Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Vatn ch. 23

Vatnsdœla saga 23 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Vatn ch. 23)

Anonymous íslendingasögurVatnsdœla saga
222324

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Nú er það að segja frá Ingimundarsonum að þeir fóru heim um
kveldið og ræddu með sér að Hrolleifur væri endemismaður.Þorsteinn mælti: "Enn vitum vér eigi gjörla hversu illt vér
munum af honum hlotið hafa og segir mér eigi létt hugur um
ferð föður vors."Þeir komu heim og gekk Þorsteinn í eldaskálann og stakk niður
hendinni er hann hrataði og mælti: "Hví er vott húsfreyja?"Hún svarar: "Það ætla eg að runnið muni hafa úr klæðum
Ingimundar bónda."Þorsteinn svarar: "Þetta er hált sem blóð og kveikið ljós
skjótt."Og svo var gert.Sat þá Ingimundur í öndvegi sínu og var dauður. Stóð þar
spjótið í gegnum hann.Jökull mælti: "Allillt er slíkt að vita um svo göfgan mann að
slíkt illmenni skal hafa honum að bana orðið og förum þegar
og drepum hann."Þorsteinn mælti: "Eigi kanntu góðgirnd föður vors ef hann
hefir honum eigi undan skotið eða hvar er sveinn sá er honum
fylgdi?"Nú sást hann eigi.Þorsteinn mælti: "Eigi get eg nú Hrolleifs heima að vænta og
munum vér með ráðum verða hans að leita en eigi með áhlaupum.
En við það megum vér huggast að mikill manna munur er orðinn
með þeim Hrolleifi og njóta mun faðir minn þess frá þeim er
sólina hefir skapt og allan heiminn, hver sem sá er. En það
má vita að það mun nokkur gert hafa."Jökull var svo óður að varla fengu þeir stillt hann. Í því
bili kom inn sveinninn og sagði sitt erindi. Jökull kvað það
óþarft.Þorsteinn mælti: "Eigi er hann um að kunna því að hann gerði
sem faðir vor vildi."Ingimundur var lagiður í bátinn frá skipinu Stíganda og búið
um virðulega sem þá var siður um tigna menn. Þetta spurðist
nú víða og þótti sem var mikil tíðindi og ill.Þorsteinn mælti við bræður sína: "Það sýnist mér ráð að vér
setjumst eigi í sæti föður vors hvorki heima né í mannboðum
meðan hans er óhefnt."Og svo gerðu þeir og sóttu lítt til leika eða mannfundi.En er Eyvindur sörkvir frá þetta þá mælti hann við fósturson
sinn: "Far þú og seg Gauti vin mínum hvað eg tek til og slíkt
þætti mér honum til liggja."Síðan brá hann saxi undan skikkju sinni og lét fallast á ofan
og dó svo.Og er Gautur spyr þetta mælti hann: "Erat vinum líft
Ingimundar, og skal neyta góðs bragðs Eyvindar vinar míns" og
brá saxi fyrir brjóst sér og drap sig.Hermundur hét son hans Eyvindar og Hrómundur hinn halti er
síðar verður getið.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.