Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Vatn ch. 24

Vatnsdœla saga 24 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Vatn ch. 24)

Anonymous íslendingasögurVatnsdœla saga
232425

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Látum þar nú fyrst líða um en segjum nokkuð frá Hrolleifi.
Hann hittir móður sína og segir henni tíðindin. Hún kvað
engan komast yfir skapadægur sitt, kvað Ingimund hafa lengi
aldurs notið.



"Er það mitt ráð," segir hún, "að þú farir á braut fyrst því
að blóðnætur eru bráðastar. Vitja þá hingað er mér þætti
vænst að nokkuð yrði af framkvæmd um mína ráðagerð en eigi sé
eg þar á milli hvort drjúgara verður, vitsmunir Þorsteins og
gifta eða brögð mín."



Síðan fór Hrolleifur norður til Skagafjarðar og kom í
Sæmundarhlíð og var Sæmundur þá andaður en Geirmundur réð þá
fyrir eignum. Bróðir hans hét Arnaldur. Geirmundur spyr
tíðinda. Hrolleifur kvaðst segja líflát Ingimundar bónda frá
Hofi.



Geirmundur svarar: "Þar fór nýtur maður eða hvað varð honum
að bana?"



Hrolleifur sagði: "Hann var hafður að skotspæni" og sagði
síðan allan atburðinn.



Geirmundur svarar: "Það sé eg að þú ert hinn versti
óhappamaður og far á brottu, hin vonda mannfýla, og kom hér
aldrei."



Hann kvaðst hvergi fara mundu "og skal eg hér drepinn þér til
svívirðingar og man eg það enn að faðir minn féll í liði
föður þíns og Ingimundar og hefir það af þér hlotist og þínum
mönnum."



Geirmundur kvað það dugandi menn henda að falla í bardögum
"og fram mun eg þig selja þegar er Ingimundarsynir koma."



Honum kvaðst þess að von eða annars verra. Hann var þar á
laun í gervibúri.



Ingimundarsynir voru heima um veturinn og sátu á hinn óæðra
bekk og fóru til engra leika eða þings og voru mjög ókátir.



Og er skammt var til sumars þá heimti Þorsteinn bræður sína á
mál og mælti: "Öllum oss ætla eg það einn veg gefið að mál
mundi þykja að leita um föðurhefnd en eigi er það
allauðsóttlegt. Sýnist mér það ráð að sá er ráðleitni hefir
til eftir að leita, að sá skal kjósa einn kostgrip af eigu
vorri."



Þeir kváðust það vilja "og ertu best til fallinn af oss sakir
vitsmuna."

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.