Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Vatn ch. 22

Vatnsdœla saga 22 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Vatn ch. 22)

Anonymous íslendingasögurVatnsdœla saga
212223

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Þess er getið að veiður mikil var í Vatnsdalsá, bæði laxa og
annarra fiska. Þeir skiptu með sér verkum bræður, synir
Ingimundar, því að það var siður ríkra manna barna í þann
tíma að hafa nokkura iðn fyrir hendi. Að þessu voru þeir
fjórir bræður, Þorsteinn, Jökull, Þórir og Högni, en Smiður
hafðist annað að. Þeir bræður fara í ána og fengu mikið af.



Hrolleifur hafði venju sína. Voru það illar búsifjar við alla
þá er í nánd voru. Hafði það og eigi verið vina ráð að
Ingimundur tók nokkurn tíma við honum. Synir Ingimundar tóku
því stórilla er Hrolleifur sat í kostum þeirra en miðlaði
illt eina í mót og kölluðu það mjög hafa orðið á fyrir föður
sínum að hann tók hann til sín. Þeir áttu veiði allir saman
Hofsmenn og Hrolleifur. En svo var mælt að Hrolleifur skyldi
hafa veiði ef eigi kæmu Ingimundarsynir til eða þeirra menn
en að því gaf hann engan gaum því að hann virti meira vilja
sinn og ranglæti en hvað skilið var.



Og eitt sinn er húskarlar Ingimundar komu til árinnar mæltu
þeir til Hrolleifs að hann skyldi rýma netlögin fyrir þeim.
Hrolleifur kvaðst mundu gefa að því engan gaum hvað sem
þrælar segðu. Þeir svöruðu og sögðu honum það betur sama að
halda eigi til kapps við þá Hofsmenn og kváðu honum það eigi
endast munu þótt hann kæmi því fram við aðra. Hrolleifur bað
þá dragast á brott, vonda þræla, og hæta sér eigi mönnum.
Hann keyrði þá í braut hraklega og ómaklega.



Þeir sögðu: "Illa gerir þú það svo mikils góðs sem Ingimundur
er maklegur frá þér þá er hann tók við þér og gaf þér bæði bú
og veiðina og mart annað gott þar er áður þóttir þú hvergi
hæfur með dugandi mönnum."



Hrolleifur kvað sig eigi skyldan að ganga úr ánni fyrir
illskuþrælum og lætur vaða stein til eins þeirra svo að sá
liggur í svíma og lét þeim eigi skyldu hlýða að vera
allfjölorðir.



Þeir komu heim er menn sátu yfir borðum. Þeir fóru flaumósa.
Ingimundur spyr hví þeir fara svo hrapallega. Þeir kváðust
reknir braut úr ánni með meiðingu og illum orðum af
Hrolleifi.



Jökull svarar: "Hann mun vilja gerast Vatnsdælagoði og vilja
búa við oss sem aðra fyrr en það skal aldrei verða að sá
manndjöfull kúgi oss."



Þorsteinn kvað of mikið bragð að vera en þó vænst að gæta til
með stillingu "og var ósynju nokkurn tíma tekið við
Hrolleifi."



"Mikið er til þess haft," kvað Ingimundur, "en þó gerið þér
svo vel að þér sættist á því að þér eigið ójöfnum til að
verja. Hann er heljarmaður og von að illt hljótist af."



Jökull kvaðst reyna skyldu hvort hann gengi úr ánni og hljóp
fram undan borðinu og út.



Ingimundur mælti: "Þorsteinn frændi, þér treysti eg best til
um alla stilling og far þú með bræðrum þínum."



Þorsteinn lést eigi vita hversu hægt vera mundi að halda
Jökli "en eg mun eigi standa hjá ef hann berst við Hrolleif."



Og er þeir komu að ánni þá sáu þeir að Hrolleifur var í ánni
og veiddi.



Þá mælti Jökull: "Dragstu úr ánni fjandinn og dirf þig eigi
að þreyta við oss og skulum vér nú ellegar reyna með oss til
fulls."



Hrolleifur mælti: "Eigi að síður þótt þér séuð þrír eða
fjórir mun eg halda minni sýslu fyrir blóti þínu."



Jökull mælti: "Þitt illmenni treystir tröllskap móður þinnar
ef þú ætlar að verja oss veiðina einn öllum."



Jökull réðst þá í ána að honum en Hrolleifur fór eigi burt.



Þorsteinn mælti: "Lát af þrályndi þinni Hrolleifur og það mun
þér að illu verða ef vér náum eigi réttu af þér. Þá má vera
að fleiri gjaldi. Dugir og eigi að þú gangir yfir menn með
rangindum."



Jökull mælti þá: "Drepum mannfjanda þenna."



Þá lét Hrolleifur hefjast að landi þar sem grjót var fyrir og
grýtti að þeim og þeir í móti um ána þvera en sumir skutu og
varð Hrolleifi eigi skeinusamt. Jökull vill ráðast að honum
annars staðar yfir ána og kvað eigi meðalskömm í vera ef þeir
bera eigi af honum.



Þorsteinn mælti: "Hitt er mitt ráð að víkjast aftur hingað og
eiga heldur undir oss en ganga í greipur þeim mæðginum því að
eg hygg hana skammt frá hefjast og er sem menn reyni sig
eigi við dugandi menn þótt vér eigum við gerningar þeirra."



Jökull kvaðst aldrei það hirða og leitar að fara en bræður
hans grýta og skjóta að Hrolleifi.



Nú kom maður heim til Hofs hlaupandi og sagði Ingimundi að í
óefni var komið og þeir börðust um ána þvera "og er búi þinn
fæstum líkur."



Ingimundur mælti: "Búið hest minn og vil eg til ríða."



Hann var þá gamall og nær blindur. Hafði hann og þá af höndum
látið öll fjárforræði og svo bú. Sveinn var honum fenginn til
fylgdar. Ingimundur var í blárri kápu. Sveinninn leiddi
hestinn undir honum. Og er þeir komu á árbakkann þá sjá synir
hans hann.



Þorsteinn mælti: "Kominn er faðir vor og látum hefjast undan
og mun hann ætla að vér munum gera vilja hans en hræddur er
eg um komu hans" og bað nú Jökul hefta sig.



Ingimundur reið á ána og mælti: "Gakk úr ánni Hrolleifur og
hygg að hvað þér hæfir."



Og er Hrolleifur sá hann skaut hann til hans spjóti og kom á
hann miðjan.



Og er hann fékk lagið reið hann aftur að bakkanum og mælti:
"Þú sveinn, fylg mér heim."



Hann hitti eigi sonu sína. Og er þeir komu heim var mjög
liðið á aftaninn.



Og er Ingimundur skyldi af baki fara þá mælti hann: "Stirður
er eg nú og verðum vér lausir á fótum hinir gömlu mennirnir."



Og er sveinninn tók við honum þá þaut í sárinu. Sá sveinninn
þá að spjótið stóð í gegnum hann.



Ingimundur mælti: "Þú hefir mér lengi trúr verið. Ger nú sem
eg bið þig. Meiri von að eg krefji þig fás héðan af. Far þú
nú og seg Hrolleifi að áður morgunn kemur get eg að synir
mínir þykist eiga þangað að sjá eftir föðurhefndum sem hann
er og gæti hann svo síns ráðs að hann fari í braut áður dagur
komi. Mín er eigi að betur hefnt þótt hann deyi en mér samir
að skjóta skjóli yfir þann er eg hefi áður á hendur tekist
meðan eg má um mæla, hversu sem síðar fer."



Hann braut spjótið af skafti og gekk inn með fulltingi
sveinsins og settist í öndvegi sitt og bað hann eigi ljós
gera áður synir hans kæmu heim.



Sveinninn kom til árinnar og sá þar laxa marga er Hrolleifur
hafði veitt.



Sveinninn mælti: "Það er sannmælt að þú ert mestur
mannhundur. Þú hefir það gert að vér munum aldrei bætur bíða,
veitt Ingimundi bónda bana, og bað hann mig svo segja þér að
þú skyldir eigi morguns heima bíða og kvaðst það ætla að
synir hans mundu til þín eiga eftir föðurhefndum að leita. Og
gerði eg þetta meir að bæn hans en hitt að þú værir mér svo
spar undir öxi þeirra bræðra."



Hrolleifur svarar: "Eg trúi því er þú segir en eigi skyldir
þú héðan heill fara ef þú hefðir eigi þessi tíðindi sagt."

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.