Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Vatn ch. 25

Vatnsdœla saga 25 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Vatn ch. 25)

Anonymous íslendingasögurVatnsdœla saga
242526

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Einn morgun var Þorsteinn snemma á fótum og mælti til bræðra
sinna: "Nú skulum vér búast norður til héraða hvað sem fyrir
starf kemur."



Þeir voru saman fimm bræður og eigi fleiri menn. Þeir komu að
kveldi eins dags til Geirmundar og tók hann allvel við þeim
og voru þar um nóttina í góðum beinleika.



En um morguninn mælti Þorsteinn við bræður sína: "Nú skuluð
þér bræður vera að tafli í dag en eg skal tala við Geirmund."



Þeir gerðu svo.



Þorsteinn mælti til Geirmundar: "Því erum vér bræður hér
komnir að vér leitum eftir Hrolleifi er vér hyggjum hér vera
með þér. Ertu og mjög skyldur til að veita oss þar sem þér
senduð föður vorum þann mannfóla er svo mikið illt hefir af
hlotist þótt það sé eigi að yðrum vilja. Á hann og enga góða
frændur nema þig einn."



Geirmundur svarar: "Allt er slíkt satt og er viturlega eftir
leitað en eigi er Hrolleifur hér nú."



Þorsteinn mælti: "Hitt ætla eg sannara að hann sitji í
útibúri þínu. Tak nú hér hundrað silfurs og lát hann á brott
og skal eg svo til stilla að hann sé eigi hér tekinn á þínum
varnaði svo að það sé þér lagið til ámælis en vér munum þó
eftir honum leita þó að föður vors sé eigi að hefndara. Seg
honum að þú þykist eigi traust til hafa að halda hann fyrir
oss og sitja fyrir fjandskap vorum en ella hafa vora
vináttu."



Geirmundur svarar: "Nú skal og við ganga að hann er hér og
virði nú hver sem vill. Mun eg svo gera sem þú leggur ráð til
og segja honum að fara á burt og leitið þér þá eftir honum er
hann er eigi hjá mér."



"Svo skal vera," segir Þorsteinn.



Geirmundur hitti nú Hrolleif og mælti: "Nú eru hér komnir
Ingimundarsynir og leita eftir þér. Mun nú eigi verða vist
þín lengur hér með mér því að eg vil eigi leggja mig í hættu
fyrir þig eða fé mitt við málaefni þín ill en þeir bræður eru
bæði ráðugir og atgöngumiklir."



Hrolleifur svarar: "Þess var von að þér mundi klækilega verða
og hafðu alla óþökk fyrir þína liðveislu."



Geirmundur segir: "Verð á brottu skjótt."



Síðan hitti hann Þorstein: "Það þykir mér best til mín gert
að þér hrapið að engu og sitjið hér í dag."



Hann kvað svo vera skyldu. Bjuggust síðan annan dag og fóru
vestur yfir skörðin en þeyr hafði á verið og sá mannssporin í
snjónum.



Þá mælti Þorsteinn: "Nú skulum vér niður setjast og mun eg
segja yður viðtal okkar Geirmundar. Eg varð var að Hrolleifur
var þar."



Jökull mælti: "Þú ert kynlegur maður, vildir sitja kyrr en
föðurbani þinn sat hjá þér. Og ef eg hefði vitað það þá mundi
eigi kyrrt með öllu verið hafa."



Þorsteinn kvað það eigi örvænt "en það samir betur að gera
Geirmund eigi beran að þessu. Nú skulum vér fara fullum
dagleiðum og vita ef vér kæmum eigi síðar vestur en hann því
að heim munu liggja spor hans og nú mun Ljót móðir hans blóta
í mót sumri sem hún er vön að þeirra sið en þá mun eigi fram
koma hefndin ef áður er framið blótið."



Jökull mælti: "Skyndum þá."



Hann var þá fremstur á stígum af öllum þeim.



Þá leit hann aftur og mælti: "Illt er þeim mönnum er ölmusur
eru að vexti og fráleik sem er Þorsteinn bróðir minn og mun
nú draga úr höndum hefndina er vér komumst hvergi."



Þorsteinn svarar: "Eigi er enn sýnt að minna megi tillög mín
og ráðagerðir en áhlaup þín óviturleg."



Síð um aftaninn komu þeir ofan að bænum að Hofi og sátu menn
undir borðum.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.