annað tveggja að
Þorgrímur hvarf af bæ sínum eða Már sat þar við fjölmenni og
stóð þetta mál svo nokkura hríð.Í þenna tíma kom út Högni Ingimundarson með skip sitt
Stíganda og var með Þorsteini um veturinn og sagði frá ferðum
sínum merkilega meðan hann hafði utan verið, svo og það að
hann hafði eigi skip reynt jafngott Stíganda.Mikill orðrómur gerðist á um héraðið um málaferli þeirra
frænda. Jökull hitti oft Þorstein bróður sinn og kvað hann
enn undan vilja leita við Má.Þorsteinn svarar: "Svo hefir verið til þessa en þó munum vér
nú sitja um Þorgrím og segir mér þó í meðallagi hugur um."Þeir bjuggust heiman bræður einn dag og voru hálfur þriðji
tugur manna. Voru þeir bræður fimm.Þá mælti Þorgrímur: "Nú eru ills efni í. Þeir munu hér koma
brátt Ingimundarsynir."Hann hljóp út og tók klæði sín áður.Hann hitti Má og sagði að þá væru Ingimundarsynir á ferð "og
munu oss ætla með grimmum hug að fá og er nú ráð að búast við
og leiða þeim hlaup þeirra."Már safnaði mönnum. Hrómundur son Eyvindar sörkvis, kappi
mikill, hann átti dóttur Más. Hann var þar á búi. Hann kvað
einsætt að þeir reyndu þá með sér. Þeir urðu alls fjórir
tigir manna og umfram tveir systursynir Más, ungir menn og
vænlegir.Þorgrímur mælti: "Það er ráð að fara í mót Ingimundarsonum."Og svo var gert.Þorsteinn sá það og mælti: "Nú mun oss gefa til að reyna oss
og þykir mér nú ráð að hver gefist eftir efnum."Jökull brá þá Ættartanga og kvaðst allgott til hyggja að
reyna hann í hálsum manna Más. Þeir fundust á Kárnsnesi.Þorgrímur segir Mávi að hann mundi felast "og má þó vera að
eg sé eigi óþarfari en þótt eg standi hjá yður en eg trúi mér
eigi til framgöngu."Már svarar engu.Tókst síðan bardagi og er hann hafði gengið um hríð mælti
Jökull: "Eigi hæli eg bitinu hans Ættartanga."Þorsteinn svarar: "Slík dæmi eru með oss og verður nú vorum
mönnum skeinisamt."Jökull var fremstur af öllum og hjó til beggja handa.
Maðurinn var reyndur að afli en hinn mesti fullhugi. Hann hjó
svo að lamdist fyrir en eigi beit.Jökull mælti: "Ertu nú heillum horfinn Ættartangi eða hvað?"Þorsteinn svarar: "Og svo sýnist mér sem þeir standi upp er
eg hefi höggið eða sjáið þér nokkuð Þorgrím?"Þeir kváðust eigi hann sjá.Þorsteinn bað Jökul þá víkja frá orustunni og vita hvort þeir
sæju hann eigi "en þú Högni frændi halt upp meðan
bardaganum."Hann kvaðst svo gera mundu. Síðan leituðu þeir hans.Jökull mælti: "Eg sé hvar fjandinn kemur upp."Þorsteinn mælti: "Þar liggur nú grenskollinn."Og í því koglaði hann til þeirra þaðan sem hann lá. Það var
við ána. Jökull hljóp eftir honum og báðir þeir bræður.
Þorgrímur hljóp undan til árinnar. Jökull komst svo nær að
sverðið tók til hans og af það er nam en það voru
þjóhnapparnir báðir allt við bakhlut. Þar heitir síðan
Húfuhylur er hann hljóp á kafJökull mælti: "Beit nú Ættartangi."Þorsteinn svarar: "Svo get eg að héðan af sé."Þess verður nú að geta síðan hvað tíðinda varð í bardaganum.
Hrómundur gekk fast fram í mót Högna og áttust þeir hart
höggvaskipti við. Lauk svo þeirra skipti að Högni féll fyrir
Hrómundi. Og í því kom Jökull að og tók þá í annað sinn æsing
sinn hinn mikla, sótti þá að Hrómundi með ákafa. Skorti þá
eigi að sverðið beit, bæði hans og annarra. Hann hjó á fót
Hrómundi og veitti honum svo mikið sár að hann var alla ævi
síðan örkumlaður og var kallaður Hrómundur halti. Þar féllu
systursynir Más. Og nú er svo er komið bardaganum þá sáu menn
af bæjum fund þeirra og fóru til að skilja þá. Var þar
fyrstur Þorgrímur að Kárnsá og aðrir bændur. Hann var frændi
Ingimundarsona. Voru þeir þá skildir og var sárt mart en
allir mæddir.Þorgrímur mælti: "Þú Már hefir sýnt þrályndi mikla við þá
bræður í mótgangi en þeir eru eigi þínir líkar við að eiga.
Er það nú mitt ráð að þú vægir til við þá og seljir Þorsteini
sjálfdæmi."Hann kvað þetta heilræði og sættust að þessu. Þorsteinn
kvaðst eigi mundu gerð upp lúka fyrr en á nokkuru lögþingi.
Fóru menn nú heim af þessum fundi.Og er það þing kom er Þorsteinn vildi gerð upp lúka
fjölmenntu þeir mjög Hofverjar.Þorsteinn mælti þá: "Það er flestum mönnum kunnigt hér um
sveitir hversu fór um fund vorn Más frænda vors og svo hitt
að það mál er undir mig komið. Er það nú gerð mín að jafnt
skal víg Högna bróður míns og ákomur þær er fengu menn Más,
smár og stórar. Hrómundur skal sekur vera milli
Hrútafjarðarár og Jökulsár í Skagafirði fyrir víg Högna en
hafa ekki fyrir örkuml sín. Már skal eiga Hjallaland því að
úr hans landi að eins má upp ganga en gjalda oss bræðrum
hundrað silfurs. Þorgrímur skinnhúfa skal ekki hafa fyrir
sína ákomu og er hann þó verra verður."Síðan fóru menn heim og voru sáttir að þessu. Skinnhúfa fór í
brott úr héraði og kom niður norður á Melrakkasléttu og var
þar til dauðadags.Þorsteinn átti tvo sonu. Hét annar Ingólfur. Hann var manna
vænstur. Annar hét Guðbrandur. Hann var og fríður maður.
Jórunni dóttur Ingimundar átti Ásgeir æðikollur, faðir Kálfs
og Hrefnu er átti Kjartan Ólafsson og Þorbjargar er kölluð
var bæjarbót.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.