Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Vatn ch. 26

Vatnsdœla saga 26 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Vatn ch. 26)

Anonymous íslendingasögurVatnsdœla saga
252627

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Þorsteinn hitti úti smalamann sinn og mælti: "Far þú í Ás og
drep á dyr og hygg að hversu skjótt er til hurðar gengið og
kveð meðan vísu. Gef þér það til erindis að spyrja að sauðum
og spurður muntu vera hvort vér séum heim komnir en þú skalt
segja að vér séum eigi heim komnir."Sauðamaður fór og kom í Ás og drap á dyr og var eigi fyrr til
gengið en hann hafði kveðið tólf vísur. Þá kom húskarl út og
spurði tíðinda eða hvort þeir bræður væru heim komnir. Hann
kvað þá eigi heim komna og spurði að sauðum sínum. Hann kvað
þá eigi þar komna. Sauðamaður fór aftur og sagði Þorsteini
hve margar vísur hann hafði kveðið.Þorsteinn kvað hann úti hafa staðið þá stund að mart mátti að
hafast inni á meðan "eða komstu nokkuð inn?"Hann kvaðst ganga inn og skyggnast um.Þorsteinn spurði: "Var bjartur eldur á arni eða eigi?"Hann svarar: "Svo nokkuð sem fyrir litlu hefði verið
kveiktur."Þorsteinn mælti: "Sástu nokkura nýlundu í húsinu?"Hann kveðst séð hafa hrúgu eina mikla og koma undan fram
rautt klæði.Þorsteinn mælti: "Þar muntu séð hafa Hrolleif og blótklæði
hans. Nú mun þangað eftir að leita. Búumst nú skjótt og
hættum á hvað gerir."Þeir fóru og komu í Ás og var ekki manna úti. Þeir sáu hlaðið
skíðum á húsvegginn tveim megin mænis. Þeir sáu hús standa
lítið fyrir dyrum og hlið í milli og heimadyranna.Þorsteinn mælti: "Þetta mun vera blóthús og mun Hrolleifi
hingað ætlað þá hún hefir fullgert sitt efni og allan sinn
fjandskap en mér er minna um það. Nú gangið þér í krókinn hjá
húsunum en eg mun sitja yfir dyrum uppi og hafa kefli í
hendi. En ef Hrolleifur gengur út þá mun eg kasta keflinu til
yðvar og hlaupið þér þá til mín."Jökull mælti: "Auðséð er það bróðir að þú vilt virðing af
þessu hafa sem öllu öðru en eg vil eigi það og mun eg sitja
við keflið."Þorsteinn mælti: "Þú munt ráða vilja þó eigi sé svo betra því
mér þykir þú ráðinn til nokkurra slysa."Jökull settist í skíðahlaðann og vonum bráðara kom út maður
og kagaði hjá dyrum og sá eigi mennina er komnir voru. Þá kom
út maður annar og hinn þriðji og var það Hrolleifur. Jökull
kenndi hann gjörla og vast við hart og féll skíðahlaðinn og
þó gat hann kastað keflinu til bræðra sinna og hljóp ofan af
húsinu og gat þrifið Hrolleif svo að honum gafst eigi
undanrásin. Engi var þeirra aflamunur og ultu báðir ofan
fyrir brekkuna og lágu ýmsir undir.Og er þeir bræður komu að mælti Högni: "Hvað fjanda fer hér
að oss er eg veit eigi hvað er?"Þorsteinn svarar: "Þar fer Ljót kerling og hefir breytilega
um búist."Hún hafði rekið fötin fram yfir höfuð sér og fór öfug og
rétti höfuðið aftur milli fótanna. Ófagurlegt var hennar
augnabragð hversu hún gat þeim tröllslega skotið.Þorsteinn mælti til Jökuls: "Dreptu nú Hrolleif, þess hefir
þú lengi fús verið."Jökull svarar: "Þess er eg nú albúinn."Hjó hann þá af honum höfuðið og bað hann aldrei þrífast."Já, já," sagði Ljót, "nú lagði allnær að eg mundi vel geta
hefnt Hrolleifs sonar míns og eruð þér Ingimundarsynir
giftumenn miklir."Þorsteinn svarar: "Hvað er nú helst til marks um það?"Hún kvaðst hafa ætlað að snúa þar um landslagi öllu "en þér
ærðust allir og yrðuð að gjalti eftir á vegum úti með
villidýrum og svo mundi og gengið hafa ef þér hefðuð mig eigi
fyrr séð en eg yður."Þorsteinn kvað þess von að hamingja skipti með þeim.Síðan dó Ljót kerling í móð sínum og trölldómi og eru þau úr
þessi sögu.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.